ÍSLENSKAN Á OFTAST RÍM.

Spurt er í frétt hvað rími á móti Kirgistan. Það minnir á þessa vísu:

Heyrt hef ég um dánumann einn dýrþyrstan /
sem dreypti oft á víninu í Kirgistan. /
Eiginkonan glaða þar oft hýr hrisst´ann /
og heitt og innilega' á bak við dyr kysst´ann. -

Tungan fer á feikna stím /
ef flinkir henni beita. /
og íslenskan á oftast rím /
ef menn bara leita.


mbl.is Hvað rímar við Kírgistan?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Snilldarvel rímað við erfitt orð. Ef menn bara leita. Þetta hefur verið mín tilfinning. Mér hefur tekist að hnoða saman fáeinum kviðlingum og nær alltaf eftir mjög mikil heilabrot og yfirlegu. Þegar ég vonast til að botnar komi fyrirhafnarlaust kemur mér aldrei neitt í koll. Hugsanaletin skilar sjaldnast árangri. Er þetta ekki spurning um æfingu?

Theódór Norðkvist, 28.2.2008 kl. 00:44

2 identicon

Þekki einn sem gerði ljóð þar sem hann reyndi að láta eitthvað ríma við Skandinavía, hann notaðist við fjandinnhaviða.

Ari (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ÞETTA ER MÉR OFVIÐA

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 02:52

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Snilld... og kunningi Ara má taka það til sín líka.

Villi Asgeirsson, 28.2.2008 kl. 06:49

5 identicon

Verkur er í vinstri öxl

Verri er þó í mjöðm

og botniði nú...

Rúnar (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 07:59

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tek það fram að í Moggafréttinni var Kirgistan skrifað með i-i í fréttinni en með Í-i í spurningunni.

Í þeim íslensku gögnum sem ég hef undir höndum er nafn landsins skrifað með i-i, Kirgistan, og þess vegna ríma ég þannig. Hinar tvær hendingarnar í ferskeytlunni hafði ég með til að sýna að það hefði líka verið hægt að finna einhverja lausn ef nafnið væri skrifað þannig.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 10:16

7 identicon

botn:

Blótaðu og bítt‘á jöxl

Bestu kveðjur, Gvöðm.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 10:23

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjög skemmtilegt! Áttu lag við þetta Ómar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2008 kl. 10:25

9 identicon

Eins og glöggir menn sjá heitir botnarinn hér að ofan ekki Guðmundur en botnar í orðastað vinar að austan sem gjarnan stytti nafn sitt svo.

(Sá átti hrút einn vænan, svo holdmikinn og feitan að hann fékk nafnið Spekingur) 

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 11:37

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, ég gerði þetta lag umsvifalaust þegar ég opnaði bloggið nú í hádegin og mun raula það fyrir sjónvarpsmenn Moggans sem vildu fá að heyra í mér um þetta mál nú upp úr hádeginu.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 12:11

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og nú kemur í ljós að ef þetta er sungið við lagið nýja kallar það á endurtekningu á síðustu laglínunni og þar með viðbótarendingu, svo að vísan verður svona í heild:

Heyrt ég um dánumann einn dýrþyrstan

sem dreypti oft á víninu í Kirgistan.

Eiginkonan glaða þar oft hýr hrissti´hann

og heitt og innilega bak við dyr kyssti´hann...

...því ástin er svo ölvuð þarna´í Kirgistan.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 12:31

12 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þegar Ómar yrkir blogg
ýmsir skrifa komment
????
????

Þorsteinn Sverrisson, 28.2.2008 kl. 17:08

13 identicon

Flott hjá þér Ómar.  En hvað rímar við Tungl?

Jonas (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 17:52

14 identicon

Er þetta ekki limra?  Kveðja B.P.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:49

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fremri partur fastur sem lím
í fegurð tveggja sála
íslenskan á oftast rím
enda fegurst mála

Brjánn Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 22:05

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvað rímar við tungl, minnir mig á vísuna:

verk ég hef í vinstri öxl,

verri þó í hægri mjöðm.

botna svo...

Brjánn Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 22:07

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en eins og Ómar segir, íslenskan á 'oftast' rím. ekki samt alltaf.

Brjánn Guðjónsson, 28.2.2008 kl. 22:09

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Einu sinni átti ég hest

ofurlítið doppóttan

Það var sem mér þótti verst

þegar að merin ofsótt´ann. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2008 kl. 23:37

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég ítreka það að ég sagði "oftast" í vísunni um rímið, en ekki "alltaf." Ætla að lengja upphaflegu vísuna og hafa hana svona:

Heyrt hef ég um dánumann einn dýrþyrstan

sem dreypti oft á víninu í Kirgistan.

Eiginkonan glaða þar oft hýr hrissti´hann,

og heitt og innilega bak við dyr kyssti´hann,

svo skrauthringnum hún týndi, oní skyr missti´hann.

Ómar Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 23:48

20 Smámynd: Gunnar

Hvað orðið "tungl" varðar þá vil ég benda á eftirfarandi:

http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=5988

 og

http://baggalutur.is/gestapo/viewtopic.php?p=3454&sid=ca30abc149ec2e38f2f9eadac30db04f

Gunnar, 1.3.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband