Tilboð um hið illframkvæmanlega?

Þeir sem hafa viljað að Lára Ómarsdóttir fengi þyngstu afgreiðslu fyrir það að hafa opinberlega viljað skipulegga eggjakast á vettvangi við Rauðavatn tína aðallega til tvenn rök: 1. Orð hennar. 2. Enginn hló að því sem átti vera gráglettið glens. Þetta segja þessir haukar að sanni að henni hafi verið alvara.

1. Skoðum fyrst orðin sem gagnrýnendurnir vilja túlka bókstaflega frá orði til orðs: "Ég ætti kannski að fá einhvern til að kasta eggi." Allt sjónvarpsfólk veit að við þær aðstæður, sem voru þarna, var þetta illframkvæmlegt. Til þess að þetta sé hægt með góðu móti þarf að beina myndavél að þessum eina sem á að kasta þessu eina eggi, gefa honum merki um að kasta egginu og ná mynd af því í beinni útsendingu. Ef Lára hefði meint það sem hún sagði frá orði til orðs, hefði hún sagt: Ég get fengið einhverja til að kasta eggjum. Orðalag hennar bendir til þess sem hún heldur fram, að engin alvara hafi verið á bak við orðin.

(Í kvöld sást á Stöð tvö að Lára er að stilla sér upp fyrir beina útsendingu, sem er að bresta á. Í þeirri stöðu á hún enga möguleika á að fara úr þessari stöðu til þess að fara að skipuleggja eggjakast.)

2. Enginn hló að því sem hún sagði. Skoðum það. Hún var að tala í síma en hljóðneminn, sem nam orð hennar, var utan símans. Hlátur þess sem hún talaði við gat því ekki heyrst í útsendingunni. Sömuleiðis talar fólk öðruvísi í síma heldur en þegar það talar við einhvern sem er í persónulegri návitst þess.

Í bloggheimum og víðar hefur verið farið mikinn í því að dæma í þessu máli án þess að það hafi verið skoðað eins og tíðkast í hliðstæðum tilfellum á öðrum sviðum þjóðlífsins. Jafnvel hefur verið látið svo sem eggjakastið hefði byrjað eftir meinta áeggjan Láru. En eggjakastið byrjaði löngu áður og mér vitanlega átti enginn fjölmiðlamaður hlut að því og gráglettnisleg orð í síma voru aðeins ætluð manninum á hinum enda sambandsins.

Heimtað hefur verið blóð Láru og fréttastofu hennar þegar í stað.

Nú geta þessir dómendur væntanlega verið ánægðir og tekið fyrir þann næsta í þjóðfélaginu sem á að fjúka.

Að öðru leyti vil ég benda á blogg Egils Helgasonar á eyjan.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri Ómar, það eru svo margir sem eru sjálfkjörnir postular hins eina rétta.  Þeir eru svo upphafnir af sjálfum sér, að þeir finna ekki af sér svitalykt, hvað þá heldur verri lykt.

Þeir eru að egin áliti óbætanlegir og því ekki hægt að bæta nokkuð þar um betur.

Þeir eru ekki undirseldir hinu mannlega, né að hugur þeirra sé orpinn vafa um eigið ágæti.

Þeir vita allt og ef það gæti verið, að þeir vissu ekki eitthvað, er ekki nokkur þörf, né nauðsyn, að vita það.

Allt sem ,,hinir" telja sig vita er hjóm eitt, þeirra er úrskurðarvaldið.

Svona aðilar eru til og munu að  líkum ætíð verða til.

Ég efast og er því ekki mjög hátt skrifaður í hópi hinna útvöldu (að eigin áliti sko.)  Þar líður mér vel, því efinn eykur huga mínum þorsta eða hugnur.  þannig á það að vera og svo na vil ég hafa það.

Hinir ,,vannlausu" að eigin áliti eru PC og því ósnertanlegir.  Einstaklingurinn er þar gersamlega einskis virði og mun verða svo hjá hópsálum. 

Vonandi fær hún dóttir þín uppreist sinnar æru í eigin augliti, það nægir hverjum og einum.  Ef vissan er fyrir góðri hegðan, er það nægt veganesti í ferðalagið sem framtíðin er.

Þinn vinur

Bjarni Kjartansson

Miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 25.4.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skellir hún sér ekki bara í pólitík eins og Robert Marshall gerði þegar hann missti niðrum sig í fréttamannsstarfinu? Mér sýnist hún eiga heima frekar í slíku stússi. Bara spurning hvort hún velur þig sem sinn formann eða Steingrím J.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Tvennt er það sem mig dauðlangar að heyra. Annars vegar hvað viðmælandi Láru var að segja á hinum endanum (hver var það? Var hann/hún að gefa fyrirskipun og ummæli Láru viðbrögð við því?). Mér heyrist Lára ekki vera að grínast, en aftur á móti virðist mér hún vera að bregðast við ósk viðmælandans um eitthvað djúsí.

Ég get einhvern veginn ekki fyllilega metið orð Láru nema að vita þetta.

Hitt varðar árás Ágústs Fylkissonar á lögregluþjóninn. Árásin furðar mig og ég á erfitt með að meðtaka að hún hafi verið gjörsamlega tilefnislaus. Ég myndi vilja vita hvað lögregluþjónninn sagði við Ágúst augnablikið fyrir árásina. Var hann knnski að gefa komment á heilastærð Ágústs?

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Ómar.

Ég tek undir með Friðriki Þór - og hef sett inn færslu á bloggsíðuna mína þar sem vangaveltur mínar um viðmælanda Láru koma fram. Færslan er hér.

En svona fyrir forvitnisakir - er rétt sem sagt er að Lára sé dóttir þín? Það er svo margt sagt, eins og við vitum, að ég vildi bara spyrja þig beint.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.4.2008 kl. 18:35

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Tel að Lára Ómarsdóttir hafi farið fram úr því siðferði sem stjórnmálamenn íslenskir hafa sýnt - - fram undir þetta.  Hún fer líka fram úr þeim "siðferðisviðmiðum" sem fjölmiðlamenn hafa unnið eftir - - - - en það skyldi þó aldrei vera að hún hafi unnið undir þvingunum?  - hún vissi örugglega að Steingrímur Ólafsson mundi ekki taka ábyrgð á henni.    Svo átt þú einkum að vera stoltur af viðbrögðum dóttur þinnar við mistökum sínum - - - hún verður ekki minni af viðbrögðunum - - -en þú átt ekki að vera að fabúlera efnislega um þess atburði - - bara bakka "stelpuna" -  upp og ekkert drepa því á dreif

Benedikt Sigurðarson, 25.4.2008 kl. 20:11

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef verið að skoða myndbandið og það sem dóttir mín sagði og gerði eins og gert hefði verið ef málið hefði verið rannsakað fyrir dómi. Ég tel dóma sem felldir hafa verið án þess að kryfja þessi gögn frekar "fabúleringar" heldur en mína viðleitni til rannsóknar í þeim stíl sem ég kynntist þegar ég var í lagadeild.

Ómar Ragnarsson, 25.4.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stafurinn ó sem var upphaflega í orðinu illframkvæmanlegt var innsláttarvilla sem ég hef nú þurrkað út.

Ómar Ragnarsson, 25.4.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Mér er nú bara spurn..... Hver í andskotanum höldum við (almenningur)  að það sé okkar að dæma hvort einhver hafi verið að grínast eða ekki??

Ylfa Lind Gylfadóttir, 25.4.2008 kl. 20:38

9 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Það á eftir að hitna undir ansi mörgum rössum í sambandi við þessi átök á miðvikudaginn var.

Ég vona bara að það hitni engöngu undir þeim sem það eiga skilið. 

Hlynur Jón Michelsen, 25.4.2008 kl. 20:47

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Lára kom vel út úr Kastljósinu í kvöld.

Bestu kveðjur til þín Ómar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.4.2008 kl. 22:27

11 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ómar.

Mikið er ég stoltur af ykkar barni ykkar hjóna Láru . Hún hefur sannað að hún hefur heiðaleika að leiðarljósi og hefur ætið staðið fyrir sínu á því liggur engin vafi.. Þið elskulegu hjón megið vera stolt af henni. Því hún sjálf er ákveðinn og lætur ekki stjórnast að hvötum annarra. Ég tel Láru Ómarsdóttur eiga framtíð fyrir sér án þess að eiga það á hættu að aðrir stjórni henni. Megi guð og gæfa vera með Láru ég veit að hún mun ekki gefa neitt eftir. Hún sjálf eins og móðir hennar hafa sannað að þær hafa ekkert gefið eftir þó þær sjálfar séu ekkert að tala um það upphátt. Það er eðli þessara fjölskyldu.

Kæri Ómar Ragnarsson og frú Helga þið megið vera stolt af ykkar dóttur hún sjálf hefur sannað að hún er með heiðarleika að leiðarljósi það er kostur sem allir vilja ekki viðurkenna. Ég segi áfram Lára og fjölskylda þú er mín og ég mun ætíð treysta á þig.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 25.4.2008 kl. 22:29

12 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sorglegt mál sem segir okkur að illa er farið af stað með þessi ólöglegu mótmæli og forystusauðurinn ekki til mikilla átaka en fréttamaðurinn blóraböggull aðgerðanna sárasaklaus fær þyngsta dóminn og margir ættu að taka hana til fyrirmyndar.

Guðjón H Finnbogason, 25.4.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

HVER VAR Á HINUM ENDANUM Í SÍMTALINU? VAKTSTJÓRINN? PRÓDÚSENT? HVAÐ SAGÐI HANN SEM KALLAÐI Á VIÐBRÖGÐ LÁRU, KALDHÆÐNINA/HÁLFKÆRINGINN?

Mér heyrðist á Láru í kvöld að viðmælandinn (ónafngreindur) hafi sagt við hana (kvartað?) að það væri ekkert að gerast (sem réttlætti "live" útsendingu giska ég á). Vildi viðmælandinn fá meiri æsing, annars væri ekki ástæða til að senda út "live"? Voru viðbrögð Láru þá tilraun til að þóknast yfirmanni, gera honum/henni til hæfis? Mér finnst voðalega erfitt að fullyrða um aðeins aðra hlið peningsins.

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 22:48

14 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég tek undir margt af því sem skrifað hefur verið hér, en það er auðvitað alltaf þannig að aldrei eru allir sammála.  Ég skrifaði færslu um þetta atvik sem sjá má hér.            En ég get ekki að því gert að mér finnst það hálf kjánalegt þegar fólk, þó sérstaklega fjölmiðlafólk, er að setja útá skoðanir fólks sem hefur áhuga á að blogga.  Eru þær skoðanir síður merkilegar en skoðanir fólks sem vinnur í fjölmiðlum?

Eftir samtal við Láru í gær þá setti ég inn athugasemd eða viðbót við færsluna því ég taldi aðstæður hefðu breyst miðað við hvernig fréttin hljómaði í fyrstu.  Einnig vill ég taka það skýrt fram að færslan snerist í raun ekki um Láru sem persónu heldur fyrst og fremst um fréttamanninn sem var í útsendingu.  Ég hefði án efa verið sömu skoðunar og líklega skrifað svipaðan texta hefði einhver annar fréttamaður átt í hlut.

Hinsvegar þarf fréttamaður ávallt að vera gætin í orðavali hvort sem viðkomandi fréttamaður er í útsendingu á ljósvakamiðli eða ekki.  Hann þarf að gæta þess að fréttin fái ekki "æsifréttastíl" nema það sé tilgangurinn eins og oft virðist vera raunin á fréttastofu Stöðvar 2, því miður.

Það mikilvægasta sem hver fréttamaður þarf að hafa er trúverðugleiki og því miður hlaut hann skaða hjá Láru í gær, það hljóta menn að vera sammála um.  Spurningin var sú hvort það hefði verið nægilegt að hún hefði beðist afsökunar eða hvort hún hefðu þurft að segja starfi sínu lausu eins og hún gerði.  Það var ákvörðun sem hún tók og hana ber að virða.

Lára dóttur ykkar hefur verið einn besti fréttamaður Stöðvar 2 og óska ég henni alls hins besta í framtíðinni og efa það ekki að hún á eftir að gera skemmtilega hluti og ekki ólíklegt að hún snúi aftur í fjölmiðla áður en langt um líður.

Óttarr Makuch, 25.4.2008 kl. 23:28

15 Smámynd: Loopman

Ég verð að taka undir með Friðriki Þór.

Loopman, 25.4.2008 kl. 23:38

16 Smámynd: Landfari

Ég held að það sé ekki spurning að Lára brást hárrétt við þim aðstæðum sem komnar voru upp. Ef hún hefði haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist hefði  hún haft þetta mál hangandi yfir sér um ókomna tíð og það hefði truflað túverðugleika hennar.

Eins og einhver sagði hér einhvers staðar á blogginu þá er ekki nóg að allt sé taust og pottþétt varðandi fréttirnar. Það þarf líka að líta út fyrir að vera það.

Nú hefur hún sýnt í verki að hún tekur starf sitt alverlega og hefur við það öðlast aftur tiltrú fólks sem er fréttamanni alger nauðsyn. Hún verður komin aftur í fréttirnar innan tiltölulega stutts tíma nema hún finni sér annað áhugaverðara starf.

Miðað við hvað þetta mál er mikið rætt og þær afleiðngar sem það hefur finnst mér að Stöð 2 ætti að upplýsa hver var á hinum endanum í þessu samtali þeirra.

Varðandi rannsókn þína Ómar á þessu máli þá ert þú kanski ekki heppilegastur í það verk en látum það liggja á milli hluta.

Þú segir að þetta hafi verið illframkvæmanlegt en það voru nú samt sýndar myndir af krökkum að kasta eggjum þarna. Það kom heldur hvergi fram að sviðsett eggjakast þyrfti að fara fram strax. Þá finnst mér einnig skrítið að það skuli ekki hringja neinum bjöllum hjá þér hvernig orð hennar virðast koma af framhaldi af því sem sagt er á hinum endanum. Það vita allir að það er hægt stundum að breyta merkingu orða með því að taka þau úr samhengi. Persónulega finst mér það áhugaveðasti hlutinn til rannsóknar og tek þar undir með Ólínu og Friðrik.

Spurning kanski hvort Stöð 2 ávinni sér trúverðugleka fyrr en þetta upplýsist.

Raunverulega eru þetta allt aukaatriði gagnvart Láru því það er endalaust hægt að fabulera um þetta fram og til baka.

Það sem skiptir máli er að þetta er ekki hafið yfir allan vafa og það eitt nægir til að rýra trúverðugleika hennar og fréttastofunnar.

Þess vegna gerði hún það eina rétta í stöðunni og ber að virða hana fyrir það. Með því er hún jafnframt þegar búin að ávinna sér talsvert af þeim trúverðugleika sem tapaðist á miðvikudaginn.

Landfari, 26.4.2008 kl. 00:35

17 Smámynd: Halla Rut

Persónulega finnst mér alltof mikið gert úr þessu máli. Ég tala nú ekki um þegar við berum "mistök" stjórnmálamanna okkar saman við þessa fljótfærni Láru en þá er þetta eins og flugandi fiður á röngum stað.

Ég skrifaði um þetta hér. SMELLA.

Halla Rut , 26.4.2008 kl. 00:37

18 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sérhver heilvita heyrandi manneskja hefur heyrt það hvernig Lára sagði þessa setningu.
Ég heyrði það mjög augljóslega að það var grín í gangi, illa brugðist við hjá þjóðinni.
Leiðinlegt að Lára hætti störfum, þar sem hún er nú hin fínasta fréttakona, og á það nú ekki skilið að hætta störfum vegna þess sem gerðist.
Ég vona að þetta falli í þennan sama jarðveg og allt svona sem gerist, að þetta gleymist og grafist, hennar vegna. Hún tók samt vel á þessum málum, og ég er stolt af henni að hún fari ekki að afsaka sig neitt, segi bara hreint út sagt að þetta hafði verið grín.

Ég óska Láru alls hins besta, og þú mátt skila því til hennar.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 26.4.2008 kl. 01:17

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég á erfitt með að ímynda mér að sú Lára sem ég kynntist í Álftó í den segði svona í mikilli alvöru og eftir að hafa heyrt hana skýra sitt mál í Kastljósinu er ég þess fullviss um að svo var ekki.

Brjánn Guðjónsson, 26.4.2008 kl. 03:20

20 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Les ekki kommentin hér að ofan, en þetta var vandræðalegt og það láta góðir fréttamenn ekki gerast! Þú ert annað hvort góður eða .....EKKI. Punktum.

Halldór Egill Guðnason, 26.4.2008 kl. 03:45

21 Smámynd: Fairlane

Kæri Ómar,

 það gerðist ansi margt þennan dag sem ég vildi fá svör við og enn er fæstum spurningum mínum svarað. En málið með spurningar er að þegar svörin berast vegur maður og metur hversu trúverðug þau eru. Í tilfelli Láru spurði ég, voru þessi orð látin falla? Ef þau orð voru látin falla var þetta eitt það alvarlegasta sem blaðamaður getur gert sig sekann um. - Ég hafði ekki heyrt þetta nema af afspurn, en taldi að ef rétt væri haft eftir dygði fátt annað en afsögn.

Á þessum tímapunkti vissi ég ekki hvort að orðin höfðu verið látin falla fyrir eða eftir að eggjakastið hófst, þaðan af síður hver hafði látið þau falla (enda ætti það ekki að skipta máli). Þetta var einfaldlega eðlileg spurning sem átti fullan rétt á sér, en samkvæmt því sem ég hafði heyrt þá höfðu ummælin fallið áður en eggjakastið hóst.

 Í kjölfarið vil ég koma tvennu á framfæri: Ég tel að myndefni (eggjagrýttir skildir óeirðarlögreglunnar í sama augnabliki og hún grípur svona óheppilega til orða) sem var ekki til staðar þá staðfesti það að Lára þín var væntanlega bara að grínast... en var svo óheppin að eyru þjóðarinnar voru á henni þá... en það var ekki hægt að meta ummælin strax í samhengi þá. Ég held að það sé stór ástæða þess hvað samsæriskenningarnar voru fljótar að vinda upp á sig. Þegar ég heyrði rökstuðning hennar og sá myndefnið var þeirri spurningu minni svarað. En Lára hefur heldur betur sýnt hvað í henni býr með því að axla ábyrgð á ummælum sínum, og ég veit að fyrir mitt leyti verður hún þrífalt trúverðugri síðar meir ef hún kýs að snúa aftur sem fréttamaður - bara að ráðamenn þjóðarinnar væri jafn ærlegir.

 En, Ómar, sem margreyndur blaðamaður... hvers vegna hefur enginn fjölmiðill reynt að kafa dýpra í orð eins yfirmanns lögreglunnar sem segir við fréttamann fáeinum mínútum fyrir uppþotin: "Bíddu bara í nokkrar mínútur og þá færðu að sjá hvernig við tökum á þeim" (þetta er haft eftir minni - en innihaldið var nákvæmlega þetta)?

Þessi orð nöguðu mig miklu meira heldur en ummæli Láru, því ef yfirmaður lögreglunnar lét þetta þetta út úr sér skömmu fyrir slaginn... þá er greinilegt að yfirvaldið vildi að það slægi í brýnu. Og mér finnst dapurlegt að núna vantar Láru Ómars eða Ómar Ragnars til að fylgja því eftir.

 Hafi hvassyrð fyrirspurn mín verið þáttur í afsögn Láru, þá iðrast ég þess að hafa ekki orðað hana á prúðmannlegri hátt.

Fairlane

PS

(ég er svo nýbyrjaður að blogga að ég kann ekki að búa til linka en ég vona að þú getir skellt á nafn mitt og séð sjálfur að ég spurði margra fleiri hnitmiðaðara spurninga þenna dag... en fæstum þeirra hefur enn verið svarað).

Fairlane, 26.4.2008 kl. 06:47

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Bíddu bara í nokkrar mínútur, þá færðu að sjá hvernig við látum verkin tala."

Þetta fannst mér strax eftirtektarverðustu ummælin en í ljós kom að enginn hafði áhuga á að kafa ofan í þetta eða fleiri slík mál, væntanlega vegna þess að vitað var að sáralitlar líkur væru á að nokkur verði rekinn.

Lára var auðveldari bráð og það virðist oft vera einhver dulin þörf til að velja einn úr hópnum til að láta finna til tevatnsins. Dæmi um þetta í náttúrunni er þegar úlfarnir ráðast allir á það dýr sem líklegast er til að mega ekki við margnum og króa það af.

Þegar það hefur tekist og hægt er að byrja að gæða sér á bráðinni dettur allur áhugi niður á að aðhafast frekar.

Ómar Ragnarsson, 26.4.2008 kl. 09:13

23 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég er með tvær spurningar til þjóðarinnar. 1 Þurfa allir að vera Steingrími Ólafssyni þolanlegir hvað húmorsleysi varðar til að vinna undir hans stjórn?

2. Eins og Friðrik Þór þá spyr ég HVER var á hinum enda línunar hjá Láru?

Hvern er Steingrímur Ólafsson að verja ( kannski einhvern honum þókknanlegri en Láru).

Meðan Lára upplýsir ekki sjálf hver var hinumegin í símanum þá held ég að hún sé að oppna dyr fyrir sig aftur í sjónvarpið þar sem hún á að vera........mikklu frekar en Steingrímur Ólafsson,,, en n.b. það er mitt prívat sjónarmið (sem þið fáið að vita af núna)

Upp með Íslenskann húmor

Kveðja út í væntanlegt sumar. 

Sverrir Einarsson, 26.4.2008 kl. 09:19

24 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Ómar

 Verð að játa að mér finnst þetta mál vera eins og stormur í vatnsglasi. Mér þótti Róbert Marchall taka óþarflega stórt skref í sínu máli þegar hann sagði af sér á sínum tíma og það sama finnst mér nú þegar Lára tekur þessa ákvörðun. Sammerkt með Róbert og Láru er að þau eru í hópi okkar bestu fjölmiðlamanna. Mér þótti hins vegar Steingrímur Ólafsson setja niður þegar hann kom fram til þess að útskýra þetta mál. Ef einhver töggur er í RÚV eru þegar búnir að gera Láru tilboð um að koma yfir til sín.

Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2008 kl. 10:00

25 identicon

Allir fréttamenn sviðsetja - Lára er engin undantekning

Ég vann hjá Rúv í 12 ár. Að auki hef ég verið hinum megin við borðið í jafn langan tíma. Ég man ekki eftir öðru en að fréttamenn (sérstaklega ljósvakamiðla) hafi sviðsett fréttir. Það eru auðvitað "seljanlegri" fréttir þar sem einhver hasar eða líf er í.

Ég man þegar fréttamenn komu að mótmælunum við álverið á Reyðarfirði að þeir biðu eftir að einhver hasar færi í gang. Það var var þrábeðið um að fara inn á svæðið til að taka myndir af mótmælendum hangandi í krönum. Einföld frásögn dugði ekki. Oft sneru kvikmyndatökumenn frá ef "ekkert líf" var á vinnusvæðinu. Það hefði hinsvegar gefið raunsanna mynd af þeirri vinnu sem þarna fór fram. Þeir voru oft eins og krakkar í leikfangaverslun ef tæki, tól og menn voru á fleygiferð.

Ljósmyndarar vilja helst taka myndir af slysavettvangi á meðan hinir slösuðu eru þar. Ekkert fútt í því að sjá bara ónýta bíla. Oft eru atriði sviðsett þannig að sá sem talað er við þarf að endurtaka það sem hann ætlar að segja. Og ekkert óeðlilegt við það. Fréttamenn biðja viðmælendur um ákveðin svör við ákveðnum spurningum. Það er sviðsetning.

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:47

26 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Danir segja: Tankerne er toldfri. Því miður varð Lára fyrir því óhappi að hugsa upphátt og það í beinni útsendingu að virðist vera. Nú er ljóst af því sem gerðist að það var ekki ásetningur hennar né ætlunin að sviðsetja frétt, öðru nær, henni verður hugsað til þess hve það gæti verið heppilegt ef unnt væri að taka betri mynd af atburðinum. Og því miður upphátt og það sent út án hennar vitundar.

Þetta eru mjög hörð viðbrögð við smáyfirsjón. Óskandi væri að íslenskir ráðherrar gætu tekið Láru sér til fyrirmndar í þessum efnum. Ætli þyrfti þá ekki að skipta um ráðherra nokkurn veginn í viku hverri?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2008 kl. 12:30

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér heyrðist Lára segja í öðru hvoru viðtalinu í gærkvöldi að hún hefði verið að stilla sér upp fyrir beina útsendingu og ýta á eftir því við útsendingarstjórnina niðri í Skaftahlíð að hún hæfist.

Þar hefði verið hummað og sagt að ekkert væri að gerast í framhaldi af því komu hin "refsiverðu" hálfkæringsorð: "Ég ætti kannski að fá einhvern til að kasta eggi."

Síðan sést á myndbandinu að hún stillir sér strax aftur upp til að vera tilbúin fyrir beinu útsendinguna og setningin fræga augljóslega marklaus. 

Ómar Ragnarsson, 26.4.2008 kl. 13:17

28 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fréttamaður hættir á Stöð 2.Er eitthvað merkilegt við það.

Sigurgeir Jónsson, 26.4.2008 kl. 14:06

29 identicon

"Myndskeiðið af sérsveitarmanninnum úðandi piparúðanum sem öskrar "gas!! Gas!! Gas!!! með andlit, sem virðist afmyndað af heift og bræði er dæmalaust í íslenskri sjónvarpssögu og einhver klaufalegustu mistök í starfi sem ég hef séð lengi". [ummæli Ómars Ragnarssonar]

Greinilega fleiri en nefndur maður sem gerðu klaufaleg mistök í starfi þennan daginn! 

Hins vegar að Láru, þá tel ég rangt að kalla eftir uppsögn hennar með þeim látum sem var gert og tel skýringar hennar fullgildar. Trúi því einnig að fullgildar skýringar séu á hvernig maðurinn með piparúðann öskraði gas, gas, gas ... og ætla mér ekki að fara að lesa eitthvað úr hans fasi, þ.e. hvort þar virðist skýna í heift eða bræði - ekki frekar en að ég ætli að lesa eitthvað meira úr ummælum Láru en hún gefur skýringar á.

Guðrún J (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 17:25

30 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skrifa gasmanninn á yfirmenn á vettvangi og þjálfun manna. Hægt var að kalla án þess að öskra eða að einn væri með gjallarhorn og tilkynnti um hverja gasárás nema hvort tveggja væri.

Ég bendi líka á ótrúlegt atvik þegar þybbni maðurinn stóð réttu megin við gulu línuna og var að kalla til lögreglumannanna, sem stóðu sín megin. Allt í einu ruku 4-5 lögreglumenn af stað og eltu vesalins manninn eins og bráð, felldu hann til jarðar og djöfluðust á honum. Þetta getur ekki átt að vera svona.

Ómar Ragnarsson, 26.4.2008 kl. 20:35

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér þykir leitt að dóttir þín hafi misst starf sitt, Ómar og vona að hún finni aftur gott starf. Eflaust hefur hún alveg hæfileikana til þess.

Sem faðir verðurðu að taka stöðu með henni og það litar þitt viðhorf, sem eðlilegt er. Faðir getur aldrei fjallað óhlutdrægt um deilu sem dóttur hans á í.

Ég ætla heldur ekki að dæma neitt um hvort Lára hefði átt að víkja úr starfi eður ei. En þessir atburðir sýna það að fjölmiðlun á Íslandi er ekkert annað en farsi.

Hér eru tvær sjónvarpsstöðvar ráðandi á sjónvarpsmarkaðnum og þær reyna að klóra augun hvor úr annarri. Þær berjast um hylli áhorfenda og um leið auglýsenda.

Vandamálið er að önnur getur sogið fé úr ríkissjóði en hin verður að treysta á áskriftartekjur og auglýsendur. Leikurinn er þannig mjög ójafn og RÚV hefur misnotað aðstöðu sína til að lokka til sín hæfasta sjónvarpsfólkið.

Þegar staðan er svona ójöfn og baráttan hörð geta stöðvarnar freistast til að grípa til óyndisúrræða, en ég veit ekkert hvort það hafi gerst í þetta sinn og ætla ekkert að dæma um hvort þessi tillaga Láru var sett fram í gríni eða alvöru.

Hitt er annað að nálægt fjölmiðla hefur alltaf áhrif á svona atburði. Sjónvarpsstöðvarnar eru þannig gerendur í atburðunum þó það sé ekki ætlun þeirra.

Við vitum hvernig óeirðarseggir í Palestínu grýta grjótum og öllu lauslegu eins og þeir hafi fengið vítamínssprautu um leið og þeir sjá kvikmyndatökuvélarnar. Mótmælendurnir við Rauðavatn vissu flestir að fjölmiðlar væru á staðnum og einhverjir vilja alltaf gefa fólki eitthvað spennandi til að horfa á.

Því segi ég, leggjum niður RÚV og leyfum einkastöðvunum að bítast um hylli áhorfenda. RÚV er hvort eð er ekkert annað en strengjabrúða stjórnvalda. 

Theódór Norðkvist, 26.4.2008 kl. 20:59

32 identicon

Það þekkja það allir sem hafa starfað undir miklu álagi í þröngum hóp að innan hópsins er ýmislegt sagt sem alls ekki er viðeigandi að segja nema í þeim þrönga hópi og veldur misskilningi og hneykslan utan hans.  Ég vil meina að þetta sé einhverskonar "kóping mekanismi" og nauðsynlegt við tilteknar aðstæður.  Af og til vill svo slysalega til að svona ummæli berast eyrum utanaðkomandi.  Í þessu tilviki var þetta vissulega óheppilegt en hefur ekki á neinn hátt með trúverðugleika fréttamannsins eða fréttarstofunnar að gera.  Eftir að þetta hafði verið útskýrt, var ljóst hvað hafði gerst og ekkert meira um það að segja.  Ég held að uppsögnin hafi verið óþörf og held að fréttamaðurinn ætti að snúa sem fyrst til starfa aftur - þ.e. að yfirmenn hennar eigi að kalla hana fyrir og neita að taka við uppsögninni.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 09:02

33 identicon

Kæri Ómar, þegar maður segir eða gerir, þá tekur maður ábyrgð á sínum gjörðum. Dóttir þín var með miðstöð í eyranu og vissi mæta vel að hún var í beinni. Fréttamenn eiga ávalt að vera hlutlausir og meðvitaðir um atburði líðandi stundar. Hún sagði þetta og enginn annar og hvort einhver var að ræða við hana í símanum eða ekki þá átti hún að passa orð sín og athugasemdir. En hér er spurning sem enginn virðist kæra sig um að spyrja ? Hvað var hún að gera í símanum þegar hún var í beinni útsendingu. Þeir sem voru í eyranu á henni hefðu tilkynnt henni vonandi að hún væri í útsendingu og að hætta í símanum. Fréttamenn hafa verið þekktir fyrir að búa til frétt og múgæsing. Hver var var á línunni með henni eða hinum megin í símanum þá skiptir það engu máli.

Þegar upp er staðið erum við öll mannleg og gerum mistök. En mér finnst hún með sinni afsögn og útskýringum um að hún myndi alldrei vinna svona og að þetta sé ekki hennar karektir sýna annað. Ef þetta hefði ekki komið fram í beinni ( mjög óheppilegt ) þá hefðum við alldrei vitað um sannleikann í þessum sorglega atburði. 

Ég tel að ef hún sæi eftir orðum sínum þá bara að biðjast afsökunar og halda svo áfram. Líkt og Friðrik Ómar lét orð um tómar tunnur fljúga í beinni og bjó svo til áðstæður vegna orða sinni, sást á baksundi um allann bæ. Hann var að beina orðum sínum að Hey hey krökkunum og hana nú.

En hún er ekki dóttir mín og ég veit ekki hvernig ég myndi bregðast við. Eins og einhver sagði:  Bara hisja upp um sig buxurnar og halda áfram. Ég óska henni alls hins besta.

Ein raunsæ sem bý í Norðlingarholti og horfði á allann atburðinn. Og mínum krökkum var ekki óhætt að fara út þennan dag.

Fanney Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband