MINNIR Á KEISARA- EÐA KONUNGDÆMI.

Kosningarnar í Rússlandi sýna hvað gamla keisarahefðin er rík þar í landi. Hún hélt áfram á Sovéttímanum í gegnum Lenin, Stalin, Krustjoff, Breznef o. s. frv. en nú er hún orðin enn líkara konungdæmi en fyrr því að Medvedev kemur inn í myndina eins og huggulegur sonur Putin kóngs sem er tekið á svipaðan hátt og ríkisörfum í konungdæmum.
mbl.is Medvedev kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Ómar og aðrir skrifarar !

Jóhann Örn ! Löngu ljóst; að Kasparov karlinn er lítt dulbúinn froðusnkkur, hver gjammar í takt við Stór- Þýzkaland (Evrópusambandið) og Bandaríkjamenn.

Rússar þurfa ekkert, á slíkum að halda !

Kasparov er hinn mætasti skákjöfur, og ætti að halda sig, á þeim ágæta meiði.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:08

2 identicon

Rússar vilja sterkan einræðisherra sem leiðir þjóðina til vegs og virðingar með harðri hendi, það er hefð f. því þarna og það er vinsælt. Lýðræðislega valið einræði er það sem þeir vilja.  Enda var Pútín vinsæll og þarafleiðandi er Pútin styrktur kandídat vinsæll.

Ari (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Ómar. Ég var að hlusta á BBC-frétt um rússnesku forsetakosningarnar kl. 11, þar sem afar mikið var sagt skorta upp á, að framkvæmdin hafi verið viðunandi, einkum varðandi kosningabaráttuna. Nigel Evans miðlaði þar t.d. þeim upplýsingum, að fjölmiðlaumfjöllun (coverage) um Medvedev hefði verið SAUTJÁN sinnum meiri en um alla aðra frambjóðendur samanlagða. Medvedev neitaði að koma fram í sjónvarpsumræðum með öðrum, en fekk að halda þar þeim mun fleiri og lengri einræður yfir þjóðinni. – Þar að auki dettur mér ekki í hug að treysta talningu, sem stjórnvöld stýrð af gömlum KGB-mönnum hafa umsjón með og engir hlutlausir aðilar fá aðgang að. – Um fyrra kosningaklúður í Rússlandi í vetur skrifaði ég hér (um bjálkann í auga Guðmundar Ólafssonar hagfræðings og flísina í auga Pútíns) og hér, 3. des.

Jón Valur Jensson, 3.3.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sínum tíma sagði Baddi Jún heitinn á Akureyri eftirfarandi setningu: Rússland er merkilegt land. Til dæmis geta innbrotsþjófar velt sér upp úr hinu ótrúlegasta góssi. Í Moskvu er til dæmis hægt að brjótast inn í Kreml daginn fyrir kosningar og stela úrslitunum."

Ómar Ragnarsson, 3.3.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég sá merkilega heimildamynd um daginn, "þorp" við Volgu. Man ekki hvað þorpið hét. Myndin var tekin upp 1997, sex árum eftir fall Sovét. Fólk hafði yfir miklu að kvarta, það var ekkert brauð í búðunum, því ekkert fékkst kornið. Þau voru sárafátæk, því þau gátu ekki selt kornið, því það var enginn markaður fyrir það. Það var settur strangur kvóti á mjólkurframleiðslu, því enginn var kaupandinn. Þó var enga mjólk að finna út í búð. Það var því greinilega brotinn hlekkur í keðjunni, eitthvað sem ekki hefði gerst í frjálsu markaðssamfélagi.

Enda fundust mér orð gömlu konunnar sem búin var að gefast upp á framtíðinn fleyg, "það er vonandi að komist til valda sterkur maður sem getur komið kerfinu í lag". Rússar hafa ekki vit á frjálsum markaði, þeir eru hræddir við að detta án aðstoðar. Þau þurfa stóran, sterkan pabba. Þetta veit Putin og notfærir sér.

Villi Asgeirsson, 4.3.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband