Ótrúlegur leiðari Moggans.

Í tæp sextíu ár hef ég fylgst með leiðaraskrifum Morgunblaðsins og í nánast allan þennan tíma hefur verið hægt að treysta því að blaðið styddi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gegnum þykkt og þunnt. Eina undantekningin sem ég man eftir var þegar Matthías Jóhannessen gagnrýndi fyrirkomulag vígsluhátíðar ráðhússins og fyrir það refsaði Davíð honum með því að láta fjarlægja ljóð Matthíasar úr glugga í húsinu.

Ég reikna með að fylgisspekt Moggans við Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafi verið alger fyrir mína tíð og þar með var tími þessarar órofa tryggðar minnsta kosti hátt í átta áratugir.

Ég hefði bölvað mér upp á það að einhvern tíma myndi ég lesa eftirfarandi orð, sem ég tek úr leiðara blaðsins í dag um borgarfulltrúa D-listans: "...geta ekki verið þektkir fyrir það stefnuleysi og hringlandahátt...."..."ótrúlegt stefnuleysi og dómgreindarleysi...", "...stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra, sem þarna ráða ferðinni. Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt slíka lágkúru."

Í leiðaranum er fullyrt að "niðurlæging borgarstjórnarflokksin er farin að hafa áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins í landsmálum" og flokksforystan hvött til að taka í taumana. "Það er nóg komið af þessari endemis vitleysu" segir í lok leiðarans.

Það er almenn viðurkennt að REI-klúðrið allt eins og það var kallað á sínum tíma var ótrúlegur farsi og tvenn meirihlutaskipti í borginni á 100 dögum bættu ekki úr skák.

Ég nota orðið ótrúlegur um leiðara Moggans ekki til að leggja dóm á hann í sjálfu sér heldur til að vekja athygli á því að REI-klúðrið, sem var valið mál ársins 2007, virðist geta blossað upp að nýju á þann hátt að rofin sé með öllu nær 80 ára hefð órjúfandi stuðnings Morgunblaðsins við D-listann í Reykjavík.


mbl.is Segir hringalandahátt setja orkuútrásina í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Er það nokkur furða að ritstjóranum blöskri? Það er hreinlega með ólíkindum hvað stærsta stjórnmálaflokki landsins hefur tekist illa til að finna hæft fólk til að sitja í borgarstjórn. Maður bíður milli vonar og ótta að sjá hverju verður tjaldað til eftir 2 ár...

Sigurður Hrellir, 18.4.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ég held Sigurður að þetta sé ekki spurning um fólk. Miklu frekar endalaust drullumix sem engin kemur hreinn út úr.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 18.4.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Batnandi blöðum er bezt að lifa.

Annars vissi ég af ljóðamálinu. Voðalega virðist Davíð vera mikill fýlupoki. 

Villi Asgeirsson, 18.4.2008 kl. 05:47

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Já, líklegast er þetta forarpyttur sem fæstir sleppa úr með hreint mannorð. Það eru hugsanlega of margir húsbóndar sem þarf að þjóna, bæði kjósendur, hagsmunir flokksins og fjárhagslegir stuðningsmenn. Svo er þetta fólk aðeins of ungt. Það vantar lífsreynslu.

Sigurður Hrellir, 18.4.2008 kl. 08:18

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það vantar "ekki" að ofan. Ég vissi ekki af ljóðamálinu. En um Sjallana er það að segja að þeir hafa verið of lengi við völd. Venjist maður því að hafa valdið, er það næstum óhjákvæmilegt að það stígi manni til höfuðs og maður spillist af því. Einhver sagði að því lengur sem sami aðili væri við völd, því meiri skít þyrfti sá næsti að stinga út.

Villi Asgeirsson, 18.4.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband