23.2.2008 | 22:48
GOTT HJÁ ÞÉR, GAMLI FÉLAGI !
Ég hef dáðst að endalausum dugnaði, áhuga og þrautseigju míns gamla starfsfélaga, Kristjáns Más Unnarssonar, í meira en tuttugu ára "harki" hans í fréttamennsku. Margir væru búnir að missa glóðina og ákafann enda mjög lýjandi til lengdar að standa í því að sinna mörgum fréttum sama daginn. Þar að auki á ég sérlega góðar minningar um samstarf og kynni af honum. Ég samgleðst honum því innilega yfir verðskuldaðri viðurkenningu.
Ég fór frá Stöð tvö til baka yfir á Sjónvarpið 1995 og held tryggð minni áfram við minn gamla miðil og vil veg hans og samstarfsfólksins þar sem mestan. En ég er í fjölskyldutengslum við þættina þrjá á Stöðinni, fréttirnar, Ísland í dag og Kompás og fylgist því með þeim úr hæfilegri fjarlægð og gleðst yfir viðurkenningunni sem blaðamannaverðlaunin veita. Til hamingju!
Kristján Már hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman fyrir Kristján, sem mér skilst að sé eini landsbyggðar fréttamaðurinn á stöð 2, að fá svona verðlaun.
Finnst stöð 2 hafa vaxið mikið sem sjónvarps fréttastöð, og trúi orðið frekar þeirra fréttum en RÚV sjónvarpinu, sem virðist vera í frjálsu falli varðandi trúverðugleika.
Hrifnastur af 24 stundum meðal ritmiðlana, trúverðugir og skýr fréttaflutningur sem segir yfirleitt fréttir frá fleiri sjónarhornum.
Hvað er þetta annars með fréttavalið, er engar fréttir að hafa frá gamla Sovétsvæðinu, Kína eða Suðaustur Asíu og Indlandi.
Virðist vera sem engin megi leysa vind í prófkjörum Ameríku, án þess að því sé endalaust básúnað yfir okkur.
Hver ákveður fréttavalið, er það fréttastjóri sjálfur eða fréttamennirnir sem suða í honum
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 23:04
Það var gleðilegt að Kristján var verðlaunaður. Ég hef alltaf fundist hann góður fréttamaður.
Ég er líka ánægð með Þóru Tómasdóttur, meðal annars yfir hvað hún talar flotta norsku. Hún hefur þessa fína austurnorska máleysku og ekki er hægt að heyra að hún er ekki norsk.
Heidi Strand, 24.2.2008 kl. 08:17
Hann er einn heiðarlegasti fréttamaðurinn og tekst að fjalla heiðarlegaum líðandi stund og flókin verkefni. Aðalsmerki hans er að geta skilið milli atburða og verkefna, án þess að lita það sínum prívat skoðunum, sem sumum öðrum þáttagerðar- og fréttamönnum er illmögulegt að gera.
Til hamingju með titilinn, hann er í réttum höndum þetta árið.
Benedikt V. Warén, 26.2.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.