GAMALT OG NÝTT.

Skömmu eftir heimstyrjöldina var hannað og smíðað farartæki, sem hét Aerocar og var fljúgandi bíll eins og nafnið bendir til. Hann var knúinn 143ja hestafla flugvélarhreyfli og hægt að fella vængina saman og draga á eftir bílnum á vegum. Á vegum var aflinu beint yfir í drifkerfi sem knúði hjólin. Aldrei fannst markaður fyrir þennan bíl.

RAX ljósmyndari á tveggja sæta léttflugvél af gerðinni Kolb sem hægt er að fella vængina á og setja síðan flugvélina inn í kassa sem hann dregur hana á á bílnum. Hann hefur notað flugvélina á þennan hátt en mjög sjaldan.

Ég hef áratugum saman pælt í draumabíl/flugvélinni og komist að þeirri niðurstöðu að einfaldasta lausnins sé sú eina, það er, að bíllinn jafnt sem flugvélin sé knúinn af lokuðum loftskrúfum. Gallinn við slíkt er bara sá að í umferðinni verður loftknýrinn frá hreyflunum til vandræða fyrir aðra umferð. Vængina þarf að fella á þann hátt að bíllinn verði ekki breiðari en 2,50 metrar sem er hámarksbreidd á rútum.

Þá er eftir að geta einföldustu lausnarinnar sem er sú að kaupa sér vélknúna fallhlíf eða tauvæng, sem hægt er að setja í tösku og hafa í farangursgeymslu bílsins. Þegar maður þarf á því að halda að hoppa yfir torfæru eins og jökulfljót eða að stökkva upp á fjall, er hægt að taka "taufaxa" út úr bílnum, breiða á jörðina og hlaupa í loftið með hjálp af skrúfu hreyfilsins á bakinu.

Gallinn við þetta er sá að það má ekki vera mikill vindur, nokkuð sem er erfitt að eiga við á Íslandi.

Þá er eftir einn möguleiki, en hann er sá að kaupa sér vélhjól, sem ég fann í bók yfir vélhjól heims, og er 80sm langt, 50 sm hátt og 30 sm breitt og kemst því inn í fjögurra sæta flugvél.

Þegar lent er er mikill munur á því að vera kominn á steinaldarstigið á tveimur jafnfljótum eða að taka þetta örvélhjól út úr bílnum og þeysa af stað!

Þessi síðasti möguleiki er sá sem stendur næst hjá mér ef ég eignast einhvern tíma fé.


mbl.is Flogið yfir umferðarhnúta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Nú Danir hafa verið ansi lengi með reiðhjól með einhverskonar bensínmótor  sem snuðar og er feldur niður á framhjólið þegar á þarf að halda td. í brekkum (uppávið). En þessi væri sennilega ekki góður á Íslandi og alls ekki á grús með allt draslið sem þú dregur á eftir þér um allar trissur.

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 25.3.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér þóttu stórmerkileg reið-mótorhjólin sem ég sá marga á á spáni, sem barn. þetta voru litlar skellinöðrur með pedölum. þetta var í kring um 1975-6. fékk að sitja aftaná slikum fararskjóta hjá fararstjóranum, á costa brava sumarið 1976 og þótti stórmerkileg upplifun.

hvað þetta tíkarlega farartæki sem þú nefnir í log pistilsins. hve hratt kemst það?

Brjánn Guðjónsson, 25.3.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svar til Brjáns:

Fyrsta vélhjólið sem ég ók á sumarið 1955 var venjulegt reiðhjól sem var með lítinn hreyfil við framhjólið þar sem drifhjól hreyfilsins læstist utan um dekkið og knúði það þannig. Hægt var að losa þessi tengsl og hjóla á hjólinu með fótafli. Aðeins einn gír áfram.

Á ferð á Mallorca 1967 leigði ég mér svipað hjól fyrir skít og ekki neitt og fór um eyjuna á því daginn sem skemmtiferðaskipið Regina Maris lá þar í höfn. Ég fór í 17 daga ferð með skipinu sem skemmtikraftur og skemmtanastjóri.

"Tíkarlega farartækið" er hægt að sjá í þýska vélhjólaritinu Motorrad, þar sem eru upplýingar um öll helstu vélhjól sem framleidd eru í heiminum. Það hjól er aðeins 35 kíló að þyngd og mig minnir að það nái 45 km hraða, sem jafnframt er hámarkshraði svonefndra EU-hjóla sem njóta fríðinda af ýmsu tagi. Það er kannski ekki mikill hraði en þó tíu sinnum meiri hraði en gðnguhraði.

Því miður er ég á spítala fram eftir viku og lánaði dóttur minni og tengdasyni ritið því að þau eru mikið vélhjólafólk en ég get kannski á morgun beðið hana um að fletta þessu upp eða koma með það til mín. Fylgstu með athugasemdum mínum annað kvöld.

Sjálfur er ég snigill númer 200 of ef ég gæti veitt mér það að uppfylla gamlan draum vélhjólaáhugamanns myndi ég núna velja mér "roller"hjól sem heitir Adiva og er eina blæjuvélhjólið í bæklingnum. Blæjan er í hólfi á aftanverðu hjólinu og hægt að taka hana upp og tengja hana yfir höfði manns yfir í rúðuna, sem er nokkuð há á þessu hjóli.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

http://www.labicheaerospace.com/videos/FSC-1_convert.wmv hér sjáið þið eina útfærslu

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 -

Hér er önnur, en bara fyrir ríka og fræga fólkið

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband