"MEÐ TVÆR Á MILLI SÍN."

Fréttin um kvennamál Paul McCartney minnir á ummæli eins af hljómlistarmönnum í Reykjavík hér fyrr á árum, sem þótti oft komast einkennilega að orði. Hann sagði til dæmis um kvennamál eins þekkts Reykvíkings: "Hann er að þessu bara fyrir framan alla. Í gær sá ég hann á gangi í Austurstræti með tvær á milli sín."
mbl.is Með þrjár í takinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Kannski betra en að vera einn í hóp. 

Marinó Már Marinósson, 8.4.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Góður

Þóra Guðmundsdóttir, 8.4.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Jens Guð

  Nú varð mér á að hlægja.  Jafnframt rifjaðist upp spjall við Þorgeir Þorgeirsson rithöfund á einhverri útvarpsstöðinni.  Hann sagðist vera svo einrænn að þegar þau hjón væri saman á ferðalögum erlendis þá þætti honum stundum sem of fjölmennt væri í ferðinni. 

Jens Guð, 9.4.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Já kannski betra að vera einn eða í smærri hópum eins og einn okkar leikara komst að orði.

Guðjón Þór Þórarinsson, 9.4.2008 kl. 07:11

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Man eftir fréttamanni í sjónvarpinu, sem var að lýsa hlaupi í Kreppu, sem var að grafa undan brúnni. 

Hann var svolítið ör og óðamála þegar hann sagði:  "....og hér má glöggt sjá hvernig brúin rennur sitthvoru megin við ána og er farin að éta undan stöplunum".

Benedikt V. Warén, 10.4.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband