20. barnabarnið.

Alma, dóttir okkar Helgu, fæddi manni sínum, Inga R. Ingasyni í gær 20. barnabarn okkar hjóna og eru afkomendurnir þar með orðnir 27. Þetta er rauðhærður drengur sem starði nýfæddur með galopnum, bláum augum sínum á heiminn, sem hann var kominn inn í, alveg eins og sagt var að hinn rauðhærði afi hans hefði gert fyrir 67 árum. Drengurinn fæddist á afmælisdegi Jónínu, dóttur okkar, á svipaðan hátt og ég sjálfur fæddist á afmælisdegi Jónínu, móður minnar.

Enn einu sinni er fjölskyldu okkar færð mikil og sönn gleði. Er ekki lífið dásamlegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega til hamingju með það Ómar, börnin eru framtíðin svo yndisleg og einlæg frá upphafi vega.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert ríkur. Til  hamingju.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 02:06

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Innilegar hamingjuóskir Ómar, hvað í lífinu er dýrmætara en þetta?

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.4.2008 kl. 10:03

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Til hamingju Ómar!

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 17:47

5 Smámynd: Karl Ólafsson

Innilegar hamingjuóskir. Ég er sjálfur rétt að byrja afa-tímabil minnar ævi með eitt barnabarn og eitt skábarnabarn :-) Það verður spennandi að sjá hversu mörg þau verða þegar ég næ þínum aldri.

Karl Ólafsson, 1.5.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband