Gott framtak fyrir flugið.

Flugvikan sem nú er að enda í Reykjavík á vegum Flugmálafélags Íslands hefur verið nauðsynleg og þakkarverð. Ég er á leið með 19 ára gamlan tveggja manna Toyota-pallbíl (minnsta Toyota jöklajeppa á Íslandi) austur á austurhálendið þar sem hann verður notaður til að draga Örkina eins og í fyrra og hitteðfyrra, - nú um ný lón við Eyjabakka.

Þar sem ég sit hér og blogga þetta á Akureyrarflugvelli verður mér hugsað til þess hve gott það væri ef flugið nyti sömu almennu velvildar í Reykjavík og hér nyrðra.

Akureyringar finna það á sjálfum sér hve mikils virði greiðar, skjótar og öruggar flugsamgöngur eru í járnbrautalausu landi. Flugið er "þráðurinn að ofan" líkt og í söguna um köngulóna, sem kom niður þráðinn að ofan en gleymdi að lokum á hverju vefurinn fíni byggðist og klippti á þráðinn með kunnum afleiðingum.

Því miður virðast margir Reykvíkingar vera búnir að gleyma því að borg byggist upp í kringum samgöngur, einkum við krossgötur, og eru tilbúnir til að klippa á þráðinn af ofan.

Þess vegna er glæsilegt framtak Flugmálafélagsins undir ötulli forystu Arngríms Jóhannssonar svo mikiðvægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Evert S

Verð nú samt að segja að það sé með ólíkindum að utanríkisráðherran okkar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli gera allt sem hún getur til að eyðileggja og skemma fyrir fólki sem er að gera góða hluti.

Hún bannaði jú frökkunum að mæta á flugdaginn á sínum frábæru tækjum, með því þá dróg hún nokkuð úr annars frábærri og vel skipulagðri dagskrá, eiga Arngrímur, Matthías og allir þeir sem stóðu að þessari frábæru viku og deigi frábærar þakkir fyrir, greinilegt að ekkert var til sparað og allt lagt í þetta hjá þeim. En því miður réðu þeir ekki við duttlunga hinnar ísköldu frúar. sem varð að banna eitthvað fyrst hún var á móti hvalveiðum en varð að taka þær samt, þá lagðist hún á grasrótina í fluginu.

Hvar væri Ísland í dag ef grasrótinn í flugi hefði aldrei verið til?

Svar: í fornöld

Evert S, 24.5.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvenær meigum við Austfirðingar eiga von á mold og sandrokinu ógurlega, sem þið andvirkjunarsinnar fullyrtu að yrði óhjákvæmilegt með þessu voðaverki við Kárahnjúka?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2008 kl. 00:44

3 identicon

Milljón farþegar um Reykjavíkurflugvöll á ári er alveg ótrúlega tala og samkvæmt könnun sem birt var í dag virðist að meirihluti vilji halda í flugvöllinn. Og þetta var afar vel heppnaður flugdagur.

Gangi þér allt í haginn fyrir austan.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 18:22

4 identicon

Gunnar.

Það sér sjálfsagt ekki svörtu í moldviðrinu hjá ykkur virkjunarsinnum þannig að þið verðið líklega ekki varir við það... fyrr en í haust...

 Ég er sammála þér um að flugdagurinn var afar vel heppnaður. Við fengum mikið af áhugasömu fólki í heimsókn og talað var um að 5000 manns hafi lagt leið sína á flugvöllinn. Flugmálafélagið á hrós skilið fyrir framtakið!

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:44

5 identicon

Ég meinti að ég væri sammála Ómari um flugdaginn... langaði að hafa það á hreinu

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband