2.5.2008 | 12:42
Vaxandi stórmál.
Íslensk sóttvarnayfirvöld og læknar hafa að mínum dómi unnið stórvirki með því að halda nýjustu ónæmu sýklunum svo sem MOSA-sýklum frá landinu með hörðum en nauðsynlegum aðgerðum. Enn betur á eftir að koma í ljós síðar eftir því sem ónæmi í sýklum vex hve mikil gæfa það er fyrir okkur að búa á fjarlægri eyju við ysta haf.
Undanfarna tvo mánuði hef ég gengið í gegnum veikindi sem hafa varpað ljósi á þetta og glími nú við aukaverkanir vegna sterks sýklalyfs sem nauðsynlegt var að nota.
Þetta sístækkandi viðfangsefni verður eitt helsta vandamálið, sem afkomendur okkar eiga eftir að fást við.
Þróun ónæmis gegn sýklalyfjum hafin hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innilegustu batakveðjur frá okkur öllum
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.