Ekki allt óumflýjanlegt.

Það er vafalaust rétt hjá lögreglustjóra að átök hafi verið óumflýjanleg. Sumir hafa gagnrýnt að skjaldvarðasveit skyldi standa þarna strax. En án þess hefðu bílstjórar tekið enn minna mark á aðvörunum og frestum. Bílstjórum var gerð grein fyrir því aftur og aftur að nú væri komið til alvörunnar, þetta blasti við þeim og þeir tóku samt ekki mark á því.

En sumt sem sást í sjónvarpinu virtist ekki óumflýjanlegt. Ég ætla aðeins að láta eitt dæmi nægja. Á mynd sést hvar lögreglumennirnir hafa komið sér fyrir öðrum megin við gult band en hinum megin við þetta gula band er fólkið.

Þrekvaxinn maður er að tala við lögregluna og heldur sig sín megin við gula bandið. Hann snertir ekki bandið og er þar sem honum er skipað að vera.

Skyndilega stökkva 4-5 lögreglumenn fram og ráðast á manninn. Hann reynir að komast undan á flótta en þetta er eins ójafn leikur og þegar ljónahópur ræðst á dádýr. Þeir hafa manninn undir og djöflast á honum. Mjög ljót sjón.

Var þetta óumflýjanlegt?


mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þróunin er ekki góð hér á landi ef lögreglumenn treysta sér ekki lengur til að vera óvopnaðir í daglegum störfum.
Rafbyssa hefði ekki komið að notum á Kirkjusandi  þegar bílstjórinn réðist á lögreglumanninn fyrirvaralaust.
Ég tel að atburðurinn á Kirkjusandi sé notaður til að leita því fylgis að lögreglumenn verði vopnaðir rafbyssum. Ef það gengi eftir  kemur þá ekki venjuleg skammbyssa fljótlega á eftir? 
Ef farið verður í vopnavæðingu fyrir lögreglumenn í daglegum störfum munu þá glæpamenn framtíðarinar ekki vígbúast meir en við höfum séð til þessa? Viljum við þessa þróun?
  
Byrjun á frétt hér neðar um rafbyssur frá ruv.is
birt: 02.05.2008 12:04
Síðast uppfært: 02.05.2008 13:10

Lögreglumenn vilja rafbyssur

,,Landsamband lögreglumanna krefst þess að allir lögreglumenn fái rafbyssur sem allra fyrst. Amnesty á Íslandi undirbýr hins vegar undirskriftasöfnun gegn því að rafbyssur verði teknar í notkun hér á landi.

Rafbyssan virkar þannig að tvær pílur skjótast í afbrotamanninn á allt að 46 kílómetra hraða og bera grannan vír á milli byssunnar og hans. Vírinn getur verið allt að 10 metra langur en algengt er að hann sé 4 til 6 metrar. Pílurnar verða báðar að hitta í mark og festast í fötum eða snerta hold til að lamandi rafstraumurinn hafi tilætluð áhrif.''

Erlendis kannast undirritaður við einn fyrrverandi lögreglumann sem er í dag fjölfatlaður í hjólastól eftir að ráðist var á hann þegar hann var að sinna útkalli vegna innbrots. Ráðist var á hann með slíkum ofsa að þessi aðili mun aldrei bíða þess bætur. Hann var vopnaður skammbyssu þegar þetta gerðist.

Hvað hefðu þessir innbrotsþjófar gert i þessari stöðu á Íslandi vitandi að lögreglan er ekki vopnuð slíkum tólum dagsdaglega? 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 00:55

2 identicon

Af hverju eru menn alltaf að tala um "ekki jafnan leik" þegar rætt er um átök milli lögreglu og þeirra sem þeir handtaka? Í fyrsta legi er þetta ekki leikur. Í öðru lagi má spyrja hvort þessir gagnrýnendur vilji að lögreglan setji sér þær reglur að einn lögeglumaður fari á móti hverjum þeim sem þarf að handtaka. Svona til að "jafna leikinn". "Leikurinn" á ekki að vera jafn. Það er gert til að tryggja öryggi lögreglumanna og hinna handteknu. Til að handtakan gangi hratt og örugglega fyrir sig. Ég er hissa á að jafn skýr maður og Ómar Ragnarsson skuli ekki sjá þetta. Eins held ég að Ómar sé að misskilja gula borðan eitthvað. Hvað vopnaburð varðar þá er það deginum ljosara að ofbeldis og glæpamenn á Íslandi eru í dag betur vopnum búnir en þeir lögreglumenn sem þurfa að fást við þá. Er það "jafn leikur"?

Grettir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:29

3 identicon

Rafbyssur eru góðar en fallbyssur eru betri. Við mikla hópamyndun mætti í neyðartilfellum bjóða upp á cok og súkkulaði til að róga liðið. Sæta skal lags þegar sungin er millirödd í lögum. Með lögum skal land byggja.

Með bestu friðarkveðju, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:35

4 identicon

Setning eins og "öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir" er mjög falleg og göfug. En því miður er þetta setning úr ævintýri. Í raunveruleikanum falla oft kjánaleg ummæli og allir vita best hvernig á að taka á æstum mótmælendum. Það er merkilegt hvað til eru margir sérfræðingar um löggæslumál hér á landi. Fólk sem starfar við eitthvað allt annað en löggæslu telur sig geta sagt lögreglunni hvernig hún á að haga sér og hvernig hún á ekki að haga sér. Setningar eins og "við mikla hópamyndun mætti í neyðartilfellum bjóða upp á cok og súkkulaði til að róga liðið" er ein af þessum setningum sem stimplar menn út úr vitrænum umræðum um þessi mál. Bestu kveðjur í Hálsaskóg.

Grettir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:55

5 identicon

Góður magnað hjá þér Grettir. Eigum ábyggilega eftir að taka Drangeyjasund saman.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Ísdrottningin

Grettir: Þú misskilur líkingu Ómars í þessu tilfelli.  Það er enginn að halda því fram að barátta lögreglu við glæpalýð eigi að vera "jafn leikur" 

Varðandi alla þessa "sérfræðinga um löggæslumál" þá er það nú svo að okkur er öllum frjálst að hafa skoðanir, hvort sem við höfum "rétt" fyrir okkur í þeim eða ekki. 

Ísdrottningin, 4.5.2008 kl. 15:47

7 identicon

"Það er merkilegt hvað til eru margir sérfræðingar um löggæslumál hér á landi. Fólk sem starfar við eitthvað allt annað en löggæslu telur sig geta sagt lögreglunni hvernig hún á að haga sér og hvernig hún á ekki að haga sér." Grettir

En þú, Grettir? Ert þú sérfræðingur, eða lögga? Verst að þú getur ekki úðað á fólk í gegnum netið.....fyrir rangar skoðanir.

Það er nú alveg hræðilegt að fólk dyrfist að hafa skoðun á starfsaðferðum lögreglunar, eða hvað? Þetta er nú okkar réttur, og er lágmark að lögreglan sjálf fari að lögum. Það gengur ekki að lögreglan sjái sjálf um að rannsaka eigin mistök.

"Skyndilega stökkva 4-5 lögreglumenn fram og ráðast á manninn. Hann reynir að komast undan á flótta en þetta er eins ójafn leikur og þegar ljónahópur ræðst á dádýr. Þeir hafa manninn undir og djöflast á honum. Mjög ljót sjón." Ómar

Grettir, ertu kannski að misskilja þetta með gulu línuna? Þarna er talað um mann er gerir ekki neitt ólöglegt. Ef hann hefði verið sekur um eitthvað, þá hefði löggan getað handtekið hann með góðu. Hvers vegna þurfti 5 löggur (fyrir utan aumingjaskap) til þess að LEMJA manninn? Skilurðu ekki muninn á því að fólk sé handtekið, eða lamið? Hvers konar aumingi ertu?

Ómar! Ertu til í að grafa upp upplýsingar um það 1) hversu oft lögreglan hefur verið kærð undanfarin ár fyrir misferli? Það er ljóst að þeir eru næstum aldrei dæmdir fyrir eitt né neitt, og því ekki furða að þeir haldi að þeir geti hagað sér að vild.....2)hvernig stendur á því að lögreglumenn og sérsveitarmenn sæta ekki athugunum vegna stera- og fíkniefna-misnotkunar. Löggan leyfir sér að brjóta lög með því að láta fólk "blása" þótt enginn ástæða sé fyrir hendi, ma. með því að stoppa umferð á heilu götunum eins og fyrir jól. Á sama tíma er greinilegt að pottur er brotinn varðandi þessi mál hjá löggunni sjálfri.

 Það er nokkuð ljóst að aumingjar sem ekki ráða við "gas" hafa ekkert við rafbyssur að gera. Þær eru stórhættulegar og eru mörg dæmi um að fólk drepist, sjá til dæmis umræðuna í Kanada. Það mundi ekki bæta ástandið neitt ef mótmælendur eru óvart að drepast fyrir eggjakast, eða einhver fyllibyttan drepin fyrir að míga utan í vegg niðri bæ.

Lögreglan á Íslandi er til skammar og verður það áfram á meðan hún kemst upp með að "rannsaka" sjálfa sig. Það þarf að hreinsa til......

Símon (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:04

8 identicon

Það dugir einn kennara til að stjórna heilum skólabekk í barnaskóla. Ef einn nemandinn blótar kennaranum sínum þá eltir hann nemandan uppi og togar í eyrað á honum. En þetta var nú alger niðurlæging fyrir sérsveitina að þurfa að takast á við nokkra óþæga trukkabílstjóra. Væri ekki betra að spara krafta sérsveitarmanna og notast frekar við vatnsbissur til að kæla svona óþegtarorma niður. Sérstaklega þegar menn eru að rífast við benzínstöð og margir hverjir að reykja síkarettur í hita leiksins. Svo væri gaman að vita hvort blautbúningur virki til þess að varnast rafbissum.

jon40 (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:43

9 Smámynd: Jón V Viðarsson

Það dugir einn kennara til að stjórna heilum skólabekk í barnaskóla. Ef einn nemandinn blótar kennaranum sínum þá eltir hann nemandan uppi og togar í eyrað á honum. En þetta var nú alger niðurlæging fyrir sérsveitina að þurfa að takast á við nokkra óþæga trukkabílstjóra. Væri ekki betra að spara krafta sérsveitarmanna og notast frekar við vatnsbissur til að kæla svona óþegtarorma niður. Sérstaklega þegar menn eru að rífast við benzínstöð og margir hverjir að reykja síkarettur í hita leiksins. Svo væri gaman að vita hvort blautbúningur virki til þess að varnast rafbissum.

Jón V Viðarsson, 4.5.2008 kl. 17:55

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég tel mikilvægt að bregðast við harðsvíraðri ofbeldisseggjum en áður hefur sést til og ógna lífi og limum lögregluþjóna. Það er ekki hægt að sætta sig við að íslenskir lögregluþjónar meiðist meira en starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum.

En lögreglunni veitir heldur ekki af því að hafa eins góða ímynd gagnvart borgurunum og unnt er. Henni er enginn greiði gerður með því að borið sé blak af hverju eina sem hún gerir, heldur þarf hún á skilningi og stuðningi að halda sem byggist á því að fólk treysti henn.

Ómar Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 18:17

11 identicon

ruv.is  Frétt

Fyrst birt: 25.04.2008 14:33
Síðast uppfært: 25.04.2008 14:34

BNA: Lögreglumenn sýknaðir

,,Dómari í New York sýknaði í dag þrjá lögreglumenn sem skutu til bana óvopnaðan mann á brúðkaupsdegi hans í nóvember 2006 og særðu tvo aðra.

Lögreglumennirnir skutu mennina fyrir utan strípiklúbb að loknu steggjapartíi en þeir sögðust hafa talið að maðurinn sem lést hafi ætlað að sækja byssu út í bíl sinn vegna deilna við mann inni á staðnum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma einkum vegna þess að lögreglumennirnir þrír skutu 50 skotum á hina þrjá.''

Leyfi mér að setja þessa frétt frá ruv.is 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 18:35

12 identicon

Alveg sammála þér Ómar, ofbeldi elur meira ofbeldi, lögreglan gat meðhöndlað þetta án þessa sjónvarspils sem var ekkert annað en skilaboð til okkar allra um að flauels hanskinn sé kominn af járnhnefanum, nú verða engin mótmæli liðin, nema "leyfð" mótmæli á sérstökum "mótmælasvæðum". 

sem þýðir í raun að tjáningarfrelsið og málfrelsið er undanþága, alræði og þrælsleg hlýðni er standardinn

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 18:39

13 Smámynd: Jón V Viðarsson

Nemendum í skólum landsins er kennt að bera virðingu fyrir kennurum sínum, það sama gildir um lögregluna. Berðu virðingu fyrir henni og hún mun bera virðingu fyrir þér. Við vitum aldrei hvenær við þurfum á henni að halda sjálf og þá er gott að hafa hana okkar megin. Það eru greinilega betri skólar á landsbyggðinni því það virðist vera að meiri virðing sé borin fyrir lögreglunni þar.

Jón V Viðarsson, 4.5.2008 kl. 19:52

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er nú alhæfing hjá Jóni Viðari sem á ekki við rök að styðjast. Það er ekkert "fólk" á landsbyggðinni, versus fólk á höfuðborgarsvæðinu. Við erum Íslendingar, en fyrst og fremst fólk.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 20:29

15 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég get bara bent þér á það Gunnar Th. Gunnarsson, að bílstjórarnir á landsbyggðinni hættu straks að mótmæla þegar lögreglan og samgöngumálaráðheran sagði þeim að hafa hljótt því kennsla væri hafin. Þetta læra menn í skólanum. En að sjálfsögðu er alltaf einhver tossi inn á milli. Öll erum við jú af guði kominn. Reykinga fólk er jú líka fólk en bara í stittri tíma. Svona má nú lengi telja.

Jón V Viðarsson, 4.5.2008 kl. 20:55

16 identicon

Það var eflaust eitthvað gert þarna sem ekki var nauðsynlegt til að lögreglan næði markmiðum sínum.  Hinsvegar finnst mér það eðlilegt að eitthvað slíkt komi uppá þegar menn af holdi og blóði takast á.  Trúi ekki öðru en það sé eilífðarmál hjá lögreglunni að bæta slíka hluti.

Birtingarmynd þessara atburða í fjölmiðlum var afskaplega slæm fyrir lögreglu – vonandi að hún hafi lært eitthvað af þessu - og prófi að telja uppað 20 áður en þeir fara næst í harðar aðgerðir gegn borgurum.

bjarni guðmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:55

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er einhver munur á fólki sem býr við Langholtsveginn og þeim sem búa á Ránargötu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 21:37

18 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég held að botninum sé náð í okkar umræðu hér. En samt gaman að spjalla við þig . Kv jon viðar

Jón V Viðarsson, 4.5.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband