30.4.2008 | 01:39
20. barnabarnið.
Alma, dóttir okkar Helgu, fæddi manni sínum, Inga R. Ingasyni í gær 20. barnabarn okkar hjóna og eru afkomendurnir þar með orðnir 27. Þetta er rauðhærður drengur sem starði nýfæddur með galopnum, bláum augum sínum á heiminn, sem hann var kominn inn í, alveg eins og sagt var að hinn rauðhærði afi hans hefði gert fyrir 67 árum. Drengurinn fæddist á afmælisdegi Jónínu, dóttur okkar, á svipaðan hátt og ég sjálfur fæddist á afmælisdegi Jónínu, móður minnar.
Enn einu sinni er fjölskyldu okkar færð mikil og sönn gleði. Er ekki lífið dásamlegt?
Athugasemdir
Innilega til hamingju með það Ómar, börnin eru framtíðin svo yndisleg og einlæg frá upphafi vega.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2008 kl. 02:01
Þú ert ríkur. Til hamingju.
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 02:06
Innilegar hamingjuóskir Ómar, hvað í lífinu er dýrmætara en þetta?
Sveinn Ingi Lýðsson, 30.4.2008 kl. 10:03
Til hamingju Ómar!
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 17:47
Innilegar hamingjuóskir. Ég er sjálfur rétt að byrja afa-tímabil minnar ævi með eitt barnabarn og eitt skábarnabarn :-) Það verður spennandi að sjá hversu mörg þau verða þegar ég næ þínum aldri.
Karl Ólafsson, 1.5.2008 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.