Guðni rektor og framúrkeyrslan.

Mér hefur verið sagt að á þeim árum sem Guðni Guðmundsson, hinn svipmikli og skemmtilegi rektor, réði ríkjum í M.R., hafi hann jafnan lagt á það mikla áherslu að fara aldrei fram úr fjárheimildum og helst að skila afgangi.
Afleiðingin hafi hins vegar orðið sú að fjárveitingar til skólans hafi verið minnkaðar í stað þess að verðlauna Guðna fyrir löghlýðni sína og staðfestu. Honum og skólanum var refsað en ekki umbunað.

Á sama tíma virtust aðrir, sem fóru aftur og aftur fram úr heimildum, vera verðlaunaðir fyrir það með hækkuðum fjárframlögum.

Auðvitað er þetta ekki svona einfalt og stundum virðist augljóst að fjárveitingavaldið hefur ekki gert sér grein fyrir raunverulegri fjárþörf tiltekinnar starfsemi. En sagan af Guðna og hinum, sem þurftu á fé frá ríkisvaldinu að halda, vekur mann samt til umhugsunar.

Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það sem maður sem maður hefur stundum heyrt af munni þeirra sem með fjármál stofnana fara: "Blessuð verið þið, við fáum ekkert út úr því að halda okkur innan við fjárheimildir."


mbl.is Algerlega ólíðandi framúrkeyrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er það ekki alþekkt að götur hafa verið rifnar upp, lagaðar til og malbikaðar því það þurfti að klára budgetið? Annars kæmi minni peningur næst.

Villi Asgeirsson, 16.4.2008 kl. 06:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er líklega rétt og nú man ég eftir því hvernig þetta var á Keflavíkurflugvelli þegar kaninn var þar ennþá og allra bragða var neytt til að klára fjárveitingar í botn.

Ómar Ragnarsson, 16.4.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband