15.4.2008 | 08:43
"Gef oss í dag..."
Eina setningin í Faðirvorinu um efnisleg verðmæti er: "Gef oss í dag vort daglegt brauð." En nú hefur hegðun mannsins gert það að verkum að æ erfiðara verður að uppfylla þessa einföldu ósk. Í bandarísku vísindatímariti las ég nýlega úttekt á helstu möguleikum til að framleiða minna mengandi orkugjafa og var etanól ofarlega á blaði.
Niðurstaða blaðsins var hins vegar sú að ef slík framleiðsla ætti að ná einhverjum árangri yrði að fórna undir hana gríðarlega miklu landi, sem í Bandaríkjunum einum myndi samsvara heilu ríkjunum. Með því yrði tekið land frá matvælaframleiðslu og afleiðingarnar yrðu matarskortur og snarhækkandi matvælaverð.
Af þessu sjáum við að orsakasamhengi hlutanna getur oft verið flókið og ófyrirséð og að afleiðingar orkusóunar koma víða fram.
Nú eru Bandaríkjamenn og Frakkar fyrstu þjóðirnar til að láta eitthvað af hendi rakna til hjálpar hinum fátæku, hungruðu þjóðum, Það er góðra gjalda vert en upphæðirnar eru örlítið smábrot af þeim fjárhæðum sem einkum þessar þjóðir og aðrar vestrænanar þjóðir eyða í að styrkja landbúnað sinn og eyðileggja með því möguleika suðrænna og fátækari þjóða til að nýta landkosti sína á eðlilegan hátt.
Á sama tíma og vestrænar þjóðir hamra á nauðsyn verslunarfrelsis og afnámi hafta og styrkja viðhalda þær höftum og styrkjum í landbúnaði.
Þetta atriði er líkast til mesta ranglæti heimsins þegar grannt er skoðað.
Fjármálaráðherrar í áfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á Íslandi er nóg til af rafmagni og jarðvarma, sem er kjörinn til að nota til matvælaframleiðslu. Það er hægt að rækta nánast hvað grænmeti og ávexti sem er, á Íslandi með því að notast við rafmagn og heitt vatn. Hvort sem er á ökrum eða í gróðurhúsum.
Það skýtur því skökku við þegar að forstjórar verslannakeðja tala um að frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum myndi lækka vöruverð á Íslandi. Eru þessir menn ekkert að fylgjast með markaðnum? Öll matvara í heiminum er að hækka, vegna þess að það eru ekki framleidd næg matvæli í heiminum og einnig að neysla hefur stóraukist. Forstjórarnir eru aðeins að hugsa um það að útrýma íslenskum landbúnaði til þess að sitja einir að innflutningi á matvörum á Íslandi.
Núna er kjörið tækifæri fyrir Húsvíkinga að leggja áform um álbræðslu á Húsavík í salt og í staðin að byggja upp matvælaiðnað með þeirri orku og á sama verði og þeir ætluðu að sela ALCOA . Reisa gróðurhús og gróðurskýli, hita upp með heitu vatni og lýsa upp með rafmagni. 100% vistvænt.
Eftirspurn eftir vistvænum matvælum er vaxandi á hverrju ári, eða sem nemur 10-15% aukningu á ári. Grænmeti og ávextir ræktað í gróðuhúsum, lýst upp með vistvænu rafmagni( gufuaflsvirkjun eða vatnsaflsvirkjun) og hituð upp með heitu vatni er það sem íslenskir bændur geta vel framleitt og einnig selt til annara landa.Næg eftirspurn er eftir vistvænum vörum út um allan heim, því eru þær dýrari en aðrar vörur. Ekki er verra að fá meira fyrir afurðirnar. Vatn til vökvunnar er hreint og náttúrulegt . Það er verið að flytja grænmeti og ávexti á hverjum degi til Íslands. Það væri hægt að flytja það út á hverjum degi. Eru stórmarkaðir í Danmörku (Magasin du Nor) og Englandi (Iceland) ekki í eigu Íslendinga?
Það er hægt að lækka matarverð á íslandi umtalsvert strax á morgun ef menn vilja, með því að lækka raforku til bænda. Líta þarf á matvælaframleiðslu sem stóriðnað og bjóða bændum upp á sambærileg kjör og stóriðja, enda á landbúnaðarframleiðsla á landinu að vera stóriðja. Í dag er garðyrkjubóndi að greiða 2 til 2.5 milljón á mánuði í rafmagn, með öðrum orðu, íslenskur bóndinn er að greiða sama verð fyrir rafmagnið og venjulegt heimili.
Með því að fella niður öll innflutningsgjöld og tolla af tækjum, fóðri og fræjum til landbúnaðar myndi lækka innlendar framleiðsluvörur enn frekar.
Íslenskir neytendur verða að láta í sér heyra og skora í ráðamenn að lækka álögur á landbúnað tafarlaust .
IHG
Ingvar H guðmundsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 12:38
"... og fyrirgef oss vorar skuldir". Við erum skuldug mót landinu sem við búum á, einungis búin að búa hér í um það bil 1134 ár og þegar búin að umvenda landslagi, svo mikið, skapa gróðureyðingu og fara illa með að ég efast um að landnámsmennirnir myndu þekkja sig hér lengur. Líklega fyrir löngu kominn tími til að bjarga því sem bjarga má, leggja fjármuni í aukna landgræðslu, stoppa síaukna mengunina og láta okkur annt um landið sem er okkar og komandi kynslóða.
Baldur Gautur Baldursson, 15.4.2008 kl. 16:27
Tek undir þetta, Baldur Gautur. Að vísu má fyrirgefa þeim kynslóðum sem ýmist gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna eða áttu einskis annars úrkosti í hallærum.
Öðru máli gildir um það fólk sem búið hefur í landinu síðustu 70 ár.
Ómar Ragnarsson, 15.4.2008 kl. 18:59
Uppáhalds sjónvarpsefni mitt frá barnsaldri hafa verið fræðslu og vísindaefni. "Nýjasta tækni og vísindi" með Örnólfi Thorlacius var í svo miklu uppáhaldi hjá mér að ég hermdi meira að segja eftir Örnólfi þegar ég var unglingur.
Nú bregður svo við að engu er að treysta lengur. Vísindi eru ekki alltaf vísindi, og hafa auðvitað aldrei verið. Það er nefnilega slatti af fólki sem hefur lifibrauð sitt af því að framleiða "fræðsluefni" og hvað selur betur en dramatík?
Í dag, þegar ég les vísindatímarit þá geri ég það með allt öðru hugarfari en er "Úngur ég var" (Laxnes- ....til öryggis ) Það sem gefið er út fyrir almenning er að stórum hluta söluvara en ekki vísindefni.
Og varðandi þróunaraðstoð Ómar, þá er bein fjárhags og matvælaaðstoð, aðstoð án þróunar. Ekki þróunaraðstoð. Þá er ég að sjálfsögðu ekki að tala um neyðaraðstoð.
Hugmyndir þínar um sölu á raforku til bænda á sömu kjörum og til stóriðju byggjast á misskilningi Ingvar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.4.2008 kl. 18:59
"...Þá var Ísland fjölda manna nógu stórt og nógu ríkt.
Þá unnu menn landinu, en vissu það ekki. Nú þykjast fleiri unna því en gera það.
Nú eru allar kynjasögur um óbyggðirnar dauðar; traust á vaxandi þekkingu og nýr hugsunarháttur hefir ráðið þær af dögum. Þannig fara allar kynjasögur á endanum, hversu heilagar sem þær hafa verið haldnar á sinni tíð. Andagift feðranna úreldist. ..."
--- Heiðarbýlið, e. Jón Trausta, I Barnið, inngangur.
Baldur Fjölnisson, 15.4.2008 kl. 19:13
Maður þarf greinilega að fara að lesa Jón trausta.
Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.