MARADONA-LYKT.

Markið, sem Theo Walcott lagði upp á svo glæsilegan hátt í leik Liverpool og Arsenal í gærkvöldi er eitt af því sem getur fengið mann til að stelast til að horfa á góða knattspyrnuleiki. Einleikur hans utan frá eigin vítateig upp allan völlinn minnti pínulítið á flottasta sóló knattspyrnusögunnar hjá Maradona á sínum tíma.

Það sem gladdi mig mest í einleik hans var hvernig hann hljóp upp eða stökk upp úr einni tæklingunni og hélt áfram á fullri ferð. Allt of oft skemma knattspyrnumenn flæði í leikjum með því að láta tækla sig þannig að þeir detti og fái dæmda aukaspyrnu.

Hér í gamla daga var Elmar Geirsson snillingur í á stökkva upp úr tæklingum eins og grindahlaupari, jafnvel hverri á fætur annarri.

Tengdasonur minn er gríðarlegur Arsenal-aðdáandi og ég hef glatt hann með því að hafa ekki rifið Arsenalmerki úr glugga á 35 ára gömlum jöklabíl, sem ég á og hef tilbúinn til tafarlausrar jöklafarar ef ég þyrfti að fara á fjöll með mannskap með mér.

Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í einhverjum stuðningsmannahóp ensks knattspyrnuliðs en er svo hrifinn af laginu "You never walk alone" að ef gengið er á mig nefni ég Liverpool. Og ekki skemmir að það er bítlaborgin.

En það var Arsenal-mark sem gladdi mig mest í gærkvöldi, því get ég ekki neitað.


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Markið var óneitanlega glæsilegt og hélt ég að þetta væri búið eftir það og að mínir menn í Liverpool sætu eftir með sárt ennið.

En dramað var sko heldur betur ekki búið og brosti ég allan hringinn þegar að leik lauk. 

Neddi, 9.4.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Að sönnu stórglæsileg spilamennska þarna hjá Walcott. Mér finnst sá munur einn vera á þessu og frægum spretti Maradona, að Maradona skoraði mark sjálfur úr spretti sínum, mark sem leiddi til sigurs. Því miður fyrir Walcott og Arsenal reyndist árangurinn af spretti Walcotts enginn þegar upp var staðið. Svona er knattspyrnan. Mark og mark er ekki það sama. Sem Tottenham-maður græt ég þó ekki úrslit umrædds leiks.

Friðrik Þór Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...Maradona átti víst góðan sprett, en markið góða var skorað með hendi. Það er ekki sama mark og Mark.

Páll Geir Bjarnason, 10.4.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nei, nei, sprett-markið umrædda var ekki "hendi Guðs"-markið. Það var hitt mark Maradona í sama leik.

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.4.2008 kl. 02:32

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

...my bad. Það er satt. Man það núna.

Páll Geir Bjarnason, 10.4.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband