13.3.2008 | 09:42
SAMA OG Í RALLINU.
Á tímabili fjölgaði banaslysum mjög í heimsmeistarakeppninni í ralli. Þetta var í kringum 1990 þegar ofurbílar voru komnir til sögunnar með yfir 500 hestala vélar og annað eftir því. Samt voru þarna við stýrið færustu ökumenn heims. Við þessu fannst aðeins eitt ráð, - að draga úr aflinu og hraðanum og þá fækkaði slysunum. Fleira var að vísu gert en minnkun aflsins og þar með getu bílsins til að komast upp á óviðráðanlegan hraða reyndist lang áhrifamest.
Skíðaslysum fjölgar í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo væri ekki úr vegi að setja hjálm á rassinn líka ;)
http://www.youtube.com/watch?v=wqQhQSbe6fw
DoctorE (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:01
Hvað kostar eitt starf í rallinu? Er ekki bölvuð mengun af þessum leikaraskap?
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2008 kl. 10:59
Það er eflaust mengun af ralli, en ekki svo að vesen sé. Annars var ég að heyra stórkostlegar fréttir, sá það reyndar í Top Gear. Það á víst að setja Evrópureglur um útblástur hernaðartóla. Skriðdrekar og þotur verða að uppfylla mengunarstaðla. Það er gott að vita að skriðdrekinn sem skýtur geislavirkum skotum og þotan sem sprengir heilu borgirnar í loft upp menga ekki mikið. Svona getur umhverfisvernd farið út í rugl. Lengi lifi rallið!
Villi Asgeirsson, 13.3.2008 kl. 11:43
Mengun?
Í ralli á Íslandi eru um 30 keppnisbifreiðar í hverri keppni. Hver þeirra notar um 100 lítra í hverri umferð Íslandsmótsins að meðaltali. Samtals nota keppendur þá um 18.000 lítra á ári.
Ef hver leikmaður sem leikur í efstu deild knattspyrnu notar einn lítra á dag til þess að mæta á æfingar eða í leiki, í 175 daga á árinu þá nota leikmennirnir um 57.750 lítra í ár. Mengun?
Ef hver áhorfandi sem mætir á leiki Íslandsmótsins í knattspyrnu notar til þess einn lítra í hvert sinn sem hann mætir á völlinn og að meðaltali mæta 1000 manns á hvern leik þá munu áhorfendur nota um 132.000 lítra eldsneytis á þessu ári. Mengun?
Birgir Þór Bragason, 13.3.2008 kl. 18:04
Ágætis punktur. Amk mætti innleiða reglu sem bannar ökumönnum yngri en sem nemur ákveðnum aldri að aka bifreiðum öflugri en skilgreind mörk leyfa.
Einnig mætti nota svipaðar reglur og í UK (held ég) sem hljóða upp á lægri hámarkshraða til handa ungum ökumönnum (sem hafa þá sér merkingu á bílnum).
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 19:35
Takki, Birgir Þór fyrir að taka af mér ómakið við að setja hlutina í rétt samhengi. Menn hneyksluðuðust á tillögum mínum í að færa meira líf í rúntinn í Reykjavík, sem fljótlegt var að reikna út að var varla með mælanlega aukningu í mengun miðað við hina daglegu snattumferð.
Megingallinn við það hvernig menn hugsa sér að minnka hlutina er sá, að menn sjá oftast fyrst þann möguleika að minnka það sem færir mönnum dagamun. Ef minnka ætti fitumyndun á fólki myndu þessir menn vilja ráðast fyrst á jólamatinn, þótt hann sé aðeins örlítið brot af neyslunni.
Sama hugsun leiðir myndu leiða menn til að heimta að frægstu málmstyttur og hvolfþök heims yrðu brædd fyrst ef skortur væri á góðmálmum og það er sama hugsun sem ræður því að þeir vilja fyrst láta umturna íslenskri náttúru fyrir orkuöflun sem gæfi svo lítið hlutfall af orkuþörf heimsins að það er varla mælanlegt.
Ómar Ragnarsson, 15.3.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.