29.3.2008 | 12:15
FRÁBÆRT SVÆÐI.
Landmannalaugasvæðið að vetrarlagi er gimsteinn sem allt of fáir hafa kynnst. Svæðið þolir mun meiri fjölda ferðamanna að vetrarlagi en nú ef þess er gætt að dreifa umferðinni. Þannig er afburða falleg leið inn að Langasjó, yfir að Sveinstindi og síðan til baka, - einnig inn í Jökulgil og upp í Hrafntinnusker.
Hlýnun loftslags hefur að vísu sett nokkurt strik í reikninginn undanfarna vetur en þetta svæði liggur svo hátt yfir sjó, að aukin úrkoma, jafnvel í hlýrra veðri en áður, verður að snjókomu og yfirleitt mikilli snjókomu. Þetta er venjulega eitthvert snjóþyngsta svæði landsins og getur verið þungamiðjan í sókn íslenskrar ferðaþjónustu í þann markhóp, sem þyrpist hundruðum þúsunda saman lengri vegalengd en til Íslands, þ.e. til Lapplands.
Tímabilið frá miðjum mars til byrjunar maí er besta ferðatímabilið. Sólargangur er orðinn langur og veður og vindar skaplegri en um miðjan vetur.
Blíðviðri á hálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott innlegg, hef aldrei komið að Landmannalaumum að vetarlagi. Þetta blogg fær mig til þess að gera það. Fjölmiðlar ættu að nýta Ómar til þess að kynna okkur betur fyrir Íslandi að sumarlagi sem vetarlagi.
Sigurður Þorsteinsson, 29.3.2008 kl. 12:56
Hef verið þarna að vetrarlagi og það er stórkostlegt að vera þarna þá. Oft myndast þarna miklir kuldapollar og frost þá -15 til -25 gráður og er tilkomumikið að fylgjast með hvernig gufan frá heita læknum hlykkjast um svæðið.
Pétur Kristinsson, 30.3.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.