8.5.2008 | 18:17
Gott hjá þér, Þórunn!
Það eru góð tíðindi að Þórunn Sveinbjarnardóttir ætli að leggjast gegn eignarnámi Landsvirkjunar vegna Urriðafossvirkjunar. Nú er fyrst hægt að eygja von til þess að Landsvirkjun fái ekki ávallt öllu sínu framgengt eins og verið hefur hingað til. Ef ég man rétt orðaði Illugi Gunnarsson það fyrir síðustu kosningar að hæpið væri að beita eignarnámi í svona tilfellum. Það hefði kannski verið hægt að rökstyðja það í stærstu málum hér fyrr á tíð en tímarnir væru breyttir.
Nú er að sjá hvort Landsvirkjun fær sínu framgengt engu að síður. Þótt hún hafi hopað af og til í einstökum málum hefur hún til dæmis ekki fallið frá Norðlingaölduveitu, Skaftárveitu, hækkun Laxárstíflu eða virkjunum í Neðri-Þjórsá.
Ráðherra styður ekki eignarnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta er flott hjá henni.
Sporðdrekinn, 8.5.2008 kl. 18:24
Já, mjög gott. Þetta er rétt braut.
Hugmyndir um Skaftárveitu eru ótrúlegar en Landsvirkjun svo sem trúandi til þess að hrinda henni af stað. Svo verða Meðallandið, Landbrotið og vötnin austur með Síðunni bara að vona það besta.
HP Foss, 8.5.2008 kl. 19:52
held að eignarnámi verði samt beitt eftir langt þóf, því miður.
ari (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 02:31
Nú er vonandi að Össur sem á endanum úrskurðar um eignarnámið minnist Fagra Íslands og sýni að það sé ekki bara dauður bókstafur og neiti að taka þessar náttúrperlur eignarnámi.
Annars yrði hægt að segja um hann; Heggur sá er hlífa skyldi.
Steini Bjarna, 12.5.2008 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.