KOMUM SKYNSAMLELGU SKIKKI Á.

Bann við reykingum á opinberum stöðum byggist á því að einstaklingar og starfsfólk þar hafi það frelsi að það þurfi ekki að anda að sér heilsuspillandi lofti. Ekki má gera upp á milli stofnana í þessu efni. Aðrar reglur eiga ekki að gilda t. d. á Alþingi en á veitingastöðum. Ég aðhyllist "Já, ef..." svar við álitaefnum frekar en að segja alltaf "nei." Ég vil segja "já, ef..." ef beðið er um samþykki fyrir því að reykingafólk eigi athvarf í sérstökum reykingaherbergjum ef sannað er að ekki berist reykur frá því athvarfi út í almeninninginn. En það verður að vera 100% tryggt.

Ef umráðamaður viðkomandi staðar telur of dýrt að eyða rými í slíkt eða ekki mögulegt, þá það. Ég tel ófært að hafa athvarf reykingafólksins þar sem reykinn leggi frá því yfir á svæði þar sem sú krafa er gerð að fólk fái frelsi frá heilsuspillandi reyk.

Ef lögin og reglurnar eru svo óljósar að hægt sé að fara fram hjá þeim eiga alþingismenn að bæta úr því hið snarasta.

Ég hef horft upp á Hauk Morthens, Ingimar Eydal, Svavar Gests, Ellý Vilhjálms og Stefán Jóhannsson deyja úr krabbameinum sem taldar eru um 80% líkur á að stafi af óbeinum reykingum. Haukur og Ingimar voru mjög bitrir og sárir yfir því að hafa ekki frelsi til að forðast hættuna.

Starfa þeirra vegna urðu þeir að gera sér innbyrlunina að góðu. Sjálfur hef ég sem skemmtikrefur senn eytt hálfri öld í reykfylltum samkomusölum tímunum saman á kvöldin. Ég skildi því vel sárindi bestu vina minna sem ég sá á bak langt um aldur fram á sínum tíma og áttu erfitt með að sætta sig við örlög sín.

Þetta er réttlætismál sem verður að leysa, helst með "já, ef..." og á eftir orðinu "ef..." fylgja síðan ákveðin ófrávíkjanleg skilyrði.


mbl.is Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar. Ég er svo hjartanlega sammála þér um frelsi. Hvað segir þú um að veitingamenn hafi frelsi til þess að leyfa reykingar inni á sínum stöðum. Frelsi til að ráða til sín fólk sem reykir og hefur frelsi til að ráða sínum örlögum. 

Ef ég man rétt þá voru þessi lög sett til varnar starfsfólki veitingastaða?

Hvað með frelsi þeirra veitingamanna sem vilja einungis reykingarfólk inn á sinn stað?

Frelsi er afstætt hugtak. það kemur ávalt spurning upp,, þ.e.as. fyrir hvern er frelsið. Frelsi einhvers kallar á ánauð annars. Eiga  menn ekki að vera jafnir? Hvers vegna eru yfirvöld að setja lög gegn  sumum en ekki öðrum? Hvers vegna eru yfirvöld að banna reykingar með lögum og afnema ekki sölu tóbaks með sömu lögum? Hversvegna er þessi tvískinningur í löggjöfinni? Hvar er jafnræðisreglan sem yfirvöld eiga að gæta, til þess að þegnum þessa lands sé ekki mismunað?

 Þetta eru nokkrar spurningar til ykkar sem vilja vera á alþingi til þess að setja lög.

 Hægt er setja lög um hina ýmsu þætti sem mögulega geta skaðað heilsu manna. Hægt er að setja lög um að ekki sé ekið ökutæki á meiri hraða en 30 km. Lög um að einungis séu notaðir rafmagnsbílar. Lög um að ekki verði farið yfir gangstétt nema með fylgd gangbrautarvarðar. Sundlaugar skulu ekki vera dýpri en svo að 5 ára barn geti staðið upp úr yfirborði.

Svona mætti lengi telja! 

Einhvers staðar verða öfgar að stoppa. Fyrirhyggja, boð og bönn í lagasetningu hafa aldrei dugað í neinu samfélagi  í allri sögunni.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Andrés.si

Omar. Það vantar aðeins hjá þér.  Allir þingmenn í heiminum tala eins eða svipað um þetta mál. Finnst þér það ekki skrítið að nuna tala allir eins, en  eingöngu fyrir 10 árum eða meira var það als ekki hefðbundin venja.

Svo spyr ég annað. Sígaretta inniheldur mjög mikið af aukaefnum sem eru sjálfsagt skaðlegir, margt að því þvinga á reykingamenn að reykja en meira og hætta ekki.  Hér er alvöru spurning fyrir þingmen.  Hvers vegna hefur ekki verið boðið innflutnings fyrir rusneskar arabiskar, kynverskar sígaretur með skilirði að þær ínihalda löglegt efni?

Nei Omar, það var ekki gert. Einfaltlega vegna þess að BNA á að græða sem mest og áfram og lika vegna þess að hér þetta mál er ekkert nema heims samsæri.   Svo má ég nefna að afi min hefur reykt í 60 ár filters lausar sígaretur. Hann dó  88 ára gamall. En hér má bætta að han var ekki með Marlboro eða Winston. Það var Filter 57 , Drava og Drina sem framleitt vöru í gömlu Jugoslavíu. 

Andrés.si, 2.2.2008 kl. 00:47

3 identicon

Gallinn við að leyfa veitingamönnum að ráða er helst fólginn í því að þá tekur enginn af skarið. Ég á vini sem reykja, sjálfur reyki ég ekki. Á ég þá að fara í bæinn með mínum kunningjum og vera svo einn úti í horni á eina staðnum í bænum sem hefur þor til að banna reykingar án þess að vera hræddur við að missa spón úr sínum aski, á meðan kunningjarnir fara e-ð annað?

Þessi hugsunarháttur er annað orð yfir Apartheid.

Eitt skal yfir alla ganga...reyklaust eða ekki...tja...það er ekki verið að banna fólki að reykja...aðeins innandyra. Því finnst mér bannið alls ekkert ósanngjarnt. Langt í frá. Þetta er stormur í vatnsglasi. Búið er að banna þetta alls staðar erlendis, hvaða þrjóska er þetta eilega? Þetta er frekja.

Frekjan er reykingamegin, þar sem reyklausir eru skikkaðir til að reykja eða sitja heima ella. Reykingamenn geta hins vegar brugðið sér út andartak og komið svo aftur inn. Klæðið ykkur bara betur.

Og nei...við hinir reyklausu höfum ekkert val ef banni verður aflétt. Þá verður reykt alls staðar. Reyklausir staðir hafa lokað um kl. 20. Eftir þann tíma verður púað í hverju horni. Þetta hvorki skilja né sjá reykingamenn, enda þekkja þeir ekkert annað. Því er bannið eingöngu af hinu góða...og sjá...reykingamenn munu læra að skilja þetta fyrr eða síðar. Kveðja

Eiríkur (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Tiger

Þó ég reyki ekki og fari alla jafna sárasjaldan á öldurhús þar sem skemmtanir eru haldnar - og það skipti mig sáralitlu í sjálfu sér hvort bann sé eða ekki - þá styð ég samt reykbann skilyrðislaust þar sem skemmtikraftar koma saman til að skemmta fólki.

Mér finnst það ætti að vera í höndum okkar sjálfra að virða rétt þeirra sem eru að leggja sig mikið fram - okkur til handa og okkur til dægrastyttinga og ánægju - að sýna þeim þá lágmarks virðingu að vera ekki að blása ofaní lungu þeirra með óbeinum hætti - óáran sem leiða alltof marga yfir móðuna miklu.

Ef ég reykti núna sjálfur, myndi ég hiklaust fá mér að reykja fyrir - og eftir - t.d. skemmtun eða slíkt, fara út á dansleik eða á reykleyfðan hluta til að reykja - og sýna þar með þeim sem eru reyklausir alla þá virðingu sem ég myndi sjálfur vilja fá ef ég væri í þeirra sporum.

Tiger, 2.2.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Ég verð nú að segja það að í mörg ár hefi ég varla nennt að skiptast á skoðunum um þessi mál, en oft hefur mér verið nóg boðið af svokölluðum pilsfaldafasisma í þessum ,málum.

Var það ekki þitt val að skemmta fólki á skemmtistöðum sem fólk mátti reykja ?

Réð einhver annar en þú því hvort þú skemmtir eða skemmtir ekki ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2008 kl. 01:32

6 Smámynd: Tiger

Hjálpi mér Guðrún. Mér finnst í orðum þínum hérna hljóma svo mikil óvirðing og kjánaskapur að ég á ekki orð. Kannski var það skemmtikraftanna val að skemmta þér/okkur á skemmtistöðum borgarinnar og víðar - en það var ekki þeirra val að við myndum strompreykja og púa reyknum framan í þá sem þakklætis - og virðingavott fyrir það að setja bros á varir okkar og létta okkur lundina - það var okkar val, eða þeirra sem reykja.

Skil ekki hvernig þér gat dottið í hug að segja slíkt og annað eins. Þetta er næstum því eins og að segja við ekkjur sjómanna "þeim er nær - það var þeirra val að verða sjómenn". Sannarlega deyja margir vegna óbeinna reykinga, en það á við um allflesta atvinnu yfirleitt að dauðsföll geta komið upp en enginn þeirra sem deyr kaus að deyja fyrir vinnuna og í sumum tilfellum virðist nú hreinleg sem við séum bara að þröngva fólki út í dauðan - og það er okkar val sem reykja - ekki þeirra sem stunda vinnuna sína okkur til ánægju og yndisauka.

Tiger, 2.2.2008 kl. 02:12

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það var sorglegt að horfa á sjónvarpsviðlið í RUV fréttunum í gær við veitingamanninn sem ákvað að leyfa reykingar hjá sér. Þegar hann fékk spurningu um hvers vegna stóri meirihlutinn, sem ekki reykir, ætti að líða fyrir reykingar litla minnihlutans svaraði hann eitthvað á þá leið; að þeir sem ekki reyktu væru líka velkomnir (sic!).

Ég held satt best að segja að þetta upphlaup byggi á þekkingarleysi. Eins og Ómar bendir á eru óbeinar reykingar ekki bara óþægilegar fyrir augun og nefið. Það er ekki verið að banna óbeinar reykingar bara vegna þess að nikótínlyktin sest í föt og hár. Eða vegna þess að þeir sem eru að reyna að hætta að reykja falla frekar ef þeir eru innan um reykingafólk, sérstaklega á veitingastöðum þar sem vín er haft um hönd. Eða vegna þess að fólk með astma og ofnæmi á erfitt með að vistast í reykmettuðu umhverfi.

Auðvita eru þetta allt góðar og gildar ástæður til að takmarka reykingar en aðal ástæðan er sú að óbeinar reykingar geta verið lífshættulegar fyrir þá sem þvingast m.a. vegna vinnu sinnar til að vistast langtímum saman í reykmettuðu umhverfi. Veitingamenn sem leyfa reykingar innandyra eru í raun að beita starfsfólk sitt ofbeldi til að þóknast litlum minnihluta þjóðarinnar sem ennþá reykir.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 09:43

8 identicon

Við eigum eftir að hlæja að því í framtíðinni að þessi umræða hafi farið fram, það er engin framtíð í reykingum en auðvitað er fólki frjálst að reykja, bara ekki allsstaðar, er það til of mikils ætlast? 

Það er líka staðreynd að reykingar er stærsta heilbrigðisvandamálið og dregur hundruði til dauða á hverju ári,vá hvað það er frábært frelsi að fá lungnakrabba.

það kemur að því að tóbakssala verður með öllu bönnuð og verður það án nokkurs vafa stærsta skrefið sem nokkurntíma verður tekið í heilbrigðismálum.

Glanni (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 12:38

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég er nú fyrrum reykingamanneskja sem hætti fyrir um 12 árum síðan og reykti ansi mikið, en eigi að síður átti ég svolítið bágt á veitingahúsum þar sem reykmettunin var svo mikil að ég þoldi ekki einu sinni við. Ég varð að þvo fötin mín að slíku kvöldi loknu. Síðan sit ég uppi með astma sem ég losna ekki við af völdum reykinga. Eitt sinn las ég það að óbeinar reykingar væru ættulegri þeim sem ekki reyktu en þeim sem reyktu sjálfir reglulega. Reykingamaður byggir upp ákveðna vörn á löngum tíma sem hinn reyklausi hefur ekki. Ekki man ég hvar ég las þetta, en Ásgeir getur kannski munað það, en ég var einmitt hér á árum áður á námskeiði hjá honum til að hætta að reykja, árangurinn kom svo svolítið seinna hjá mér en til stóð.  Reykingar eru eitt stærsta heilsufarsvandamál sem við eigum við að glíma og eigingirni annarra  og fíknir eiga ekki að ráða því hvernig meirihlutinn hefur það.

Sigurlaug B. Gröndal, 2.2.2008 kl. 13:05

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mín kæra Guðrún María, auðvitað höfðum við, Haukur Morthens, Ingimar Eydal, Svavar Gests, Elly Vilhjálms, Stefán Jóhannsson og ég frelsi til að neita okkur um að nýta þá hæfileika sem Guð gaf okkur. Við höfðum sem sé frelsi tl að neita okkur um það atvinnufrelsi sem á að vera tryggt í meginreglum stjórnskipunar okkar.

Haukur og Ingimar áttu samkvæmt þinni skoðun ekkert að vera væla um örlög sín heldur áttu þeir í byrjun að fara að vinna á vinnustað þar sem ekki þyrfti að soga í sig reyk sem reyndist þeim hættulegur.

Hvað snertir reykingafólk sem nær háum aldri er á það að líta að það er mjög persónubundið hve vel fólk þolir reykinn.

Ég átti ömmusystur, hana Tótu frænku, sem reykti þrjá pakka á dag, var klassapía og náði 93 ára aldri.

En einkasystir hennar, Ragnheiður, reykti aldrei og varð 103ja ára!

Ómar Ragnarsson, 2.2.2008 kl. 13:27

11 identicon

Það er auðvitað hægt að túlka frelsi á marga vegu og mistúlka  Ég er sammála Glanna hér fyrir ofan að við eigum eftir að hlæja af þessari umræðu þegar fram líða stundir. 

Einnig kannast ég við rannsókn sem sýnir að óbeinar reykingar hafa verri áhrif á þann reyklausa heldur en reykingamanninn sem virðist byggja sér upp sterkara ónæmi. 

Þeir sem segja að lög og regla, boð og bönn hafi ekkert gildi og virki ekki, hafa auðvitað alrangt fyrir sér.  Ímyndið ykkur bara ef reykingar væru leyfðar fyrir alla aldurshópa og auglýsingar væru leyfðar í grunnskólum sem myndu vegsama reykingar og sýna Íþróttaálfinn reykja eins og það væri málið. 

Reykingabannið á veitingastöðum er undanfari enn stærra skrefs í átt að reyklausu Íslandi.  Eina skömmin er sú að við Íslendingar áttum að vera fyrstir af stað að hefta reykingar.  Íslendingar eru vel menntaðir og meðvitaðir og við hefðum átt að vera fyrstir. 

Ég er búinn að horfa á eftir mörgum vinum og kunningjum kveðja þennan heim ótímabært vegna sjúkdóma sem talið er að komi til af reykingum og því er ekki til nein þau rök er ég tel marktæk sem hygla undir svokallað "reykingafrelsi". 

'Í upphafi skaltu endinn skoða... heilsan og verndun hennar er hið raunverulega frelsi og það ekki síst fyrir þann sem reykir. 

Takk fyrir þitt innlegg Ómar Ragnarsson.

Valdimar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:22

12 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Kolbrún: Það eru afar fáir á Íslandi sem fá lungnakrabba (sem ekki eru meinvörp frá öðru æxli) sem ekki hafa reykt. Að þú hafi átt einn æskuvin sem hafi lent í þessu getur verið satt, en að þeir séu fleiri er með ólíkindum. Nema þá að þeir hafi verið útsettir fyrir óbeinum reykingum (án þess að það hafi verið á skemmtistað) eða unnið við asbest áður en það var bannað. Sú hugmynd að hafa ólíka skemmtistaði fyrir reykingafólk og hina sem ekki reykja er varla vænleg. Í áratugi þurftu þeir sem ekki reykja að láta sig hafa það að vistast í reyk til að geta skemmt sér með vinum sínum. Er virkilega til of mikils mælst að reykingamenn sýni nú samskonar tillitssemi og fari út til að reykja? Það er ekki eins og verið sé að banna reykingar og svo er líka til nikótíntyggjó sem er mun hollara og gefur sama nikótín kikk, fyrir þá sem nenna ekki að fara út. Þetta er nú dálítið gervi vandamál.

Ásgeir Rúnar Helgason, 2.2.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband