Grennandi umbúðalestur.

Undanfarnar vikur hef ég að læknisráði neytt matar sem þarf að innihalda sem minnst af fitu. Er skemmst frá því að segja lestur á umbúðir um matvæli hefur létt mig um 13 kíló á einum mánuði.

Það er engin furða því að áður en ég byrjaði á þessu mataræði var ég með ýmsar ranghugmyndir um fitumagn í matvælum. Til dæmis er allt að tvöfalt meira fitumagn í höfrum heldur en í mjólk og fitumagn í kornfleksi er aðeins brot af því sem Cheerios inniheldur.

Tíu sinnum meiri fita er í rjóma en í mjólk og einhver fituminnsti drykkurinn er fjörmjólkin.

Í Coladrykkjum er engin fita en furðu mikil fita í brauði, einna minnst í normalbrauði. Vegna þess að merkingarnar utan á matvælunum eru svona mikilvægar undrast ég að stór hluti matvæla skuli ekki vera með neinar upplýsingar á umbúðunum um innihaldið.

Þangað til fyrir nokkrum árum hélt ég þyngd minni í skefjum með gríðarmiklum og erfiðum hlaupum og æfingum og reyndi að hafa einhverja stjórn á matarneyslunni. Það reyndi um of á taugar í bakinu vegna samfalls í þremur hryggjarliðum og ég varð að minnkað álagið og draga úr hreyfingunni. Þá fór ég að þyngjast og var orðinn tólf kílóum þyngri nú á útmánuðum en ég var 2002.

Í veikindum síðan í marsbyrjun hef ég lítið getað hreyft mig en fitubannið vinnur það upp. Þó eru 13 kílóin ekki alveg rétt tala því að hreyfingarleysi léttir vöðvana.

Raunar á það að vera allt í lagi að vera ca 4-5 kílóum yfir svonnefndri kjörþyngd ef marka má nýjar rannsóknir á langlífi. Auðvitað er gott að geta gripið til einhvers aukaforða af fitu ef þörf krefur og rétt er að geta þess að við getum ekki verið án þess að neyta einhvers af fitu.

En þá er bara að velja réttu fituna og taka til dæmis inn lýsi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þurftir þú ekkert að minnka sykurneyslu?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.5.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flottur pistill Ómar... umhugsunarvert

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 23:51

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Ómar ég held að umboðsaðili Cheerios eigi þér mikið að þakka. Hver man ekki söguna af þér og pökkunum góðu í bátnum þínum og litla húsbílnum þínum, ef húsbíl var hægt að kalla. Fyrir þá umfjöllun tókst þú ekki krónu frekar en annað gott og ómetanlegt sem engin orð eða texti fá þakkað.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.5.2008 kl. 01:08

4 identicon

Sæll Ómar.

Þarfur pistill fyrir mig ég "samfallsbrotnaði á 7 liðum" fyrir 2 árum og er meðal annars að sjá þessa fitusöfnun hjá mér.´Kannski flóknar dæmi með aðra óhollustu, ég er mikll sykurmaður td, og fl.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 05:41

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Fínn pistill . kvitta fyrir innlitið kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.5.2008 kl. 07:54

6 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

13 kg gæti verði met, en þetta er hárrétt hjá þér með merkingar þær þarf að bæta verulega. Sætindin er oft erfiðuðust.

Hansína Hafsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 08:29

7 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Á heimasíðunni doktor.is er góð umfjöllun um innihald í morgunkorni. Þar er líka bent á áhugaverða tengla á nokkrum erlendum síðum sem gefa upp innihald í morgunkorni.

Margt sem kemur það á óvart

Anna Kristinsdóttir, 23.5.2008 kl. 09:00

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Líkamlegt álag er gott ef og aðens ef, að því fylgi ánægja.

Því eru líkamsæfingar með nákomnum afar góð hreyfing.

ÞEtta hefur náð mikilli fágun ,,fyrir vestan" og vestfirðingr annálaðir svoleiðis átakamenn, með og ásamt, að vera rammir af afli.

Sumsé,

menn eiga að njota átaka, ekki vera að hlaupa um allt eins og flóttadýr.

Miðbæjaríhaldið

heldur sig við Endorfín í ríkulegum skömmtum.

Bjarni Kjartansson, 23.5.2008 kl. 10:10

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

13 kíló á einum mánuði. Það er allsvakalegur nirðurskurður.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 11:11

10 Smámynd: Sporðdrekinn

 Ómar mig langar til að benda þér á að það er mikilvægara að velja sér mat án sykurs en fitu. Já hörð fita er óholl fyrir líkamann, en líkaminn þarf fitu og ef að hann fær hana ekki þá byrjar hann að safna. Jógúrt td ekki kaupa það sem er fitulaust heldur það sem er með minnsta sykurinn.

Ég vona að þú sért að grínast með sykurmolann Jack!

Það er engin þörf á að borða hreinan sykur og ættum við að borða sem minnst af sykri hvort sem að hann er hreinn eða ekki. Það er td ekki vegna fitu sem æðarnar þrengjast heldur er það vegna áhrifa sykursins.

Sykur er óholl og er okkar stærsta vandamál þegar að það kemur að matarvenjum mannsins.

Sá sem ætlar að minka fitumagnið í líkama sínum ætti að taka inn lýsi (Omega3) eins og Ómar bendir réttilega á. Aðra holla fitu má finna í mörgum hnetum og hreinni Ólívu olíu og jurta olíum.

Borða prótein og grænmeti.

Gangi þér vel Ómar!

Sporðdrekinn, 23.5.2008 kl. 13:26

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ómar. Strax eftir að ég hætti í fréttamennskunni fór ég að fitna og þyngdist á einu ári um ein 20 kíló.  Mataræðið hefur verið það sama alla tíð en ég held að í þeim störfum sem við vorum höfum við brennt ansi mklu og þess vegna verðum við að huga að breyttu mataræði. Aldurinn hefur líka sitt að segja með minni brennslu. 

Haraldur Bjarnason, 23.5.2008 kl. 15:48

12 identicon

Ég er ein af þeim, sem þarf að huga mjög mikið að mataræði, ekki vegna fitusöfnunar, heldur kólesterólvandamáls og er þetta harður slagur. Málið er, að sykur er ekki sama og sykur ! og fita er ekki sama og fita ! Hvítur sykur, er mjög óhollur vegna þess að hann er svo mikið unninn og aðeins það óhollasta eftir, svona eins og með venjulegt fínt salt, þar er lítið eftir nema natríum clorid, svo er hörð fita mjög slæm, sem sagt: nota olifuoliu, hrásykur og gróft sjáfarsalt, en allt í hófi. Eitt enn, af hverju haldiði að kex, ýmiskonar, haldist svona stökkt ? jú það er fullt af grjótharðri fitu !

anna-panna (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 20:15

13 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Eins og sjá má af umræðunum hér að ofan þá sýnist sitt hverjum varðandi heilsufar og því held ég að sé bara mikilvægt að velja þá leið sem manni sjálfum hentar og maður trúir á. Persónulega tel ég meðalhófið í öllu best og því nær náttúrunni sem maturinn sem við innbyrðum er, því hollari sé hann.

Þetta er góður punktur hjá þér Ómar varðandi merkingar á matvælum því þær eru mjög oft algjörlega ófullkomnar og það vantar einnig meiri almenna fræðslu til almennings um það hvað þær þýða t.d. E efni og annað slíkt! Þetta ættu neytendasamtökin og neytendatalsmaður að skoða og kynna vel ásamt því góða starfi sem þar hefur verið unnið. Neytendur eiga rétt á að vita nákvæmlega hvað þeir eru að kaupa.

Kristbjörg Þórisdóttir, 24.5.2008 kl. 09:55

14 Smámynd: Pétur Kristinsson

Eitt varðandi þetta. Af hverju mega drykkjaframleiðendur komast upp með það að setja fátæklegri upplýsingar á sínar vörur en þeir sem framleiða hefðbundin matvæli? Er einhver munur á því hvort fæða manns sé fljótandi eða í föstu formi ef að frá er talinn hinn augljósi formmunur?

Pétur Kristinsson, 24.5.2008 kl. 12:29

15 identicon

Ekki hefði ég getað hugsað mér að ég  væri að skrifa um fitu en nú er svo málum háttað að ég er farinn að safna á miðjuna fituhring sem vill ekki fara sama hvað raular og tautar,  ekki hef ég spáð í fitu en óhugsað borðað mikið af fiski og slíku góðmeti og hefur það ekkert fitað mig hingað til, ástæðan fyrir þessum leiðindahring er líklega sú að ég í fyrsta sinn er farinn að borða morgunmat og vel af honum, ætla ég nú að hætta þeim ósið og athuga hvort hringurinn fari ekki aftur til síns heima

Ævar oddur Honkanen (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 21:12

16 Smámynd: Sporðdrekinn

Það væri nú synd Ævar ef að þú færir að sleppa morgunmatnum. Það er fyrsta máltíð dagsins sem kveikir á brennslunni, svo því lengur sem að þú bíður með að borða því lengra þar til að þú ferð að brenna

Sporðdrekinn, 27.5.2008 kl. 02:36

17 identicon

Athugavert þetta með morgunmatinn.

Ég hef orðið fyrir sömu reynslu og Ævar, ef ég borða morgunmat þá fitna ég.
Ég myndi mæla með að hætta þeim ósið eins og Ævar segir því ég léttist einmitt þegar ég hætti að éta morgunmat.

Davíð (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband