Andud a raunverulegu lydrædi.

Enn og aftur kemur hid rotgrona vanmat og andud a lydrædi upp a yfirbordid hja radamønnum. 2003 var sagt ad Karahnjukamalid væri of stort til ad taka thad fyrir i kosningunum, - thad myndi skyggja a ønnur kosningamal!

Samkvæmt thessu ma alls ekki kjosa beint um mal ef thau eru of stor eda of mikill æsingur i kringum thau. Eg spyr: Tharf ad bida fram a 22. øldina til ad breyta thessu a Islandi?

Bidst velvirdingar a stafsetningunni, - er staddur i Kaupmannahøfn.

 


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það á bara að kjósa um öll mál rafrænt.....en kynna þau vel fyrst.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.5.2008 kl. 02:18

2 identicon

Það var líka athyglisvert að heyra í Geir Haarde í sjöfréttunum í gær um þetta sama mál. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn færi í umræðuna þegar hún hentaði flokknum (ekki þjóðinni) og þeir ætluðu að leiða hana (segja fólki hvaða skoðun það ætti að hafa).

Tveimur fréttum aftar heyrðist í Gordon Brown þar sem hann var að fjalla um efnahagsástandið í Bretlandi. Brown talaði um þjóðina. Geir talaði um flokkinn.

Ég held að það sé satt sem sagt er, stjórnmál eru altof alvarleg til að treysta pólitíkusum fyrir þeim.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já merkileg þessi ummæli forsætisráðherra. Einnig má sama segja um niðurstöðu Hæstaréttar um sölu eignarhlutar ríkisins í Íslensku aðalverktökunum. Þau eru forsætisráðherra til vansa.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.5.2008 kl. 10:25

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er ekki spurning að einmitt þau stóru mál sem snerta alla þjóðina eiga að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. En svo er algjört skilyrði að það er farið eftir niðurstöðu kosninga. Ekki eins og í sambandi við stækkun álverið í Straumsvík þar sem margoft var reynt að fara í kringum niðurstöðuna.

Úrsúla Jünemann, 16.5.2008 kl. 11:56

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Stóru málin í þjóðaratkvæðagreiðslu, ES og staðsetning Reykjavíkurflugvallar

Benedikt V. Warén, 16.5.2008 kl. 14:52

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þetta er allt gott og blessað, en hver á að ákveða hvaða mál eru nógu "stór" til að fara í þjóðaratkvæði??

Eiður Ragnarsson, 16.5.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband