20.2.2008 | 23:59
EKKERT EINSDÆMI, ÞVÍ MIÐUR.
Það er því miður ekki einsdæmi sem hermt er um hraksmánarlega lágar launagreiðslur í útlöndum. Eitt af því sem bar á góma á stórgóðum tónleikum á vegum Bubba Morthens í kvöld gegn fordómum, var hvernig hér á landi hefur of oft verið komið fram við erlent verkafólk í hraklegum launum og óforsvararandi aðbúð.
Þar hafa ríkir Íslendingar á mælikvarða hins erlenda verkafólks nýtt sér aðstöðumun sinn á þann hátt að slíkt ætti ekki að líðast. Er vonandi að slíkt verði á undanhaldi þótt nú hægi á þenslunni.
Greiddi starfstúlku 183 krónur í tímakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er alveg rett það er farið verlega illa með erlent verkafólk herna sem kemur hingað til lands langt frá fjölskyldum sínum til að vinna og eru jafnvel marga mánuði frá þeim. það þikir bara flott held ég að svindla á þeim eða það svo auðvelt þar sem einginn skilningur á málum hvors annars. mar er vittni af þessu nánast daglega. herna þar sem ég bý hafa erlendir menn verið að vinna við að byggja hús herna. og ég hef heyrt hvernig verkstjórinn talar til þeirra og um þá. akkúrat enginn virðing þar á ferð.
hafðu það gott Ómar ég stið málefnin þín af heilum hug
Kveðja Linda Rós
Linda Rós Jóhannsdóttir, 21.2.2008 kl. 10:31
Er ekki Bubbi sjálfur að notast við erlent "ódýrara" vinnuafl við húsbyggingu sína?
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.