Gas!!! Gas!!! Gas!!! - Hvílík mistök.

Ég ætla að bíða og kynna mér atburði morgunsins. Eitt er þó ljóst í mínum huga: Myndskeiðið af sérsveitarmanninnum úðandi piparúðanum sem öskrar "gas!! Gas!! Gas!!! með andlit, sem virðist afmyndað af heift og bræði er dæmalaust í íslenskri sjónvarpssögu og einhver klaufalegustu mistök í starfi sem ég hef séð lengi. Ef yfirmenn mannsins hafa kennt honum að gera þetta svona sýnir það vanþekkingu á sálrænum áhrifum hegðunar í vandasömu starfi.

Það virðist hafa gleymst að svona öskur hafa varla sést og heyrst síðan Hitler var upp á sig besta og þau hvorki heyrast né sjást í bíómyndum nema viðkomandi sé viti sínu fjær af grimmdaræði, bræði eða hræðslu. Vel kann að vera að lögreglumaðurinn hafi hvorki verið æstur, hræddur né grimmur, heldur aðeins að reyna að aðvara fólk. En hann einn er til frásagnar um það.

Allir sem sjá þetta myndskeið eru minntir á hliðstæður þar sem viðkomandi voru svo sannarlega ekki í jafnvægi. Svona öskur sjást og heyrast helst þegar hermenn gera árás tilbúnir að drepa, ekki borgaraleg lögregla sem á að vera öryggisverndari fólksins.

Síðan þessi ofangreindu orð voru rituð sést að útskrifarnemendur hafa komið á staðinn í nasistabúningum og skynjað það sem ég er að segja.

Það á að vera hægt að vara fólk við gasúðun með því að hrópa hátt en þó án þess að öskra eins og villidýr. Sérsveitarmenn eiga að vera þrautþjálfaðir menn og búa yfir meiri yfirvegun en gengur og gerist. Vonandi fór ekki fleira úrskeiðis í morgun en þetta.  


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég sá þessa löggu þá hugsaði ég að hún væri gersamlega kolgeggjuð; þessi maður varpaði skömm á alla löggæslu í landinu og faktískt ætti að láta svona skapofsagórillu fara úr starfi

DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:58

2 identicon

Ég las nú út úr þessum öskrum mannsins að hann væri að reyna að aðvara fólk til að það færi þannig að hann þyrfti ekki að sprauta gasinu.

Ég sé ekkert athugavert við þetta.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:03

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ég tek undir með þér Ómar, ég held þú ættir að kynna þér betur atburði morgunsins. 

Þessi tjáning lögreglumannsins er hluti af aðferðafræði sem þeim er kennd við þessar aðstæður og hefur í raun ekkert með það að gera hvernig hann er stemmdur á þessu augnabliki.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.4.2008 kl. 13:04

4 identicon

Var ég semsagt sá eini sem hneikslaðist á manninum sem henti hnefastórum grjóthnullung í andlitið á lögreglumanninum? Gæti valdið töluvert varanlegri skaða en skammtur af táragasi...

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Tómas Þráinsson

Grjótkastið var nú reyndar viðbrögð við táragasnotkuninni, ekki öfugt. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta grjótkastið, en stundum þarf nú lögreglan að halda aftur af sér, en ekki vaða af stað með svona ofbeldi eins og gasnotkunin er óneitanlega.

Tómas Þráinsson, 23.4.2008 kl. 13:07

6 Smámynd: Sævar Helgason

Það hlaut að koma til þess að löggæslan gripi inní þegar mótmæli þessara verktaka á stórubílunum færu út fyrir þau mörk sem sett hafa verið í hverju tilviki þessara mótmæla.

Ég ber fullt traust til löggæslunnar . 

Nú er mikilvægt að almenningur haldi ró sinni.

Sævar Helgason, 23.4.2008 kl. 13:15

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir sprauta gasi á nokkra menn, einhver kastar grjóti á móti - enda kann sá ekki önnur svör.

Hve langt gengur þetta?  Ja, því meira mótlæti sem þeir fá, þessir ökumenn, því þrjóskari verða þeir, virðist vera.

Já, þessi aðferðafræði sem er sögð vera kennd: hún er röng. 

Ásgrímur Hartmannsson, 23.4.2008 kl. 13:20

8 identicon

Þetta er rétt hjá Sigurði, þetta er eins og þeir gera þeir vaða inn í hús, gera sér upp heift og bræði til að "sjokkera" sem mest. Þetta er bara tækni.

Arngrímur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hvorir ætli hafi tapað meiru af stuðningi almennings í dag, atvinnubílstjórar eða lögreglan og valdboðarar hennar?

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2008 kl. 13:46

10 identicon

Sigurður. Af bloggunum að dæma, og það endurspeglar auðvitað ekki nema lítinn hluta þjóðarinnar, þá virðast bílstjórarnir hafa tapað meiru af stuðningi almennings.

Myndbandið af bílstjórunum að berjast við lögregluna sem verður til að lögreglan notar táragasið og svo myndbandið þegar lögreglumaðurinn fær steininn í andlitið eru auðvitað mjög slæm fyrir bílstjórana. Þeir koma út eins og algjörir villimenn.

Öll samúð mín með þessum mönnum hvarf í dag.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:07

11 Smámynd: Ibba Sig.

Hröð yfirferð mín yfir bloggið bendir til þess að löggan sé að fara halloka.

Ibba Sig., 23.4.2008 kl. 14:18

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rétt Ómar, þessi froðufellandi lögreglumaður var skelfileg sjón, það er hann sem á að "vernda" borgarana.

Annars finnst mér eftirtektarvert hversu margir eru hlyntir lögregluofbeldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 14:28

13 identicon

Mér virðist á þessu myndskeiði að maðurinn sé hræddur. Spurning hvort hann er hræddur um eigið öryggi eða um að meiða einhvern. Hitt er alveg rétt að þessi öskurtækni sem yfirvaldið virðist hafa lært á námskeiðunum sem það sótti í USA er náttúrlega bara hlægileg, enda ættuð frá Kananum.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:35

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef verið gagnrýninn á of harkalegar og stundum afar ósmekklegar aðgerðir bílstjóranna eins og til dæmis í gær. En ég spái því að myndskeiðið sem ég er að tala um, án skýringa, en með fullu hljóði, eigi eftir að lifa öll önnur myndskeið af um þennan atburð. Eins og orðtakið segir: Ein mynd segir meira en þúsund orð.

Ómar Ragnarsson, 23.4.2008 kl. 14:38

15 identicon

Það eru nokkur atriði sem fólk þarf að hafa á hreinu.

 Í fyrsta lagi þá fer Lögregla með vald á vettvangi og Lögregla má með engu móti láta það líðast að ekki sé farið eftir þeirra skipunum, hvað þá að ráðist sé á þá (Það sem mótmælendur kalla "stuðning")

Í öðru lagi þá setur Lögreglan sitt eigið öryggi í fyrsta sæti að sjálfsögðu án þess þó að gefa eftir. Þess vegna ganga þeir kröftuglega fram og með úða og reyna að komast hjá því að beita beinu ofbeldi.

Mér hefur sýnst að lögregla hafi ekki beitt meiru ofbeldi heldur en þeir voru neyddir til.

Hallbjörn Magnússon (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:53

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Ómar,  góð svör hjá þér Jón Grétar.

Merkilegt hvað margir styðja lögregluofbeldi.. skyldi það vera fólkið sem fer aldrei út ?

Óskar Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 15:11

17 identicon

Það má vel vera að vera þeirra hafi myndað spennu, en hvað áttu þeir að gera, fara heim ?

Eins og sést greinilega á upptökum frá því þegar fyrstu átökin urðu þá voru bílstjórar og stuðningsmenn þeirra ósáttir við að Lögreglan hleypti þeim ekki að bílnum sem lögreglan var búin að gera upptækan. Þeir máttu alveg vera ósáttir en þeir hafa enga ástæðu samt til að ráðast á Lögregluna. Ábyrgðin verður ekki sett á lögregluna, alla vega ekki í þessu tilviki.

Varðandi annað sem þú segir Jón Grétar um hræðslu almennings við lögreglu niðrí bæ um helgar, þá er það sorglegt en staðreynd að Lögreglan þorir einfaldlega ekki sjálf niður í bæ nema þá að vera í stórum hóp og tilbúin hverju sem er. Er það kannski líka lögreglunni að kenna ? Það sýndi sig bara núna í vetur að hræðsla Löggunar er á rökum reist. Ekki tek ég það í mál að vera í hættu á að vera laminn vegna vinnunnar minnar. Það er í raun merkilegt að nokkur fáist til þessara starfa.

Hallbjörn Magnússon (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:16

18 identicon

Það er greinilegt að þú, Jón Grétar, ert mikið í nöp við lögreglu landsins sem er ekki nógu gott.

 Hvað hefði nú gerst ef þeir hefðu mætt "óvopnaðir" eins og þú segir á svæðið? Ættu þeir bara að hvísla "skamm, skamm, allir heim" eða hvað?

Þú ættir kannski að skrifa greinargerð um hvernig lögreglan á að haga sér í einu og öllu, mér sýnist þú vera með þetta á hreinu. 

Nú sækir þú um í lögregluskólanum næst og sýnir okkur hvernig á að gera þetta.

Siggi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:19

19 Smámynd: Hallbjörn Magnússon

Það má vel vera að vera þeirra hafi myndað spennu, en hvað áttu þeir að gera, fara heim ?

Eins og sést greinilega á upptökum frá því þegar fyrstu átökin urðu þá voru bílstjórar og stuðningsmenn þeirra ósáttir við að Lögreglan hleypti þeim ekki að bílnum sem lögreglan var búin að gera upptækan. Þeir máttu alveg vera ósáttir en þeir hafa enga ástæðu samt til að ráðast á Lögregluna. Ábyrgðin verður ekki sett á lögregluna, alla vega ekki í þessu tilviki.

Varðandi annað sem þú segir Jón Grétar um hræðslu almennings við lögreglu niðrí bæ um helgar, þá er það sorglegt en staðreynd að Lögreglan þorir einfaldlega ekki sjálf niður í bæ nema þá að vera í stórum hóp og tilbúin hverju sem er. Er það kannski líka lögreglunni að kenna ? Það sýndi sig bara núna í vetur að hræðsla Löggunar er á rökum reist. Ekki tek ég það í mál að vera í hættu á að vera laminn vegna vinnunnar minnar. Það er í raun merkilegt að nokkur fáist til þessara starfa.

Hallbjörn Magnússon, 23.4.2008 kl. 15:29

20 Smámynd: Einar Þór Strand

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn að stjórn yfirmanna lögreglunnar á vettvangi (eða kom skipunin að ofan) varð til þess að gera illt verra og þegar það kemur fyrir og er eins klaufalegt og í morgunn þá verður að skoða málið og áminna viðkomandi og jafnvel lækka hann tímabundið í tign, en hafi skipunin komið að ofan þá á sá sem gaf hana að segja af sér.  Aðgerðir lögreglunar í morgunn lengdu lokun suðurlandsvegar um ca 5 klukkusundir og hleyptu illu blóði í marga og ég óttast að við séum ekki búnir að bíta úr nálinni með það.

Ég vona að menn sjái aðsér og ráðamenn taki á þeim ólögum sem sett hafa verið að atvinnubílstjóra og komu frá Brussel.

Einar Þór Strand, 23.4.2008 kl. 17:32

21 identicon

Ja, ég er að læra kínversku í HÍ og kennari minn, sem er frá Innri Móngólíu, segist vera öruggari í Kína heldur en á Íslandi. Ég vil sjálf frekar búa í Kína heldur en á Íslandi. Ef svona hálfvitaskapur fyrirfinnst á báða bóga hér á landi...þá vil ég flytja.

Tang Wan (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:36

22 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sammála því að það virkar ekki sérlega aðlaðandi að sjá öskrandi sérsveitarmann. Held þó að það sé rétt sem margir hafa sagt að þetta sé hluti af aðferðafræðinni, lögreglan verður að vera afgerandi og þarna voru átök sem gátu orðið alvarleg. Ég ætla því ekki að dæma lögregluna hart fyrir framgöngu sína í þessu máli.

Sem meintur atvinnumótmælandi til nokkurra ára verð ég þó að segja að á mótmælum bílstjóranna er talsverður byrjendabragur. Eins og ég er nú hrifinn af því að fólk fái að láta skoðanir sínar í ljós með mótmælum af ýmsu tagi þá er mér ekki sama um hvernig það er gert.

Í fyrsta lagi er ekki ljóst hverju er verið að mótmæla, í öðru lagi verður almenningur fyrir skaða af mótmælunum sem bílstjórarnir ættu að reyna að fá í lið með sér og í þriðja lagi hafa mótmælendur freistast til að beita ofbeldi sem er aldrei líklegt til vinsælda eða viðurkenningar. Ég verð því eiginlega að mótmæla svona mótmælum!

Legg til að bílstjórar skoði aðferðir náttúruverndarsinna og e.t.v. enn frekar aðferðir samkynhneigðra til að vekja athygli á sjónarmiðum sínum. En fyrst ættu þeir samt að reyna að skerpa á málstaðnum.

Finnst svo Ómar að þetta eggja- og grjótkast hafi tekið athyglina frá miklu merkilegra máli sem er gríðarleg aukning á losun gróðurhúsalofttegunda og mögulegir eftirmálar þess. Sjá á http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/516884/

Dofri Hermannsson, 23.4.2008 kl. 17:58

23 Smámynd: halkatla

mér leist ekki á blikuna þegar ég sá þetta, og hafði ég þó mjög lítið álit á löggunni fyrir, því miður. Ég er samt ekki aðdáandi þessara mótmæla en ofsinn gegn þeim var bara alltof mikill.

halkatla, 23.4.2008 kl. 19:26

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Blogg mitt er vinsamleg ábending til lögreglunnar sem vissulega er mikill vandi á höndum. Maður gerir meiri kröfu til atvinnumanna en venjulegra borgara um æfð og skynsamleg vinnubrögð.

Framganga lögreglunnar hefði verið skynsamlegri ef til dæmis einn lögreglumaður hefði haft það hlutverk að kalla í gjallarhorni yfir svæðið að nú væri notkun gassins hafin. Eða þá að tilkynningin úr munni lögreglumannsins hefði verið hrópuð en ekki öskruð eins og úr barka villimanns.

Ómar Ragnarsson, 23.4.2008 kl. 19:48

25 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Mér datt nú bara í hug einhver bíómynd ein og the pianist......eða einhver álíka. Ég er ekki alveg að nenna að taka þátt í með eða á móti núna..........Harkalegar aðgerðir hjá lögreglu.....múgæsing hjá bílstjórum......ALLT Í KLESSU!!!!!!! Úff!!!! Ég verð þunglynd.....Slökkti á sjónvarpinu og gat ekki horft á meira enda meðvirk í meira lagi. Flottur pistill og mikill heiður að hafa þig sem bloggvin........eitt af elstu átrúnaðargoðum mínum......Vertu áfram svona svalur

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 23.4.2008 kl. 20:16

26 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvað hefði skeð ef lögreglan hefði skotvopn eins og þessi "Gas"alegi lögreglumaður úff

Sævar Einarsson, 23.4.2008 kl. 20:20

27 identicon

Ég ætla að standa upp til varnar lögreglumanninum sem notaði röddina á þennan hátt.  Í fyrsta lagi verða svona öskur til að vara mannfjöldan við og jafnvel slá hann útaf laginu þannig að síður kemur til beitingar úðavopna.  Í öðru lagi þá verða menn sem verða fyrir gasárás oft ráðvilltir og ofsahræddir og því eru svona endurtekin köll til þess fallin að fá menn, sem hafa orðið fyrir gasinu, til að halda áttum um það hvað er að gerast.  Grjótkast að lögreglu er auðvitað aldrei réttlætanleg viðbrögð jafnvel þótt lögregla fari offari.

Hafandi sagt þetta, og hafandi horft á fréttamyndir af vettvangi, þá velti ég því fyrir mér hvers vegna lögreglan leyfði ekki vörubílstjórum að komast í bílana og færa þá á brott.  Það mun þó hafa verið upphaflegur tilgangur aðgerða lögreglu ef marka má orð varalögreglustjóra.

Hafandi enn sagt þetta þá er það auðvitað starf lögreglunnar að hafa afskipti af lögbrotum og grípa til aðgerða til að halda uppi allsherjarreglu.   Lögreglunni er því nokkur vandi á höndum og erfitt getur verið að stjórnast af kaldri skynsemi og í anda meðalhófsreglna þegar hitnað hefur í kolunum.  En þá kröfu verður samt að gera til lögreglumanna.

Ég hef lært að treysta ekki alltaf eigin dómgreind varðandi svona atburði.  Ég reyni því að fylgjast með viðbrögðum eiginkonu minnar við þessum sjónvarpsmyndum enda er hún mér margfalt skynsamari.  Skemmst er frá því að segja að henni óaði við framgöngu lögreglumannanna.  Hún veit þó eins og ég að þeir eru hinir vænstu menn enda áttum við kunningja jafnt í hópi lögreglumannanna og bílstjóranna.

Hreiðar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:50

28 identicon

Sæll Ómar.

Sé að þeir sem leggja inn athugasemdir eru strax farir að skipa sér í fylkingar með eða á móti.

Verð að taka undir með þér að það var ekki fallega sjón að sjá þessara aðfarir.

Einhverjir vilja meina að þjálfun lögreglumanna sé með þeim hætti  að þeim séu kennd ákveðin vinnubrögð sem eigi að viðhafa við svona aðstæður. Það sem hins vegar stakk mig í augun var að viðkomandi táragasúðari sem hrópaði  hvað mest sást á öðru myndskeiði þar sem hann úðar yfir axlir félaga sinna, beint á hópinn og glottir eða brosir svo á eftir. Þetta myndskeið þykir mér sanna að vinnubrögðin voru ekki eðlileg, hvað sem yfirlögregluþjónn segir. Eins gat ég ekki betur sé en að einn þeirra sem búið var að snúna niður til handtöku væri með blóðugan hnakka og áverka sem reyndar gæti verið eftir hvað sem sem en fyrsta hugsun var að þarna hefði verið beit barefli. 

Um aðrar aðgerðir er fátt að segja nema að maður vonar bara að bílstórar láti nú gott heita í bili og sýni ábyrgð. Hvort biðlund þeirra mun bresta síðar er ekki gott að segja en svona uppákoma er ekki neinum, hvorki bílstjórum, lögreglu eða öðrum til sóma.

Takk fyrir mig. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:54

29 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála þér í dag, Ómar.

Halla Rut , 23.4.2008 kl. 21:08

30 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála pistli þínum Ómar. Þetta snýst heldur ekki lengur um að vera með eða á móti trukkabílstjórum. - Málið er á alvarlegra stigi en það.

Haraldur Bjarnason, 23.4.2008 kl. 21:26

31 Smámynd: B Ewing

Ég hef verið að reyna að fá einhverja sögu, einhverja atburðarás í réttri tímaröð sem geta skýrt hvers vegna fór sem fór í dag.

Af þeim upplýsingum sem eru í loftinu þessa stundina þá get ég ekki séð annað en að lögreglan hafi haft mikinn viðbúnað frá fyrstu mínútu.  Til að byrja með voru 4 vörubílar á götunni en hinum var lagt á þar til gert svæði.  Miðað við orð fréttakonu á Stöð 2 þá voru um 40 lögreglumenn fjótlega komnir á svæðið þar sem vörubílarnir voru.   40 lögreglumenn!?! Gegn 4 til 10 bílstjórum...  Sé þetta rétt þá var lögreglan klárlega að herða aðgerðir sínar gegn bílstjórunum töluvert.  Vegfarendur bætast í hópinn og hef ég heyrt t.d. sögu af vörubílstjóra sem ekki var að mótmæla en var á svæðinu.  Ökumaður á litlum fólksbíl kom í veg fyrir að hann gæti yfirgefið svæðið með því að leggja í vegi fyrir trukknum hans.  Ekki nóg með það heldur þegar bílstjórinn biður manninn um að færa sig, að hann sé ekki þarna til að mótmæla þá er honum svarað með hótunum um barsmíðar.  Þarna virðist almennur borgari hreinlega taka sér það vald að neyða trukkabílstjórann til að vera um kyrrt.  Eftirmálar þessarar sögu fylgja ekki, né heldur hvort bílstjórinn hafi komist í burt en sagan er sláandi.

Um klukkan 11 kemur til fyrstu átakanna.  Það gerist þegar einn bílstjórinn ætlar að fjarlægja bíl sinn af götunni en lögregla kemur í veg fyrir það ?!? Af hverju mátti maðurinn ekki fara ? Þessa atburðarás má sjá á sjónvarpsmyndum.  Aðdragandan hef ég ekki séð.  Hvenær "GAS" "GAS" "GAS" atburðarásin hefst er ég ekki jafn viss um heldur, sjónvarpsstöðvarnar taka þetta vonandi saman í rétta tímalínu.

Að þessu loknu er línan dregin við bensínstöðina, þar sem hún er óbreytt mest allan tíman.  Um og eftir hádegi fara ungmenni að týnast á staðinn, annars vegar áhorfendur og hinsvegar sem þátttakendur.  Það er þá sem atburðarásin fer að síga á ógæfuhliðina fyrir alvöru.  Egg fljúga unz bensínstöðin á ekki meir.  Síðan eru fleiri sóttir í hópinn með skyndiaðgerðum, aðrir mótmæla þeim handtökum og sumir ganga of langt.  Hitler mætir í fullum skrúða auk blómadrengs.  Hlassi er dreift í litlu magni á Norðlingabraut en eftir að útsendingum lýkur þá virðast hóparnir leysast upp að mestu.

Að vísu er þetta alveg eftir minni og það vantar klárlega atburði inn í þessa endursögn.

Ætli ég birti ekki textann sem færslu á blogginu og reyni að klára atburðarásina. 

Ég ætla hvorugan aðilan dæma hart í bili en miðað við fyrstu tölur þá er eins gott að lögreglan geti kjaftað sig vel út úr þessu.

B Ewing, 23.4.2008 kl. 21:29

32 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Það var athyglisvert hjá lögreglumanninum sem svarið spurningu fréttamanns Stöðvar 2 í kvöld. Hann var spurður að því hvers vegna þeir tækju ekki á bílstjórunum með sama hætti og mótmælendum sem vildu verja landið sitt. Svarið var á þá leið að fréttamaðurinn hefði getað sleppt þessum formála sínum og sagði honum að hinkra við....

Ótrúlegt að sjá  hvernig lögreglan fór á taugum og gerðu atlögu að mönnum í nokkra metra fjarlægð sem einungis hrópuðu að þeim. Það væri skynsamlegt að menn fari yfir þessi mál og skoði hvað fór úrskeiðis. Mér finnst líka hrokinn og skeytingarleysi í ráðamönnum óþægilegilegt, þeir eiga að vera menn til að leysa svona mál án valdbeitingar.  Síðan er það spurningin hvort þetta hjálpi ekki dómsmálaráðherra með hugmyndina að stofna 1000 manna her.

Brynjólfur Bragason, 23.4.2008 kl. 21:38

33 identicon

Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun. Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana og vorum við búnir að stöðva umferð þarna í gegn í sennilega klukkutíma þegar þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu. Á þessum tímapunkti fór allt vel fram, fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu. Aðgerðir lögreglu sem á eftir komu gerðu hinsvegar ekkert nema að egna upp aftur mótmæli sem voru að lognast útaf, með hótunum um líkamsmeiðangar, táragas og barsmíðum með kylfu.

Það var vel greinilegt á þeirra aðgerðum að hér átti að sýna styrk sinn og berja þetta niður með valdi, það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera þegar lögregla lét til skara skríða. Eftir ítrekaðir aðvaranir og valdsýningu lögreglu sem gerði ekkert annað en að auka blóðhita mótmælanda og keyra hvað eftir annað upp mótmæli sem hefðu lognast útaf að sjálfu sér löngu áður en þurft hefði að grípa til aðgerða var reynt að leysa þetta upp og færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum, við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur.

Þessu var lokið á þessum punkti og verið var að klára þessi mótmæli, í staðinn ræðst lögregla að fólki með kylfum og mace og hellir olíu á eldinn með því sama. Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér, hvorki höfðu þeir verið grýttir né nokkuð annað haft til þeirra til að storka þeim til að beita slíku ofbeldi.

Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var  einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið  af mesta lagi 1.5 m færi og við hlaupum nokkrir til til að aðstoða þennan mann. Hann liggur í götunni og er gjörsamlega varnarlaus og við reynum að hlúa að honum þegar lögregla gerir aðra atlögu án þess að þeim sé storkað, það bökkuðu allir umsvifalaust þegar táragasinu var beitt enda var ekki verið að leita eftir slagsmálum við lögreglu, en þeir gengu þarna fram með slíku offorsi og níð að ég á ekki orð. Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað.

Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum.

Nú spyr ég ykkur gott fólk, þegar þið hafið kannski heyrt betur um það sem fór fram þarna í dag, finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi þegar lögregla sýnir slíka valdníð og í rauninni dómgreindarleysi, það voru að mestu leyti aðgerðir lögreglu sem keyrðu áfram þessi mótmæli og kynntu undir þessum potti svo sauð uppúr. Ég spyr ykkur sem skrifið hér hörð mæli gegn þeim sem voru þarna hérna útum allan vef, skoðið myndböndin og annað vel því þið hafið svo langt í frá séð heildarmyndina á þessu máli og getið í raun að engu leyti dæmt um.

Aðgerðir lögreglu í dag voru ekkert annað en valdsýning gerð til þess að æsa upp í mönnum til að þeir gætu sínt vald sitt svo af bæri.

Ég er ekki vörubílstjóri, eða á einn eða annann hátt tengdur þeim en fór þarna til að mótmæla háu bensínverði og uppskar að vera barinn af lögreglu með kylfum, sparkað í og maceaður við það eitt að reyna að vernda varnarlausan mann frá því að  ver troðinn niður, barinn með kylfum og sparkað í við aðgerðir lögreglu.

Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins.

Mótmælandi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:40

34 identicon

Mér skilst að eftir að lögreglan handtók aðilan sem kastaði steininum hafi hann verið "BUFFAÐUR" í drasl inní löggubíl.

http://www.youtube.com/watch?v=MCmNaLso6e4

Skrítnast finnst mér afhverju allt ofbeldið af hálfu "lögreglunar" sést EKKI í fréttum.

Skoðið þetta myndband VEL http://www.youtube.com/watch?v=MCmNaLso6e4 ég þurfti að skoða þetta nokkrumsinnum til að sjá almennilega hvað er í gangi ( sérstaklega gaurinn sem er búið að skrúfa niður í byrjun myndbandsins ) 4-5 "lögreglur" sem halda honum niðri meðan eitt tekur sig til að skellir hnénu á lappirnar á honum af öllum þunga.

Svo get ég ekki betur séð en lögreglan setji hnéð ofaná höfuð mannsins sem þeir eru að berja niður uppvið vörubílinn.

Hérna er ökumaður vörubíls að reyna að komast leiðar sinnar.

http://www.andriv.com/2008/04/kumenn-flksbla-mtmla-slagmlavideo.html

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:10

35 identicon

Sigurður Viktor , þetta er hluti sem lögreglunn er kennt aðferðafræði,,á ekkert við hérlendis ekkert.Hlæileg stofnanalikt. Annars skiptist fólk bara í afstöðu sinni , hvort það kýs x-d eða ekki , 90% af vörubílstjórunum  í mótmælunum munu kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum,og tryggja að hæstiréttur verði RÉTT skipaður .

jkj (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:18

36 identicon

Sammála þér Ómar. Þetta var skilgreiningin á nöttkeis nr.1 þarna í hópnum.

Þrándur (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:56

37 Smámynd: Skarfurinn

Þakka Guði fyrir að þessi öskurapi í lögreglubúningnum sem öskraði gas-gas var ekki vopnaður, þá væru íslendingar  sennilega mun færri í dag, mundi aldrei treysta slíkum manni fyriri velferð minni í það minnsta. Það er deginum ljósara að löggan fór yfir strikið með þessum aðferðum sínum í dagm, en ég furða  mig hvað margir virðast vera hlynntir lögregluofbeldi miðað við lestur á blogginu.

Skarfurinn, 23.4.2008 kl. 23:02

38 Smámynd: Hundshausinn

Faðir minn var vörubílsstjóri alla sína starfsævi. Hann stritaði, stritaði og safnaði uns nægilegt var komið fyrir kaupum á nýjum vörubíl. Utan aksturs snerist tilveran þá meira og minna um viðgerðir og þvotta á ökutækinu, auk þess takmarkaða tíma með reglulegu millibili að geta börnin tíu. Ánægja ættingjanna var þó fyrst og fremst að geta dáðst að ökutækjatækniundrinu - og fá far með því og  finna ilminn af olíum og leðri.
Í dag hefur bæði viðhorf og tilgangur möguleikanna breyst til mikilla muna. "Eigendur" hinna stórbrotnu ökutækja eru oftar en ekki Lýsing og Glitnir. Ökumennirnir, sem jafnframt telja sig "eigendur", hafa fengið aukin tíma til að gera eitthvað annað - í þessu tilviki að mótmæla álögum stjórnvalda á stighækkandi eldsneytisverði....
Andstæðingur þess fólks er ekki lögreglan, þótt hún sé hin raunverulegi og nærtækasti myndbreyting yfirvaldsins. - Í GUÐANNA BÆNUM - HUGSIÐ svolítið LENGRA.... - og á alvarlegri nótunum...

Hundshausinn, 23.4.2008 kl. 23:05

39 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er eitt sem má ekki gleyma í svona umræðu. Ef við skoðum taktíkina sem t.d. Jón Geir notaði, hún var einfaldlega sú að labba til þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum, spjallaði við þá í rólegheitunum og enda svo á því að fá sér í nefið með þeim. En í staðin, mætir heil herdeild og gerir allt band sjóðandi vitlaust með BB aðferðinni. Því setjast þessir þrjósku ráðamenn ekki niður með þessum mönnum og halda fund um málið til að finna lausnir á vandanum eins og gert er í samningaviðræðum á milli aðila almennt á vinnumarkaðinum? Nei, hér er um að gera að sýna hver hefur valdið. Vissulega var þetta mikill álitshnekkir þetta sem gerðist á Bessastöðum og líklega ekki nógu fínt fyrir þessa ráðamenn okkar sem eru stöðugt í útlöndum til að fá að baða sig í frægðarljósinu með þeim sem þeir þurfa nauðsynlega að hitta reglulega. Því miður með þessum aðgerðum, þá er hin svo kallaða ímyndunar herferð ríkisstjórnarinnar orðin að engu, enda má horfa á hana á You Tube næstu árinn!

Eru stjórnvöld stöðugt að gera mistök þessa dagana, fyrst voru það fjármál og hagstjórn ríkisins og núna þetta.

Ég bara spyr: Hvar endar þetta?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 23:46

40 identicon

Það er til algjörar háborinnar SKAMMAR hvernig Lögreglan bregst við.

Ég var nú ekki staddur þarna í dag því miður vegna þess að það er mitt hjartans mál sem almenns borgara og fjölskyldumanns að það sé hlustað á almenning í landinu en en ekki svarað með þvílíkum hroka eins og raun ber vitni sbr. Björn Bjarnarson, Geir H Harde Ingibjörg Sólrún í fjölmiðlum í dag og ekki vantaði vandlætingarsvipipinn á þetta lið.

Ég verð að viðurkenna það að ég var gjörsamlega BÁLREIÐUR þegar ég sá aðfarir lögreglu í fréttum nú í kvöld.

Glanni (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:08

41 identicon

Ég er ekki að skilja þá sem lofa síðustu aðfarir lögreglunar að berja og fautast í mótmælendum, væntanlega er þar á ferðinni fólk sem á ekki börn.

"lögreglu"ofbeldi gagnhvart börnum [url]http://www.youtube.com/watch?v=ypNGVMdi_lM[/url]      Ef við líðum svona vinnuaðferðir hjá "lögregluni" þá eru börnin okkar næst !!! [url]http://www.youtube.com/watch?v=Jm7ddqkgzFw[/url]

Árni Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:13

42 identicon

Lögreglan var margsinnis búin að biðja þetta fólk um að fara, og líka seigja þeim hverjar afleiðingarnar eru ef þau hlýða ekki,af myndböndunum að dæma þá sé ég aðallega ógurlega æsta mótmælendur sem eru greinilega ekki í andlegu jafnvægi, Lögreglan gerir einungis það sem er hennar lögborin skylda, þó það séu vissulega harkalegar aðgerðir þá eru þetta lögin í landinu, ef lögreglan fer ekki með framkvæmdarvald, hver þá? hver er betur til þess fallin? lögreglan verður að setja fordæmi, hún má ekki ganga burt og leifa lögbrjótum að vinna sitt brot í friði,

Vona bara að þið sem gagnrýnið lögregluna sem mest, sjáið að þetta er ekki þeim að kenna, Svona er landið okkar skipulagt...

GAS GAS GAS er viðvörun og ekkert annað, það sést vel, hann öskrar þetta oft áður en hann spreyjar og þeir sem fóru ekki frá, bara verði þeim að góðu!

Sunna (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:40

43 identicon

1 ) þá voru það ekki vörubílstjórar sem að byrjuðu átökin, né mótmælin

2) þarna voru ekki skipulöggð mótmæli

3) Lögreglan sat fyrir þeim á þessum stað bara sísvona 8 skrítið hvað löggan er alvitur)

4) heiftin og bræðin gekk svo langt að þegar menn hækkuðu örlítið röddina til að mótmæla harkalegum handtökum á mönnum sem að stóðu og gerðu ekkert af sér, voru þeir hið snarasta lamdir með kilfum , skjöldum og snúnir í jörðina.

Það var fullkomin ró og lögreglan var með fínt vald og þetta breyttist nú ekki í mótmæli fyrr en löggan tók upp piparúða að óþörfu.

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:46

44 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fjölmargar góðar athugasemdir hafa birst hér að ofan ásamt nýjum gögnum og upplýsingum.

Mig grunar að ósmekklegar og móðgandi aðgerðir bílstjóra við Bessastaði í gær hafi valdið því að innan lögreglunnar eða hjá yfirboðurum hennar hafi verið sagt: Nú er nóg komið. Næst setjum þeim stólinn fyrir dyrnar og fjarlægjum þá með öllum ráðum ef með þarf.

Að því leyti til voru aðgerðir bílstjóranna í mikil mistök hjá þeim og hefðu getað gert þjóðina að athlægi ef myndir af því hefðu borist til umheimsins.

En mér sýnist líklegt að lögreglan hafi gert ýmis mistök í dag og að hugarfarið hafi ekki alltaf verið heppilegt né heldur að nægileg yfirvegun hafi verið með í för.

Ef rétt er að aðgerðirnar hafi byrjað fyrst þegar einn bílstjórinn ætlaði loks að færa bílinn var það í meira lagi óheppilegur tímapunktur hjá lögreglunni að láta til skarar skríða þá.

Ef lýsing sjónarvotts á því að margir lögreglumenn hafi níðst á grjótkastaranum með því að lemja hann með kylfum þegar hann var kominn í jörðina er eitthvað ábótavant við þá aðferð.

Grjótkast þessa manns var hins vegar alvarlegasta hegðunin sem mótmælendur sýndu af sér og algjörlega forkastanleg.

Ég hjó eftir því að Hörður Jóhannesson sagði í viðtalinum þegar hann var spurður um notkun piparúðasins..."við sýndum styrk okkar."

Var þetta ígildi kraftlyftingamóts fyrir lögregluna,- kærkomin æfing í að beita afli, "sýna styrk sinn?"

Ef þetta hefur verið kærkomin æfing ætti það fyrst og fremst að felast í því að lögreglan læri af þeim mistökum sem atvinnumenn gerðu í dag, - menn, sem við viljum geta treyst fyrir því að gæta meðalhófs í að halda uppi nauðsynlegu öryggi, lögum og reglu.

Ég gagnrýndi snemma á þessum ferli mótmælanna fyrir nokkrum vikum þær aðferðir sem bílstjórar beittu og undraðist hve langt þeir gátu gengið að mestu óáreittir miðað við þá hörku, sem beitt var gegn margfalt minni mótmælaaðgerðum einstaklinga á Snorrabraut og fyrir austan í fyrra og hitteðfyrra.

Nú set ég spurningarmerki við atferli beggja aðila í dag.

Ómar Ragnarsson, 24.4.2008 kl. 01:15

45 identicon

Ég hef reynt að fylgjast með mótmælum vörubílstjóra upp á síðkastið og vissulega hafa þeir gengið lengra en hefð er fyrir hér á landi. Oft hefur verið sagt að við íslendingar séum lélegir neytendur og gerum lítið til að hafa áhrif á umhverfi okkar. Við erum hálfgerðir sveitamenn í þessu þusum eitthvað um hátt matvælaverð eða eins og við gerum nú yfir háu eldsneytisverði. Vörubílstjórar ganga lengra gera það sem okkur hinum hefur langað til að gera mótmæla, láta heyra í okkur. Þess vegna held ég að vörubílstjórar hafi stuðning almennings.

En það sem mér finnst alvarlegast í þessu máli eru viðbrögð stjórnvalda.

Byrjum á kjörnum fulltrúum. Þeir svara með vandlætingu spurningum fréttamanna um hvort bregðast eigi við kröfum vörubílstjóra um lægri álögur á eldsneyti og kenna einvörðungu hækkandi heimsmarkaðsverði um. Þetta eru náttúrulega útúrsnúningar þegar verið er að mótmæla skattlagningu íslenska ríkisins. Lítið heyrðist frá Geir um þessi mál þar til hann varð sjálfur og persónulega fyrir töfum af völdum mótmælanna. Þá fyrtist hann við og hafði það á orði að svona mótmæli dygðu ekki. Dómsmálaráðherra var til viðtals í sjónvarpinu í kvöld og lýsti því yfir, ef ég skildi rétt, að hann væri þjálfaður stjórnmálamaður og ætlaði ekki að verða við kröfum manna sem mótmæltu.

Ef að þetta er ekki að tala niður til vörubílstjóra þá skil ég ekki íslensku. Þessi ummæli hans voru ekki til þess fallin að skapa einhvern flöt til að sjatla málin.

Hann getur talað svona við aðra stjórnmálamenn á úr ræðustól á Alþingi en ekki þjóð sína og umbjóðendur. Þetta sýnir hve óralangt stjórnmálamenn eru frá uppruna sínum. Þeir eru komnir úr tengslum við meginþorra þjóðar sinnar. 

Ég held að þessir reyndu stjórnmálamenn taki kolangan pól í hæðina, reikni ekki stöðuna rétt að þessu sinni. Þeir eru ekki lengur að þyrla ryki í augu almennings með því að kasta málum á dreif. Þeir standa nú alnaktir í hroka sínum gagnvart þjóð sinni.

Það allra versta gerðist í dag þegar lögreglan vígbjóst og réðst til atlögu gagnvart mótmælendum, sem þó voru hættir að mótmæla á fréttamyndum að ráða. Þessi ofbeldisverk voru ekki unnin vegna almannaöryggis. Það var ekki lokað austur úr borginni þó vörubílstjórar væru að mótmæla á suðurlandsvegi enda var stöðugur straumur umferðar bæði inn og út úr borginni meðan á þessu stóð. Þarna var verið að sýna valdið, hver hefði valdið og ekkert annað. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann en það var gert í dag. Vegna þess að þetta voru jú viðbrögð lögreglu við aðstæðum á vettvangi og hluti af vettvangsstjórnun.

Hvaða þvæla er þetta eiginlega? Það sér hver heilvita maður sem ekki er bundinn af annarlegum hagsmunum eða valdsmannshroka að þarna var framið níðingsverk.

Þarna sáum við höfuðið og höndina á því skrímsli sem krafan um öryggissveitirnar er.

Öryggislögregluna á að nota gagnvart þeim sem ekki eru stjórnvöldum þóknanleg.

Guðmundur Sighvatsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:34

46 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Það er samt eitt sem sem ég fór að hugsa. Af hverju var þessi kona sem varð næstum meisuð, með barnið sitt inn í miðri mótmælaþvögunni. Er það ekki frekar óábyrgt???? Það myndi ekki hvarla að mér að hætta mér svo nálægt með barnið mitt í fanginu......Bara svona pæling

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.4.2008 kl. 03:45

47 identicon

enginn (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 06:22

48 identicon

Var að skoða myndbandið af Gas manninum. Vona að þetta myndbrot fari ekki út fyrir landsteinanna.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 09:17

49 identicon

Lögreglan byrjaði að nota úðan strax og þegar einhverjar stympingar hófust. Ofbeldið komst aldrei á það stig að nauðsynlegt væri að nota úðann.

Árni R (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:51

50 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta myndskeið sem sýnir lögreglumannin öskra GAAAAS, GAAAAS sýnir hann missa stjórn á sér við aðstæður sem kalla ekki á svona viðbrögð. Ég var alveg kjaftstopp þegar ég sá þetta. Mér fannst maðurinn hreinlega vera allta að því grátbroslegur.  Aðgerðirnar voru engan veginn í samræmi við tilefnið.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.4.2008 kl. 11:23

51 Smámynd: Sævar Helgason

Þessar aðgerðir trukkabílstjóra eru ekki varnaraðgerðir verkalýðs-launþega.

Þessir trukkabílstjórar eru smáatvinnurekendur-þeir gera út flutningabíla fyrir eigin reikning.  Nú þrengir að í þjóðfélaginu eftir mikla lántökuveislu- það er komið að uppgjöri.

Trukkabílstjórar eru með sín tæki á dýrum lánum-það þarf að standa skil á þeim.  Orkuverðshækkun kemur minna við þá en allan almenning vegna virðisaukaheimilda atvinnurekenda- auk þess sem þeir geta hækkað gjaldskrá sina til að mæta auknum orkukostnaði.

Aðalmálið er hvíldartíminn- að fá hann styttan . Þá geta þeir bætt við sig vinnu/sólarhring  og aukið þannig tekjur sínar-þetta er aðalbaráttumálið.

Núna verða þeir að hvílast í 45 min. eftir hverjar 4 klst á keyrslu- alls mega þeir keyra 10 klst/dag.

Þeir gera kröfur til ríkisvaldsins um að frá þessum hvíldarákvæðum verði fallið.

Það er með öllu útilokað að tefla öryggi alls almennings í stórhættu á vegum landsins með úrvinda og jafnvel sofandi risatrukkabílstjóra undir stýri.

Risatrukkabílstjórar eru í séhagsmunabaráttu sem í raun er andstæð öryggi alls almennings.

Risaktrukkabílaútgerðarmenn hættið þessu bulli ykkar - strax

Sævar Helgason, 24.4.2008 kl. 12:00

52 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fólk hefur ekki fyrr séð hið nýja andlit lögreglunar og samskiptin sem Björn B og félagar vilja taka upp á milli borgarana og stjórnvalda, boðskapurinn er einfaldur.

"Vinnið vinnuna ykkar og borgið skatta, við sjáum um rest og hugsum fyrir ykkur. Ef ekki þá látum við lemja ykkur!"

það eru komnir nýir tímar, og margt mun breytast, sérstaklega viðhorf almennings gangvart lögreglunni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.4.2008 kl. 12:50

53 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski maðurinn hafi verið að aðvara fólkið. um það skal ég ekki segja.

hversvegna varaði hann við 'gasi', sem er lofttegund, þegar hann sprautaði svo 'piparúða', sem er vökvi?

Brjánn Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 13:04

54 identicon

Það þekkist ekki í vestrænum löndum að nota táragas á mótmælendur nema allt sé farið í háaloft og öryggi borgara, mótmælanda og lögrelgu er verulega ógnað. Lögreglan úti í löndum lætur sér nægja að sprauta smá vatni yfir æstan lýð og dugar það oftast. Ástandið var langt því frá að vera orðið svo slæmt að það þyrfti táragas, held að planið hefði verið fljótt að tæmast ef mótmælendum hefði verið smúlaf út af því og það hefði enginn þurft að leita sér læknishjálpar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 15:05

55 identicon

kom ekki athugasemd frá norsku lögreglunni í fyrra um það hvernig íslensk yfirvöld dyrfast að ráða svo illa þjálfaða menn í lögregluna?

Það lítur allt út fyrir að löggan hafi viljað að svona færi. Mótmælendur í Evrópu og Ameríku hafa lengi haldið því fram að löggan reyni að æsa upp friðsamleg mótmæli til þess að hafa afsökun til þess að beita valdi. Lögreglan í Kanada varð uppvís að þessu í fyrra þegar það var haldin leiðtogafundur í montreal með forsetum USA, Kanada og Mexíkó. Þeir sendu löggur í dulagerfi á meðal mótmælenda sem komu af stað óeirðum...Það voru bara svo margir með myndavélar í gsm-símum sínum að það komst upp um lögguna. Ég held að löggan hér sé búin að læra þetta af bræðrum sínum í Ameríkunni.

Tími til kominn amk að menn séu settir í greindarpróf áður enn þeir eru ráðnir í störf hjá löggunni, löggan hér er til skammar, og hefur verið það amk í nokkur ár.

Það vantar EFTIRLIT með þessum mönnum, og það verður að vera óháð. ÞAð gengur ekki að löggan rannsaki sjálfa sig. Óháð eftirlit er algjört lágmark!

Það er ekki hægt að bera virðingu fyrir löggunni á meðan þetta er gróðrastía fyrir slefandi fávita, og þeir eru greinilega of margir og of áberandi..... Sennilega er löngu kominn tími til að endurskoða reglur um ráðningar í lögguna, til dæmis mætti krefjast þess að fólk hafi háskólapróf áður enn það er ráðið, og svo að tilvonandi þjónar almennings séu þjálfaðir þannig að ekki komi athugasemdir frá löggunni hjá nágrönnum okkar. Þegar það hefur verið gert þá mætti fara að ræða um meiri launakröfur. Eins og staðan er í dag þá er það ekki furða að það séu skítalaun í þessum brannsa.

Þessir apar í búningum bera ekki ábyrgð á stöðunni hjá löggunni, það gera hinsvegar yfirmenn þeirra, og svo yfirmaður þeirra, dómsmálaráðherra.

Löggan hefur sagt að þetta atvik verði rannsakað. Hvað heldur fólk að komi í ljós í þessari rannsókn??? Það gengur ekki að löggan rannsaki sjálfa sig, það verða að vera algjörlega óháðir aðilar sem það gera, eins og í öllum málum. Löggan hlýtur að geta samþykkt það, ef áhugi er fyrir því að halda uppi lögum og reglu á þeim bæ. 

s (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:04

56 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ha, Jón Grétar!

ég í mótmælum? hvenær?

það hefur þá alveg farið fram hjá mér.

Brjánn Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 18:24

57 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en þetta var ekki táragas, heldur piparúði (maze)

Brjánn Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 18:25

58 identicon

Eg get ekki sagt annað enn að þetta er það sem Björn Bjarnason stefnir að og vill sjá oftara, hann vill hafa almenning undir hælnum.

Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:01

59 Smámynd: Charles Robert Onken

Mer heyrist að flest allir herna hafa ekki hugmynd um hvað reglur og lög eru á íslandi um þessar aðstæður sem  voru  þarna  á ferð  ! Lögregluríki ?? come on maður vilið þið frékar lögleysa  ??  þessir lögreglumenn  verða að vera við öllu bunir  og  þeir sem þekkja ekki neitt annað en það sem þeir sjá í sjónvarpi ættu aðeins að hugsa lengra að sumir eru goðir mótmælendur og sumir eru slæmir og þegar margmenni koma saman er ekki hægt að velja ur hopnum  það eru allir sem eru þarna jafnir ef lögreglar segir þér að færa þig þá átt þú að færa þig!!! sæmhvæmt LÖGUM / hvort sem þer finnst það rangt eða ekki !!!PUNKTUR og þeir sem neita að gera það sem lögreglan segir eru sjálfkrafa að brjóta lög og má þá lögreglan handtaka þig á staðnum éf þeir vilja og í þessum skrílslætti sem vöru þarna höfðu löggan geta handtekið miklu fleirri !! og þegar ráðist er á löggur ertu á ráðast á verndari þíns og minns synum virðingu !! 

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=c00f2ea4-ca19-43ee-bf96-6a5b501941d4

Charles Robert Onken, 24.4.2008 kl. 21:06

60 identicon

Langar til að svara Sævari Helgasyni sem kom með sýna athugasemd hér fyrir ofan.   Ég er vörubílstjóri og má bara aka í 9 tíma á dag 10 tíma 2.sinnum í viku.Ég verð að taka mér 45min hlé á hverjum 4,5 tímum.Ef ég er að fara frá Ísafirði að vetri til þá er ég ef vel gengur kominn að Ennishálsi eftir 4,5 tíma og heldur þú að það sé gáfulegt að bíða bara og stoppa bara og horfa á snjóinn aukast frekar en að fara yfir og stoppa svo í Brú í Hrútafirði og rétta úr sér þar.Vegum landsins er haldið opnum til kl 9 að kvöldi en fiskur og vörur verða að komast á milli staða að kvöldi og nóttu. Og varðandi þessi læti við mótmælin hefðu 5 löggur af "gamlaskólanum" klárað an þess að neitt vesen yrði.Takk    Jón bílstjóri 

Jón (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:45

61 identicon

mer sýndist nú gas maðurinn sprauta gasinu um leið og hann öskaraði gas...þannig að ég sé ekki hvernig hann var að aðvara fólkið

Gunni (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:59

62 identicon

Það sýndi sig mjög vel s.l miðvikudag að innan lögreglunnar eru menn sem þrífast á ofbeldi, (tek það fram að auðvitað eru ekki allir þannig) og þar af leiðandi engan vegin starfi sýnu vaxnir. Ég var þarna staddur og ég hef ekki séð önnur eins villidýr og þarna voru, með kylfur, meis ofl.  Það að handtaka mann með þvílíkum látum fyrir það eitt að færa bílinn sinn, sem þeir voru jú búnir að biðja um að yrði gert staðfestir villimennskuna, enda var það þá sem lætin byrjuðu með tilheyrandi eggja og grjótkasti ofl sem gerðist. Ég stóð rétt hjá gas manninum og guði sé lof að hann var ekki með skotvopn, aðra eins tryllingslega hegðun man ég ekki eftir að hafa séð.

Og ég spyr: Viljum við svona mann sem engan veginn hefur stjórn á sér til að vernda okkur bogarana ef á þarf að halda?  Mitt svar er nei aldrei.

Svo enda þessir fasistar þ.e.a.s lögreglan á að stórskemma bíl Sturlu sem er löglegt ökutæki, og var löglega lagt, með því að brjótast inn í bílinn, brjóta stýrislás, rífa úr honum drifskaft og fleira án nokkurrar heimildar eða dómsúrskurðar og segja svo við Sturlu "við ætlum að hriða bílinn af þér með öllum tiltækum ráðum og þú hefur ekkert um það að segja, og þinar athugasemdir eru seinni tíma mál" 

Hvers konar hroki er þetta?, Hverskonar vinnubrögð eru þetta?.

Lögreglan mun aldrei öðlast virðingu borgaranna meðan þeir sýna af sér þennan hrokka og þessa villimennsku sem þeir viðhöfðu s.l. miðvikudag.

Það sem gerðist svo í dag fimmtudag við kirkjusand er auðvitað skelfilegt og aldrei afsakanlegt, Verð þó að segja eins og er að ég er ekki hissa á því að þetta hafi gerst þar sem lögreglan gaf tóninn við suðurlandsveg með fasískum vinnubrögðum og grimmu ofbeldi.Það er nefnilega þannig að ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi.

Haraldur Leonhardsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:04

63 identicon

Ég er 31árs og sat inni oft áður fyrr og þekki þessvegna fullt af gódum og hæfum löggum en að þeir berji fólk yfir 25 er algerjega nýtt.

Elías (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 02:07

64 identicon

ok sko Löggan er bara fasistavald fyrir Björn Bjarnason og maðurinn ætti að sjá af sér þann sóma að segja af sér þar sem hann er orðinn þjóð sinni til skammar. Heldur hann að þetta verði betra með þessum her sem hann tautar um fram og aftur.. hvað ætlar hann að gera setja á herskyldu til þess að ná mönnum í þennan "her" ég get alveg sagt það að ég ber mjög litla virðingu fyrir lögreglumönnum sem haga sér svona eins og þeir gerðu þarna. Ég er fullviss að Geir Jón hefði getað leyst þetta einn síns liðs með því að ræða við fólkið hlusta á það og athuga svo málin.. Löggan hafði enga heimild til þess að hirða bílana þarna það tekur sko tíma til þess að fá heimildirnar til þess ásamt dómsúrskurði það tekur að minnsta kosti 3 daga að ég held .. maðurinn þarf að vera ógn við almenning, á sakaskrá og eitthvað þannig. Hvernig verður með kröfugönguna 1. maí ætlar löggan að berja þann almenning til hlýðni, þar er verið að mótmæla lágum kjörum og lélegu kerfi hér á landi.. verð að segja að Geir H. Haarde varð sér til verulegar skammar í fréttablaðinu í gær fimmtudag ( sumardaginn fyrsta) hann kallar þá nánast hryðjuverkamenn .. Geir ef þú lest þetta þá er þetta nákvæmlega hegðun á við 6 ára skólabarn.. og ég segi við þig sá vægir sem vitið hefur meira en á þessari hegðun ykkar sjálfstæðismanna undanfarið þá er ekki að sjá að þið hafið mikið vit.. ég vona að ykkar flokkur fái enga kosningu í næstkomandi kjöri lýðræðis.. Áfram vörubílstjórar mótmælið af fullum krafti en munið að ofbeldi leysir aldrei neinn vanda.. ég hvet ykkur til þess að loka götunni sem háttvirtur leiðindaseggur Björn Bjarnason býr.. það ætti að ná til hans hehe auðvitað er stuðningur almennings við þessi mótmæli kærkomin þar sem að þetta hefur áhrif á okkur öll að lækka verð eldsneytis. Björn Bjarnason, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún ættu öll að segja af sér og koma ekki fram í stjórnmálum meira.. alveg nóg komið.. samkvæmt lýðræði má almenningur mótmæla og það er ekki hægt að berja það niður með einhverjum her.. vilja þeir að  Ísland verði í sömu aðstæðum og einræðisríkin í austurlöndum fjær..  Lögregluríki NEI TAKK.... !!!!!!!!!

Helga Björg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 02:17

65 identicon

Sæll Ómar!

Ég horfði ekki á þessi átök í beinni en er búinn að sjá talsvert mörg myndskeið og lesa mikið af bloggi og fréttum af þessu. Ég meira að segja las nánast í gegnum allt sem hér stendur að ofan. Ég vil taka það fram að ég er algerlega á móti öllu ofbeldi allveg sama í hvernig mynd það kemur. Það sem ég held að hafi ráðið ferðinni hér var að lögreglan hefur legið undir ámæli fyrir að taka á vörubílstjórum með silkihönskum. Ég tel að lögreglan hafi verið ákveðin í því að láta sverfa til stáls þarna og sýna að þeir hafa valdið og eru ekkert að taka létt á þessum mótmælendum frekar en náttúruverndarsinnum. Það þarf oft lítið til að æsa upp hóp reiðra einstaklinga og það tókst svo sannarlega hjá lögreglunni, eins og þeir sjálfir gátu vitað fyrirfram. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef bílstjórar hefðu verið yfirvegaðir og bara staðið þarna og gert ekkert. Kannski hefðu sérsveitarmenn samt lamið á þeim og stuggað við þeim(ég veit það ekki) alla vega hefði það orðið til að fá mun fleiri landsmenn með málstað bílstjóranna heldur en eftir þennan umrædda dag. Þarna kemur augljóslega fram að sérsveitin hans Bjössa B. er orðin nokkuð vel búin tækjum og var þetta ágætis sýning á getu og tækjabúnaði sérsveitarinnar. Maður sér á myndskeiðunum að þeir eru talsvert búnir að æfa sig í notkun þessara varnartækja bæði í varnar og árásarskyni. Er BB með þessu að réttlæta stóraukin fjálög til varnarmála(sérsveitarinnar). Vildi hann ekki stækka sérsveitina í 300 manns? Er það til að verja okkur gegn erlendri vá eða til að berja á okkur mörlandanum ef við vogum okkur að fara út fyrir normið??? Mér finnst alla vega að peningunum sé betur varið í aðrar tegundir löggæslu eins og að auka fjárframlög til lögreglunar á Keflavíkurflugvelli því þar er svo sannarlega not fyrir það. Er það vitræn aðgerð hjá BB að svelta raunverulega starfsemi lögreglunar og ausa fé í sérsveitina? Var þetta sýning til að réttlæta slíkan gjörning eða hvað??? Ég bara spyr. Nú vil ég samt alls ekki réttlæta aðgerðir vörubílstjóra þegar verið er að henda rusli(það voru að vísu aðallega unglingar) og berja á lögreglunni á Kirkjusandi. Slíkt er bara til vansa fyrir þeirra málstað sem mér finnst annars mjög góður. Þarna loks kemur hópur manna sem neitar að láta endalaust vaða yfir sig á skítugum skónum. Það verður samt að skipuleggja þessar aðgerðir þannig að þær fari ekki úr böndunum. Ekki láta lögreglunna bjóða ykkur upp í dans ofbeldis.

Kveðja. Þorvaldur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:30

66 Smámynd: Vilberg Tryggvason

Í dag finn ég til með Hödda frænda (Hörð Jóhannesson ) sem yfirleitt alltaf þarf að svar fyrir gjörðir lögreglunnar.

Ekki treysti ég mér til að setjast í dómarasæti um það hver byrjaði og hver á sök á því að þetta breyttist í múgæsing. Hitt er aftur á móti ljóst, bæði á myndskeiðum og ummælum lögregglunar að hún þurfti ekki að draga þessa bíla á brott. Það var búið að ákveða að hirða alla bílana sem höfðu tekið þátt í mótmælum undanfarið, hvar svo sem þeir voru staddir á svæðinu. Að fjarlægja bíl Sturlu af svæðinu, þó svo honum hafi verið löglega lagt í upphafi vekur upp spruningar um hvert var raunverulegt markmið þessara aðgerða. Var hugmyndin að gæta þess að ekki hlytist skaði af þessu aðgerðum eða var búið að ákveða fyrirfam að bílarnir skyldu gerðir upptækir með góðu eða íllu.

Það ljóst að lögreglan meinaði mönnum að fjarlægja bíla sína, eftir þann frest sem hún gaf þeim í upphafi hver svo sem ástæðan var. Þar með hlýtur lögreglan að hafa borið ábyrð á bílunum eftir að hún tók þá í sína vörslu, eitthvað sem kannski fæstir höfðu hugsað út í. 

Vilberg Tryggvason, 25.4.2008 kl. 10:57

67 identicon

Mér finnst aðgerðir lögreglunnar vera til skammar, allar skoðanir hér að ofan sem láta illa í garð lögreglunnar eru mínar eigin einnig! - afhverju?

Afþví ég gæti ekki verið meira sammála fólkinu!

 Það eru mynbönd á youtube þarsem er sýnt lögregluna 5-6 manns ráðast á mann einfaldlega því hann var að láta í sér heyra... vilt þú að þetta fólk gæti þín? 

Ekki vil ég það..

Á maður að þurfa að hræðast lögregluna, þann hóp sem á að sjá um að gæta okkar og hagsmuna okkar!

Þetta er leiðinlegt og alger synd að sjá þetta!

Mæli með að þið horfið á öll myndböndin á youtube..sem eru frá þessum degi..

Ég gerði það.. og í öllum þeim er lögreglan að nýðast á mótmælanda..

Heyrði það líka einhverstaðar að ástæðan fyrir því að lögreglan fer bara í hópun niður í bæ er sú að hefur það komið fyrir að þegar lögregla var að handtaka dreng tók hún hann svokölluðu "lögreglutaki" og drengurinn kafnaði og dó..

Við það reiddist almenningur.. með réttu!

Er þetta fólkið sem gætir okkar? 

Anna (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:34

68 identicon

Ómar minn... ástæðan fyrir það að hann öskraði svona var til þess að tilkynna mönnum að gas yrði notað, og þar með gefa mönnum færi á að forða sér, sem þeir gerðu ekki.

Menn voru marg oft varaðir við viðbrögð lögreglu en hlýddu henni ekki. Hvað eru menn að væla yfir smá gasi...? Ég meina það var bara verið að framfylgja eðlilegum lögregluaðgerðum.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:21

69 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fólk skiptist í fylkingar, með og á móti lögreglunni í þessu tiltekna máli. Sumir virðast hatursfullir í garð lögreglu og löggan á lítinn séns í slíkt fólk.

Þetta snýst um að halda uppi röð og reglu. Lögreglan var búin að standa í stappi í 40 mínútur við ótmælendurna og þeir létu ekki segjast. Hvað er þá næsta skref löggunnar? Nú auðvitað að leysa mótmælin upp.

Hvaða skilaboð hefðu það verið til almennings ef löggan hefði ekki ráðið við ástandið? Þá er ég hræddur um að einhverjir hefðu hrópað á torgumúti að hún réði ekki við svona ástand. Og hvernig yrði svona nokkuð í framtíðinni ef löggan léti svona yfir sig ganga án þess að hafa nein úrræði?

Tími neftóbaksaðferðanna er liðinn. Ekki gleyma því að farið hefur verið með góðu af hálfu lögreglunnar hingað til.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 13:24

70 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ekki er ég "hatursfull í garð lögreglu" og efast um að það séu margir, nema kannski í hugarheimi Gunnars Th. Hins vegar fannst mér lögreglan sýna mikla vanstillingu í þessum átökum og þar var sá sem gargaði "GAS" fremstur í flokki.

Ég hef lent í táragasi frá ísraelska hernum og svei mér þá ef þeir voru ekki öllu yfirvegaðri og rólegri en íslenska lögreglan.

Svala Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 15:34

71 Smámynd: Hlynur Kristjánsson

Sæll Ómar og þið hin.

Ég hef lesið mikið af blogg færslum um atburði liðinnar viku, ég rakst á blogg færslu hjá Ásthildi Cesils nágranna mínum í gær þar í kommentakerfið ritar einmitt maður sem ekki vill láta nafn sins getið, sína hlið á málinu, svo skoða ég þetta hjá þér og þar er nákvæmlega sama ræðan (komment nr.43), mér fanst það sniðugt og að því til efni ætla ég að fá að birta mitt svar við hans aftur ef ég má:

(ath. honum hefur verið lítillega breytt frá því sem er á hinu blogginu en aðeins það tekið út sem átti við um færslu Ásthildar.  Ég biðst velvirðingar á innsláttar og stafsettningarvillum.)

Hann bendir þar á nokkrar staðreyndir og ómálefnalegar rökleysur sem auðvelt er að senda heim til föður húsana með skottið á milli lappanna.

1. "Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun" byrjar hann á að segja, hvernig eigum við að fá rétta mynd af hlutunum frá manni sem greinilega afstöðu með vörubílstjórum og gerir það með því að segja: "Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana".  Þarna er greinilegt hvert hann ætlar að fara í skrifum síðum sem hann og staðfestir síðar.

2.  " þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu"  Fyrstu menn á vettfang voru ekki menn frá sérsveit lögreglu, það hefur marg oft komið fram í fréttum að sérsveitin var ekki kölluð til strax og kom hún að littlu leiti að þessum aðgerðum, reyndar er það rétt að sérsveitin kom á staðinn en var það ekki fyrr en nokkuð var liðið á átökin og var um að ræða fjóra menn sem voru á vakt á þessum tíma ekkert er talað m að þeir hafi tekið þátt í átökunum.

3.  "fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu."  Afhverju. Afhverju stóð fólk þarna og hló að lögreglu þergar þessir menn eru bara að vinna sína vinnu.  Þeim ber skilda til að halda uppi lögum og reglu í þessu landi og eins og marga oft hefur komið fram þá er það lögbrot og í reaun háalvarlegt mál að stöðva um ferð á þennan hátt.

4."það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera- lognast útaf að sjálfu sér löngu áður "   Þið verðið að leiðrétta mig hérna ef ég er að fara með rangt mál en ef menn ætluðu að fara og opna veginn afhverju voru menn þá að bíða með það hefði ekki verið nær að fara bara að tilmælum lögreglu og yfirgefa svæði bara strax og um það var beðið?

5.  "færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum" Hálfgerð viðbót við nr.4.  Eins og þetta lítur út fyrir leikmanni eins og mér sem hvorki var í lið með lögreglu eða vörubílsstjórum, þá er á þessum tímapunkti ítrekað búið að biðja um að gatan verði rýmd og fólk fari af götunni og lögreglan muni sjá um að fjarlæga þá bíla sem eftir eru, afhverju er þá talið að þar sé komin tími til að færa bílinn, afhverjuu var þá ekki laöngum búið að því first að þetta voru vinsamleg og friðsamleg mótmæli?  Leiðtogi ykkar og frelsishetja Sturla Jónsson segir að þarna hafi maður ætlað að færa bílinn og hinir hafi ætlað að hjálpa honum, var hann veikur í fótunum eða þarf alltaf 5-6 karla til ða hjálpa honum upp í bílinn sinn?  Og tóku þessir vinir hans ekki eftir því að til að hjálpa honum þá þyrftu þeir að fara í gegnum hóp af lögreglumönnum?

6.  "við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur."
Það er það mikill barna skapur að halda þessu fram að það er varla þess virði að eyða orðum í þetta.  Það ætti að vera öllu hugsandi fólki ljóst að valdbeiting af þessu tagi er það síðast sem lögreglan vill þurfa að grípa til, áður en að þessu kemur er marg oft búið að aðvara þá sem standa fyrir þessum aðgerðum við og að þetta verði niðurstaðan ef ekki verði farið að tilmælum lögreglunnar skipanir eins og "allir rýma hérna götuna svo að bílinn fari áfram" segjir lögreglan sem fékk það erfiða verkefni að stjórna aðgerðum á vettfangi þennan marg um rædda dag, meðan han segir þetta stendur maður fyrir aftan hann að biður fólk um að gera það þverofuga við það sem um var beðið, (sjá fréttir stöðvar2 23.apríl s.l. , ekkert gerist, "þetta eru ólögleg mótmæli allir fara af götunni" segir hann stuttu seinna.  Aftur stendur maður beint fyrir framan lögregluna og segir eftir því sem ég best heyri "þeir sem ætla ða mótmæla, mótmæla".  Skömmu seina gerist það sem áður hefur komið fram, einhver ákvað (að eftir allar þessar beiðnir og tilmæli lögreglu um að færa bílana og seinna að rýma götuna) að þetta væri væri rétti tíminn til að hætta og vinir hans sem ætla að "hjálpa honum uppí bílinn" riðjast inn í hóp af lögreglumönnum.

 7.  "Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér"  bendi á nr.6 og bæti við að lögreglan beitir ekki ofbeldi nema að henn sínist sem að upp úr geti soðið og að öryggi hennar sé í hættu.

8.  "Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var  einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið  af mesta lagi 1.5 m færi"  Hvað var þessi maður að gera utan vegar og var það upptekinn að hann tók ekki eftir marg ítrekuðum aðvörunum unm að það yrði beitt mace-uða.  "GAS, GAS, GAS" var marg ítrekað kallað yfir hópinn, þetta finst mörgum mjög fyndið en þið verðið að athuga það að þetta er neyðar úrræði og eitthvað sem enginn vill lenda í að þurfa að gera nokkrum manni að meiða viljandi, allir sem gnga í gegnum lögregluskólann fá að kynnst því hvernig er að lenda bæði í mace-uða og táragasi sem var ekki beitt þarna þátt fyri marg ítrekaðar tilraunir fjölmiðla til að fá almenning til að trúa. Ég á efrfitt með að trúa því að þessi tiltekni maður hafi bara verið eitthvað utanvega í mestu rólegheitum utan vega.

9.  "Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað."  Ég ætla að bregða út af vananum og vera pínulítið ómálefnalegur að þessu sinni og leyfa mér að efast um að þetta sé alveg rétt og miðað við þann mál fluttning sem komið hefur frá mótmælendum og vörubíllstjórum þá get ég ekki trúað að lögreglan hafi sparkað og lamið ykkur "bjargvættina og fórmarlambið ", vegna þess eins og áður hefur komið fram þá beitir lögreglan ekki ofbeldi að óþörfu. 

10.  "Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum"  Þetta er ekki alveg rétt hjá þér mótmælandi góður, þú stóðst ekki í miðjunni heldur varstu mótmælenda meginn og því ekki hæfur til að birta hlutlausa umföllun um þessa atburði.  Ef þessi mótmæli voru svona "friðsöm" afhverju var þá ekki farið að lögum og reglum sem ríkja í þessu landi?  Ef það var svona "lítið" mál að færa umferðina annað var þetta þá ekki hálf marklausstaður sem valinn var?  Og aftur lögreglan ræðst ekki á ekki á fólk nema eftir ítrekaðar aðveranir eins og marg oft hefur komið fram í þessum pistli mínum. 

11.  "finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi"  Já og ég vona að það sé ekki margir sem taka undir þessi rök þín, nú fordæmir þú lögregluna mikið fyrir ofbeldi.  Það er ótrúlegt að þú skulir reyna að láta sem það sé ekkert mál að kastað hafi verið steini og það stórum steini í lögregluna.  Mér er alveg sama hver það er sem fyrir steininum verður hvort að það sé lögreglumaður eða einhver annar, þú hendir ekki steini í átt að neinum nema þú ætlir að stórslaða einhvern eða jafn vel myrða.

 Að lokum "Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins" alveg sammála, staðreynd málsins er sú að ef þú gerist brotlegur við lög sem ríkja í þessu landi þá verður þér refsað, málið er bara það aðvelt, og því lengur sem þú þrjóskast við þá þyngjist refsingin.  Það hefur marg oft komið fram að þetta eru ólöglega og stórhættulegar aðgerðir.   

Nú segjir "mótmælandinn" okkar ónefndi að hann sé bara " venjulegur fjölskyldufaðir", má ég þá spyrja þig að einu ef það kæmi nú eitthvað fyrir börnin þín ( sem að ég vona innilega að gerist ekki) það verður alvaræega veikt eða slasar sig þú hringir í 112 og biður um sjúkrabíl og svo eftir langa bið kemur bíllinn sem lenti í lokunum mótmælenda og þurfti að finna sér aðra leið eða bíða eftir að öll bílaröðin færði sig frá, en þá getur það verðið of seint, hver bæri þá sökina sjúkraflutningsmennirnir eða vörubílstjórarnir?

Margið hafa spurt hverslags "fasista" eða "lögregluríkí" þetta sé þar sem menn geta ekki legnur komið saman og brotið nokkur lög og stofnað lífi og eignum annara í stórhættu.  Viljum við sem sagt frekar búa í anarkistaþjóðfélagi þar sem lög og reglur eru að engu höfð og menn bera enga virðingu fyrir öðru eða öðrum.  Það vil ég ekki, hvað um þig?

Hlynur Kristjánsson, 26.4.2008 kl. 11:26

72 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir þetta hjá Hlyni

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 12:19

73 Smámynd: Haukurinn

Heyr, heyr Hlynur.

Held að íslendingar ættu aðeins að opna augun og gera sér grein fyrir starfsumhverfi lögreglumanna í nútíma íslensku þjóðfélagi. Vissulega eru þar svartir sauðir inn á milli, og auðvitað er alls ekki verið að réttlæta ólöglega valdbeitingu lögreglunnar, en lögreglan er sá hluti valdstjórnarinnar sem hefur hvað nánust samskipti við borgarana og það verður að viðurkennast að borgararnir virða engan veginn þá stofnun sem lögreglan er.

Lög eru lög, þeim ber að fylgja. Hér skiptir engu hvort um er að ræða umferðarlög, hegningarlög eða lög um búfjárhald. Hér er ekkert grátt svæði. Meðalborgarinn virðist halda að lög séu viðmið ekki fastar reglur. Við getum ekki bara valið hvaða lögum við viljum fylgja og hverjum ekki. Við höfum samkvæmt stjórnarskrá íslenska lýðveldisins rétt til þess að safnast saman vopnlaus - m.a. til mótmæla, en sömuleiðis er lögreglunni veitt heimild til þess leysa upp slíkar samkomur ef líklegt að þær leiði til óspekta. Ennfremur segir í 5. grein umferðarlaga nr. 50/1987: Vegfarandi skal fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem lögreglumaður eða sá annar, sem [ráðherra] hefur heimilað að stjórna umferð, gefur. Þær leiðbeiningar gilda framar leiðbeiningum, sem gefnar eru á annan hátt. Því hefðu bílstjórar átt að færa bifreiðar sínar þegar þeim var skipað svo.

Haukurinn, 26.4.2008 kl. 13:41

74 identicon

Sem fréttamaður í mörg herrans ár og Þingmaður "wannabe" þá varð ég fyrir verulegum vonbrigðum með þennan pistil þinn kæri Ómar Ragnarsson. Ég veit þú hefur gæfu og skynsemi til þess að skoða málið hlutlaust út frá skynsemissjónarmiðum.

Orðfæri þitt um Hitler, grimmdaræði, stærstu mistök í starfi, hermenn tilbúnir að drepa, dómgreindarleysi og vanþekking, eru þér ekki sæmandi.

Á vettvangi mótmæla þar sem friðsamir mótmælendur sækja um leyfi, þar mætir lögreglan og tryggir rétt borgarana til mótmæla. Hún er á vettvangi til að tryggja öryggi allra.

Á vettvangi þar sem mótmælendur brjóta hegningarlög, umferðarlög og hugsanlega fleiri lög þá erum við að tala um aðra hluti. Lögreglunni er skylt samkvæmt landslögum að aflétta ólögmætu ástandi. Það gerði hún þarna. Hún hefur samkvæmt sömu landslögum heimild til þess að beita eins miklu valdi og nauðsynlegt er til að framfylgja löglegum fyrirskipunum sínum. Lögreglan byrjaði ekki á neinu en lögreglan sannarlega endaði málið og aflétti ólögmætu ástandi sem atvinnubílstjórar sköpuðu.

Eftir margítrekaðar, ég endurtek, margítrekaðar yfirlýsingar um hvað lögreglan myndi gera þá er fólk á sína eigin ábyrgð á vettvangi. Allir með fullu viti færa sig á öruggan stað þegar að lögregla margítrekað segir öllum hátt og skýrt að hún muni beita valdi ef fólk hlýði ekki. 

Atvinnubílstjórar hófu þetta ástand og lögreglan lauk því.

Á vettvangi þar sem margir fullorðnir karlmenn eru hrópandi fúkyrði að lögreglunni er mikill hávaði. Það er öryggisins vegna fyrir þá sem ekki vilja gas framan í sig mjög gott að heyra það þegar lögreglan fer loks af stað með MACE úðun. Það var nauðsynlegt til að yfirgnæfa fúkyrðaflauminn frá mótmælendum að hrópa hærra en þeir. Það þurfti að öskra til að láta alla vita sem voru á vettvangi hvað lögreglan var að gera.  Það hefði verið gagnrýnivert ef að lögreglumaðurinn hefði ekki tryggt það að allir  heyrðu það örugglega að hann var að fara að nota gas.  

Ég hef aldrei séð neinn getað öskrað án þess að afmyndast eitthvað í framan við þau átök. Þarna voru á vettvangi atvinnubílstjórar og fleiri sem voru búnir að fá tækifæri til að taka ákvörðun um hvort þeir vildu átök við lögreglu. Þeir höfðu tekið ákvörðun um að taka slaginn við lögregluna. Það er ekki óeðlilegt að það þurfi að hækka róminn upp úr öllu valdi til að hræða þá sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að slást við lögreglu. Þetta voru að ég held allt saman ódrukknir aðilar með "fulle fem" sem tóku þessa óskynsamlegu ákvörðun. Þessu öskri var sem sagt beint að fólki sem margítrekað var búið að segja hvað það myndi fá framan í sig ef það myndi ekki hlýða fyrirmælum lögreglu. Þetta fólk var þarna algerlega á eigin ábyrgð.  Þetta er eins og að kanna hvort maður geti nú ekki synt undir Ölfusárbrúnna þó að allir heilbrigðir og skynsamir menn myndu aldrei gera slíkt.  

Það er eðlilegt að fólki bregði við þessar myndir. En fólk verður að hafa gæfu til að setja hlutina í rétt samhengi og skoða málið út frá öllum hliðum. Menn sem afneita félaga sínum í beinni útsendingu og þora ekki að segja að þeir þekki Ágúst Fylkisson eru ekki trúverðug heimild um atburðina á Norðlingaholti.

Runólfur (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband