Tvennt sem átti ekki að geta gerst.

Í hinu dapurlega slysi í Kömbunum gerðist því miður tvennt sem ekki átti að geta gerst.

1. þetta er eini staðurinn frá Reykjavík austur að Ölfusá þar sem bílar hafa geta farið út af veginum og fram af háum hamri. Samt var þarna ekki vegrið.

2. Enn sést fólk aka þarna um án þess að nota bílbelti.

Ekki var annað að sjá en að yfirbyggingin bílsins væri heil í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru margir svona staðir á Austurlandi. T.d. á leiðinni frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar um Fagradal við Grænafell, þar sem að meðaltali yfir 1000 bílar fara um á dag, eru staðir sem eru mun hættulegri en Kambarnir. Mér var það líka alltaf óskiljanlegt hvers vegna öflug vegrið voru ekki í Vattarnesskriðum, áður en Fáskrúðsfjarðargöng komust í gagnið. Þar er nánast þverhnípt 100 m. fall í sjávarurðina fyrir neðan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 21:34

2 identicon

Þarna fyrir neðan er hús og það hefur áður bíll farið þarna niður,, Spurningin er;; Hve oft þarf nokkuð sem þetta að gerast til að einhver vakni til lífsins í sínu opinbera starfi,, Ólafur Ketilsson kom eitt sinn með snjó í strigapoka til vegagerðarinnar svo þeir gætu snarlega kannað málið og tekið ákvörðun um hvort eitthvað yrði gert,,

Bimbó (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Mikið er ég ósammála síðasta ræðumanni. Eigum við þá að sleppa brúarvegriðum. Því þá ekki líka að sleppa handriðum á svölum? Það er þörf á hundruðum kílómetra vegriða á vegi 1.

ps. því gerir þú því skóinn að í þessu tilfeli hafi verið ekið of hratt?

Birgir Þór Bragason, 5.5.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Vel athugað Ómar. Ég furðaði mig oft á því hérna áður fyrr þegar ég ók þarna um, hversvegna þessi staður var án vegriðs. Er ekki kominn tími til að Vegagerðin setji alla opinbera vegi landsins undir "áhættumat"?  Það þætti mér óvitlaust.

Ef einhversstaðar ættu að finnast göng á Íslandi eru það á Hellisheiðinni. Gera ætti lútandi göng við virkjanirnar uppi á heiðinni og hafa útgang við Hveragerði. 

Bestu kveðjur, B

Baldur Gautur Baldursson, 5.5.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fólk hefur haft 25 ár til að "læra af reynslunni" með bílbeltin og er ekki komið lengra en þetta.

Ómar Ragnarsson, 5.5.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband