26.2.2008 | 18:48
TÍMAMÓT Í BLOGGHEIMUM.
Fyrsti dómurinn vegna meiðyrða á blogginu mótar tímamót í bloggheimum í fleiri en einum skilningi. Í fyrsta lagi er með honum staðfest að bloggið er lagt að jöfnu við dagbllöð, tímarit og ljósvakamiðla og ég sé ekki annað en að það sé viðurkenning og upphefð fyrir bloggið. Í öðru lagi er það hollt fyrir okkur bloggara að vanda okkur og fara ekki niður á það plan, sem óheft, ljótt og meiðandi orðbragð hefur því miður dregið okkur oft niður á. Það hefur gefið almenningi þá hugmynd um bloggið sem er því ekki til framdráttar.
Okkur á ekki að vera nein vorkunn að umgangast hvort annað af tillitssemi og gera skrif okkar hvöss og áhrifarík án þess að fara niður í leðjuslag.
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar. Þó þessi ummæli séu ósmekkleg finnst mér höggvið of nærri málfrelsinu með þessum dómi. Það má finna fjölmörg og verri dæmi á netinu, sjá hér. Ef ég væri lögmaður gæti ég leitað uppi mörg álíka ummæli og boðist til að taka að mér málshöfðun upp á hluta af bótum
Þorsteinn Sverrisson, 26.2.2008 kl. 20:57
Til hamingju Ómar (og öll íslenska þjóðin) með þennan merka dóm! Það er af og frá að vegið sé að málfrelsinu með þessum dómi því jú í gildi eru lög í landinu og þau má ekki brjóta. Það er vissulega málfrelsi í landinu en maður má þó ekki ganga yfir rétt annarra einstaklinga en þetta virðist oft gleymast þegar menn tala um sitt "eigið" frelsi til þess að gera hitt og þetta... (Hvað með réttindi annarra)
Vissulega er hægt að finna "svæsnari" skrif á netinu en það réttlætir ekki þessi skrif heldur undirstrikar það hversu mikilvægt er að fylgjast vel með og að almenningur sé meðvitaður að það er ekki "allt" leyfilegt á netinu og að íslensku dómsstólarnir þori að taka á þessu!
Takk!
Róbert Þór (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 21:34
Talið er að vikudagarnir hafi borið eftirfarandi nöfn á Íslandi fram á 12. öld.
sunnudagur mánadagur týsdagur óðinsdagur þórsdagur frjádagur þvottdagur/laugardagur
Þessi nöfn eru í samræmi við daganöfn annars staðar í Norður-Evrópu. Uppruna þessara nafna er að finna hjá Rómverjum sem töldu að vikudögunum væri stjórnað af föruhnöttunum sól, mána, Mars, Merkúríusi, Júpíter, Venus og Satúrnusi. Germanskar þjóðir þýddu svo og staðfærðu þessi nöfn þegar þau bárust til þeirra.
Eftir kristnitöku reyndi svo kirkjan að koma á notkun eftirfarandi heita í stað gömlu daganafnanna:
drottinsdagur annar dagur þriðji dagur miðvikudagur fimmti dagur föstudagur laugardagur
Sum þessara heita festust í málinu en enn höldum við í daga sólar og mána.
Heimild:
Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning.
Fann ekki meira um dagheiti svona í fljótu bragði
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.2.2008 kl. 22:50
Frelsi hvers einstaklings til að sveifla hnefanum endar við nef næsta einstaklings. Frelsi og ábyrgð hlýtur alltaf að þurfa að fara saman.
Þetta er því ánægjuleg staðfesting á því að sömu reglur gilda fyrir bloggmiðilinn eins og aðra miðla. Svo er svosem alveg hægt að hafa skoðun á því hvort dómurinn hafi verið of þungur eða ekki. Héraðsdómi fannst að hér hafi skaði verið unninn og þá er sama hvort er notað hnefinn eða tungan.
Örvar Már Marteinsson, 26.2.2008 kl. 23:23
Dónaskapur er hvimleiður en stafar venjulega af þroskaleysi. Menn ættu samt ekki að vera of viðkvæmir og kæruglaðir
Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 23:23
Þetta er góður dómur. Við höfum málfrelsi en við verðum samt að passa okkur að skrifa ekki þannig að það særi aðra. Þetta er tímamóta dómur sem er gott mál.
Þórður Ingi Bjarnason, 27.2.2008 kl. 08:55
Það er hægt að meiða fólk með orðum. Þess vegna eru ákvæðin um ærumeiðingar í hegningarlögunum. Fólk getur fengið dóm þó ummælin séu sönn. Það má bara ekki setja þau fram með óviðukvæmilegum hætti. Ég ætla ekki að leggja dóm á þennan dóm. En mér finnst mikilvægt fyrir alla að honum verði áfrýjað, enda að nokkru leyti á skjön við eldri dóma hæstaréttar.
Sigurður Sveinsson, 27.2.2008 kl. 09:27
Ehhh á Össur að sleppa fyrst hann bloggar undir nafni, annars sé ég ekkert að því að segja sannleikann og ekkert nema sannleikann hvort sem menn eru undir nafni eða ekki.
Þetti dómur er aðför að málfrelsi okkar finnst mér og ætla rétt að vona að honum verði snúið við í hæstarétt.
Ef allur heimurinn færi í svona rugl þá væri netið bara leiðinlegra og lélegra.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:18
Alveg rétt Ómar!
Doctorinn og sannleikurinn, það er spurninginn.
Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:44
Ég hef nokkrum sinnum skrifað athugasemdir hjá mönnum með vangaveltum um ástæður þess að hjá sumum skrifurum er eins og öll höft hreinlega hverfi þegar skrifað er á netið. Þetta á sér rætur nokkuð langt aftur í tímann, 20-25 ár til tíma USENET-sins (news groups o.fl. umræðu vettvangar hafa í gegnum tíðina logaði í illdeilum og skítkasti á köflum).
En mér þykir dómurinn ekki óeðlilegur og sýna svo ekki verður um villst að orðum fylgir ábyrgð.
DocterE, það er munur á framsetningu hinnar arfavitlausu færslu Össurar og þess texta sem dæmt var út af í þessu dómsmáli. Össur skaut fast, en það er vandséð að hann hafi beinlínis ráðist að mannorði GMB á ólögmætan hátt. En það er ekki okkar að dæma um það, heldur GMB í samráði við sína lögfræðinga, ef hann hefði haft á því einhvern áhuga.
Það að hægt sé að finna svæsnari texta eða það að Össur hafi skrifað svæsinn texta er að sjálfsögðu ekki hægt að nota sem rökstuðning fyrir því að það sé í lagi að skrifa hvað sem er. Össur hefði betur sofið á texta sínum, áður en hann ýtti á 'Birta'. Hins vegar verður það að vera mat GMB sjálfs (fórnarlambs Össurar) hvort honum þyki svo vegið að sinni persónu að rétt sé að gera mál úr því. Hann hefur kosið að elta ekki ólar við það og þ.a.l. fær textinn að standa óáreittur.
Ómar V. bað dæmda ítrekað um að fjarlægja eða breyta skrifum sínum. Að öðrum kosti sá hann ekki aðra úrkosti en að leita réttar síns fyrir dómi, sem hann og gerði. Það var og er réttur hans og annarra sem þykir að á sér hafi verið brotið. Ég ætla ekki að dæma um hvort Ómar V. hafi verið of hörundsár eða ekki og ég vona að það þurfi ekki að koma til holskefla af slíkum málum til þess að menn hugsi aðeins lengra en sitt eigið nef í skrifum sínum um aðrar persónur.
Ef Hæstiréttur staðfestir þennan dóm verður hér komið fordæmi sem full þörf er á.
En svona sem lokaorð mín í þessari umræðu, þá langar mig að benda á að það felst enginn aumingjaskapur í því að draga sögð orð til baka og biðjast afsökunar, hafi þau sært einhvern eða einhverja. Það er manndómur.
Karl Ólafsson, 28.2.2008 kl. 01:27
Þakka þér fyrir, Gunnar, að gefa mér hugmynd að laginu, því að endir þess kallar á endurtekningu síðustu laglínunnar og þá verður stakan sungin svona:
Heyrt hef ég um dánumann einn dýrþyrstan,
sem dreypti oft á víninu í Kirgistan.
Eiginkonan glaða þar oft hýr hrissti´ann
og heitt og innilega bak við dyr kyssti´ann...
...því ástin er svo ölvuð, þarna´í Kirgistan.
Ómar Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 12:16
Í andmælum gegn dómnum er ítrekað sagt að dæmt hefði verið vegna þess að nafni minn væri kallaður rasisti. Hið rétta mun hins vegar vera að sagt var að Ómar væri mesti rasisti á Íslandi og á þessu er mikill munur. Mesti rasisti á Íslandi hlýtur að vera enn öfgafyllri en þeir rasistar sem hafa gengið í skrokk á mönnum í krafti fordóma sinna.
Ómar Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.