ANAÐ ENN LENGRA FRAM ÚR SÉR !

Íslendingar fara æ lengra fram úr sér í glórulausri ásókn eftir að selja orku, þótt við blasi að langt sé frá því að hægt verði að standa við öll loforðin og viljayfirlýsingarnar um orkusölu sem bætast við nær daglega. Með nýjasta útspilinu um 135 megavött til REC í Þorlákshöfn nægir Bitruvirkjun meira að segja ekki til að útvega alla orkuna sem búið er að veifa framan í Helguvík og fleiri aðila.

Stefnt er að því markvisst og ákveðið að ekkert færi verði gefið á að halda þessum litla en umhverfislega mikilvæga hluta svæðisins ósnortnum.

Viðskiptaráðherra hefur lýst því hvað það sé gaman að vera í ráðuneyti þar sem er biðröð af kaupendum eftir orkunni og virðist ekki gera sér grein fyrir þeim vandræðum á alla lund sem það mun hafa í för með sér að ætla að þjóna þeim öllum, hvað þá því að standa við kosningaloforðin um allsherjar úttekt á íslenskum náttúrverðmætum áður en anað verður áfram.

Þau loforð eru í beinni mótsögn við útsöluæðið nú. Það er eins og sumir haldi að íslensk náttúruverðmæti hefjist ekki fyrr en höfuðborgarsvæðið er úr augsýn, en í raun liggur einstætt efni í eldfjallaþjóðgarð við fætur hins erlenda gests þegar hann stígur út úr Leifsstöð. Þar, fyrir norðaustan Mývatn og við Þjórsá er nú aðalátakasvæði jarðýtuhers virkjanasinna.

Innan fárra ára er ætlun þeirra að hinn erlendi gestur standi við Leifsstöð og horfi á annan endann á samfelldri 250 kílómetra röð stóriðjuvera, háspennulína, virkjana, stöðvarhúsa, stíflna og miklunarlóna sem endar ekki fyrr en upp á miðju miðhálendinu.

Ég vísa til fínnar úttektar í bloggi Dofra Hermannssonar um þetta orkuöflunarmál á Reykjanesskaga, sem sýnir vel þetta óðagot en vil bæta því við að ofan á allt þetta á að halda áfram að kreista tvöfalt meiri orku út úr þessum svæðum en þau afkasta til langframa.

"Endurnýjanlega orkan" endist ekki nema í 40 ár og við ætlum að kasta því yfir á herðar afkomendanna að ráða fram úr því. 40 ár er mjög stuttur tími. Það eru ekki nema 40 ár síðan virkjað var fyrst við Búrfell og eitthvað myndi hvína í tálknum okkar nú væri sú orka á fðörum og við þyrftum að finna jafnmikla orku annars staðar.

Sem fyrr er steinþagað yfir þessari staðreynd og væntanlega verður logið í Al Gore eins og alla aðra goðsögninni um endurnýjanlegu orkuna sem algilt og undantekningarlaust lögmál á Íslandi.


mbl.is REC Group til Ölfuss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Já þeir eiga sko eftir að ljúa í Al Gore,það er örugt

þorvaldur Hermannsson, 19.3.2008 kl. 17:41

2 identicon

Það sem við þurfum helst er að hætta þessum öfgum, á hvorn veginn sem er, auðvitað eigum við að nýta landið fyrir okkur OG um leið að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir, þegar ekki er verið að skemma stórkostlegar gersemar þá eigum við auðvitað að virkja, reyna svo að selja orkuna á sem hæstu verði og helst til annars en rokkandi verðlags álvera, t.d. netþjonabúa, en að vinna þar hljómar eitthvað mun meira spennandi en að vinna í álveri. Að virkja eða virkja ekki snýst ekki um lopapeysufólk sem býr í 101 frekar en hugmyndalausa orkulausa austfirðinga, heldur hvort það sé hagkvæmt og fórnarkostnaður lægri en áunninn.

Og af gefnu tilefni nafni Gunnar Th,   eflaust ertu soldið grobbinn með bloggið þitt og allt það, en láttu þér ekki detta í hug að ég sé að þykjast vera þú, comon ! Held þú sért nú farinn að horfa soldið stórt á þig ef það er raunin. Að h hafi komið í stað g á síðasta bloggi mínu hér,  verður að skrifast á nýja bjórinn okkar, og að þessi saklausa "klámsíða" hafi komið sem heimasiða, ja fjandinn, en dettur helst í hug eplasnapsinn, en hann er lúmskur :)

En annars allir, eigið góða páska og farið varlega.

GUunnar TG. 

Gunnar Tg (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Sævar Helgason

Íslandshreyfingin er með öflugan málsvara bæði í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og stjórn Reykjanesfólksvangs  þar sem  Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur o.fl. er .

Henni er treyst fyrir öflugri málsvörn gegn virkjun við Bitru (Ölkelduháls) Þekking hennar og reynsla er einkar þýðingarmikil til að meta Helgilsvæðið til orkuöflunar, náttúruverndar og hið mikla gildi sem svæðið hefur og mun vonandi hafa fyrir m.a höfuðborgarsvæðið um langa framtíð. 

Það er víðar háhiti á Hellisheiði en undir Ölkelduhálsi.
 

Nú reynir á og hún þarf öflugan stuðning.

Sævar Helgason, 19.3.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki hef ég séð þennan áður, sem beinir orðum sínum til mín, en eflaust er hann smeykur enda með lögregluna á hælunum. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 20:17

5 identicon

Hahahahaha , ææ, ég veit ekki hvort maður eigi að gráta eða brosa, en nafni, hvernig dettur þér í hug að einhver vilji þykjast vera þú ? Nóg að þurfa að drattast með það fyrirbæri fyrir einn :)

Að merkilegu, ( svona áður en löggan tekur mig :) ) Íslandshreyfingin er auðvitað besti málsvari hugsandi fólks sem gerir sér grein fyrir að það þarf að meta mjög vel hvort einhver þörf er á að breyta nátturuperlum í steinsteypu, en svo ..............
æ einhver að banka, sennilega löggan að sækja mig , tók eftir því í dag , var einhver á hælunum á mér í allan dag, en semsagt komið að því, í steininn með kauða.

Reyndar ef einhver fer að þykjast vera nafni Th. þá er hann sjúkur og á auðvitað heima í steininum.

Njótið helgarinnar og passið ykkur á löggunni !

Og Ómar, mér finnst þessi stærðfræðiþraut orðinn fj. erfið. 

Gunnar Tg (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband