18.4.2008 | 08:54
Topp flytjendur.
Ég hef unnið bæði með Friðriki Ómari og Regínu Ósk og ég held að sjaldan hafi ég unnið með jafn miklu hæfileikafólki og þeim. Þau eru ekki aðeins topp söngvarar heldur prófessjónal fram í fingurgóma, svo að maður sletti nú einu sinni. Friðrik Ómar er er einhver músíkalskasti tónlistarmaður sem ég hef unnið með. Það verður gaman að fylgjast með þeim.
Ég hef það mikla trú á þeim að ég held að það eina sem þau þurfi að varast sé að vera ekki of spennt eða ofkeyra sig. Þau eiga að geta gert þetta svo vel án þess að rembast að ég myndi ráðleggja þeim að leggja höfuðáhersluna á að hafa gaman af þessu en vanda sig þó auðvitað eftir föngum.
Síðan er ekki ónýtt að hafa reynsluboltann Grétar Örvarsson nálægt sér. Þar er enn einn þátttakandinn sem ég hef unnið með og er í fremstu röð. Árangur hans í keppninni fyrr á árum segir allt sem segja þarf.
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er bara að bíða eftir að bloggheimurinn fyllist af færslum sem argast út í fyrrverandi austantjaldsþjóðir sem gefa bara hvorri annari stig og láta eins og við séum ekki til. Það er vonandi að við komumst þó í gegn um forkeppnina í þetta sinn.
Villi Asgeirsson, 18.4.2008 kl. 10:31
Ég spái þeim á topp 5 í lokakeppninni
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 14:48
Verum samt ekki of bjartsýn, einu sinni enn. Lagið sem gengur undir nafninu "Volare" og fleiri slík lög komust ekki á toppinn í Evróvision á sínum tíma en urðu þó þekktustu lögin í keppninni síðar meir.
Ómar Ragnarsson, 18.4.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.