Hvað ef "... . . . ..." ?

Svo grátlega lítið hefði hugsanlega þurft til að dóttirin í kjallaranum hefði getað látið vitað af neyð sinni ef marka má viðtal við leigjanda, sem bjó beint fyrir ofan kjallarann og heyrði einstaka sinnum lamið í pípulögn í kjallaranum. Ef dóttirin hefði kunnað mors hefði hún getað lamið SOS neyðarkallið í pípulögnina en þá hefði leigjandinn líka þurft að átta sig á kallinu og Fritzl að vera ókunnugt um það.

Tækifærið hefði hugsanlega geta gefist þá daga sem hann var í Tælandi.


mbl.is Fimm læstar hurðir lokuðu kjallara Fritzl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Það sem ég er búin að vera að velta fyrir mér, er: Mikið ofboðslega hefur konan hans verið kúguð og meðvirk, og mikil afneitun í gangi að taka ekki eftir neinu. Maður hefur svo sem heyrt fleiri dæmi þess að mömmurnar hafi ekki vitað af neinu......en ég spyr mig samt sem eiginkona og 5 barna móðir sjálf????? Í fyrsta lagi: Fannst henni ekkert athugavert við að heyra ekkert í dóttir sinni í 24 ár??? Í öðru lagi: Fannst henni ekkert athugavert við að vera meinaður aðgangur að kjallara??? Í þriðja lagi: Fannst henni ekkert skrítið að maðurinn hennar væri að bera matvæli, fatnað og fleira niður í kjallarann??? Og í fjórða lagi: Fannst henni ekkert athugavert, að börn og ekki eitt heldur þrjú væru borinn nýfædd á tröppurnar hjá þeim hjónum?????? Og gott ef maður spyr sig ekki líka: Ber ekkert af þeim börnum, ættarsvip frá þeim hjónum???? Hrikalegt mál og skelfilega sorglegt í alla staði

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 1.5.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Var að lesa fyrri færslur þínar rétt í þessu og má til með að óska þér og þínum til lukku með litla rauðhaus Ég á sjálf einn son og fjórar dætur, og sonurinn alveg rauðhærður....verður reyndar jarpur með árunum. Má samt til með að segja þér skondna sögu. Þegar sá stutti var um það bil að nálgast árs afmælið sitt, hafði ég smá áhyggjur af hárvexti snáðans, þar sem hann var alveg sköllóttur nema aftan á hnakka, eyra frá eyra þar óx rauða hárið hans. Svo ég tók á það ráð að raka allt saman af, þar sem hann minnti mig á pínulítinn Ómar Ragnarsson. Það skal tekið fram að ég var aðeins 21 árs gömul með mitt fyrsta barn Aðeins viðkvæmari á þeim árum. Drengurinn sat alveg kyrr á meðan hausinn var snoðaður og át þrjá stóra banana

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 2.5.2008 kl. 00:00

3 identicon

Áhugavert hvernig spurningin snýst alltaf að þolendum í svona málum. Hefði hún gert hitt eða þetta, hefði hún komist fyrr? Eða hefði hún  kunnað morse, telepathy, frönsku, bla bla bla.

En spurningin á auðvitað að vera, hvað þarf til að fólk fatti svona? Hún lamdi í rörin, en hversu mikið þarf maður að lemja í 24 ár áður en fólk "fattar"?

Nei, ábyrgðin fyrir lengd veru hennar í helvíti var ekki á hennar öxlum. Það er á öxlum ALLRA annara.

Linda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:43

4 identicon

Einhver var með karli í ráðum, hann myndi ekki skilja allt eftir óvaktað á meðan hann var í kynlífsreisu á tælandi... nokkuð ljóst

DoctorE (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Byrgið í kjallaranum var hugsað sem björgunarstaður fyrir fólk, að minnsta kosti í bili, ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi og rammgerðar hurðirnar, hljóðeinangrun og búnaður til að hægt væri að lifa í byrginu langtímum saman án þess að opna dyr, gerði það mögulegt að skilja það eftir án áhættu.

Þótt aldrei væri varpað kjarnorkusprengju var það kjarnorkuógnin sem gerði þennan ótrúlega glæp mögulegan.

Ómar Ragnarsson, 2.5.2008 kl. 12:56

6 identicon

Er ekki ágætt að leysa vandamál sem eru hér á landi áður en farið er að velta vöngum yfir fjarlægra þjóða vandamálum eða er bara fínt að þau eru nógu langt í burtu til að gott sé að tala um þau, öll vitum við að nógu er að taka hér t.d meðferð á öldruðum,eiturlyfjamálin, málefni geðsjúkra og spillingin sem virist vera víða

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 19:31

7 identicon

Mér hefur þótt gaman að lesa vinkla þína af mannlífinu en held nú sé mikið flug á kalli??

Að stúlkan hefði verið betur sett kunnandi mors??

þá kostur að leigandinn kynni það líka?

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband