Áfram, Björk og Sigurrós!

Fyrir stuttu bar bloggpistill minn yfirskriftina "Áfram, Lára Hanna!" og var vísað til frábærrar baráttu áður óþekktrar konu gegn Bitruvirkjun, sem með framtaki sínu varð þjóðþekkt og sýnd hverju einstaklingurinn getur áorkað. Nú er komið að frægasta Íslendingnum og frægustu hljómsveitinni að leggja þung lóð sín á vogarskálarnar. Frábært, Björk og Sigurrós!

 


mbl.is Ísland verði áfram númer eitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Ég vil taka það frama að ég virði þínar skoðanir á virkjunaframkvæmdum sem og öðrum framkvæmdum sem geta sett svip sinn á náttúru Íslands. Mig langar samt að vita að afhverju þessir svokölluðu "ævintýramenn" og á ég þá við t.d. þá sem eru að skoða þann mögyleika að setja olíuhreynsistöð á Vestfirði, séu þeir einu sem koma með hugmyndir að atvinnumöguleikum sem gætu gjörbyllt landsbyggðarflóttanum sem hefur varað síðastliðna áratugi. Ég held að besta vörn ykkar sem viljið að náttúra íslands verði ósnert fyrir komandi kynslóðir sé sú að koma með atvinnugreinar á landsbygðina sem gætu dregið fólk þangað til að búa þar. Þá fyrst fáið þið fólkið á landsbyggðinni í lið með ykkur. En meðan aðrir kostir koma ekki að þá á fókið erfitt með að slá frá sér 500 - 600 störf. ÞAð þýðir ekki að vera hér í höfuðborginni og fussa og sveija yfir öllu því sem gæti bjargað byggðunum. Mér fannst einnig merkilegrt þegar Björk sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að hún skildi ekki ennþá afhverju ekki hafa verið gerðar þjóðaratkvæðagreiðslur um virkjanirnar á Íslandi. Mér þætti það hart ef landsbyggðin þyrfti alltaf að keppa við atkvæði frá höfuðborgarsvæðinu, hjá fólki sem hefur allt til alls, alla þjónustu og atvinnumöguleika sem það getur hugsað sér og gerir sér því oft ekki grein fyrir því hvernig ástandið er á landsbyggðinni.

En auðvitað verður að vera aðhald svo ekki verði allar náttúruauðlindir Íslands settar undir steypu og er allt gott og blessað við það. Ég held að Björk hefði átt að fara í tónleikaferðu um landsbyggðina og reyna þar að koma sjónarmiðum sýnum á framfæri, en ekki í Reykjavík þar sem löngu er ljóst að fólki er nákvæmlega sama hvað verður um fólkið á landsbyggðinni, bara það að það viti að einhver foss sem það veit ekki einu sinni hvað heitir renni ennþá, eða einhver hagar og melar sem það hefur aldrei séð áður, séu ennþá ósnertir.

Reynum að vera sanngjörn, það vilja ekki allir búa í borginni.

Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Reykvíkingar vilja þóðaratkvæðagreiðslu um náttúru Íslands og flest þau atvinnutækifæri sem bjóðast landsbyggðinni til að draga úr fólksflótta frá hinum dreifðu byggðum.  Þeir vilja hins vegar ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera eða víkja.   Er þetta ekki Ragnars Reykás-syndrome??

Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.  Reykjavík hefu í áranna rás verið rekin að stórum hluta með styrkjum frá landsbyggðinni.  Allar helstu stofnanir eru þar, sem allir landsmenn tóku þátt í að stofna og taka þátt í reka. 

Er ekki sanngjarnt að það sé þjóðaratkvæðagreiðsla, þegar kjörnir eru fulltrúar í borgarstjórn?? 

Benedikt V. Warén, 5.6.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Gunnar Gylfason

Vil bara benda á að hljómsveitin heitir ekki "Sigurrós" eins og kvennmannsnafnið, heldur "Sigur Rós".

Gunnar Gylfason, 5.6.2008 kl. 21:22

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já við því miður gerum okkur ekki nógu vel grein fyrir þeirri góðu gjöf, sem að landið okkar er! Gott framtak hjá tónlistarfólkinu okkar. Áfram Ísland !

G.Helga Ingadóttir, 5.6.2008 kl. 23:10

5 identicon

Yndislegt framtak hjá jafnvel yndislegri tónlistarmönnum.  Ég veit ekki hvort að margir geri sér grein fyrir því en náttúran er ein af okkar mestu auðlindum.  Ég vona að sú rómantíska hugsun að elska náttúruna eflist með þessum tónleikum.

Daníel (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:24

6 identicon

Ég er fullviss um ad forsvarsmenn olíuhreinsistödva og álvera eru ekki their einu sem hafa hugmyndir sem skapa störf.

Their hafa hins vegar adgang ad peningum - ad thví er virdist ótakmarkadan.

Og peningarnir hafa jú alltaf rétt fyrir sér.

Jóhann (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 08:32

7 identicon

„En meðan aðrir kostir koma ekki að þá á fókið erfitt með að slá frá sér 500 - 600 störf.“

Ég held að þetta sé nú kannski kjarninn í málinu. Það eru vissulega aðrir kostir í stöðunni. Kostir sem byggja á hugviti og menntun þeirra sem þar búa. En þá verða stjórnvöld náttúrlega að gera fólki kleift að nýta hæfileika sína í stað þess að bjóða alltaf upp á skammtíma patentlausnir sem oft eru illa ígrundaðar Þetta sést best á því að dag eftir dag er álverið á Reyðarfirði með heilsíðuauglýsingar þar sem þeir auglýsa eftir fólki til að starfa. Hvernig má það vera? Átti álverið ekki að bjarga bágu atvinnuástandi sem við nánari skoðun var kannski ekkert svo slæmt? Ef atvinnuástandið á austfjörðum var svona slæmt hefði fólk fyrir austan átt að slást um þessi vel launuðu störf. Einhver hélt því fram þegar deilurnar risu sem hæst að æðsti draumur Austfirðinga væri að komast í þessi störf.

Verður ekki það sama uppi á teningnum á Vestfjörðum í olíuhreinsistöðinni?

Flutningar fólks á höfuðborgarsvæðið eru afar skiljanlegir. Þar er þjónustan. Og dansinn kringum gullkálfinn auðveldari.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:43

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Alcoa er að fjölga enn freka fólki, miðað við þeirra fyrstu plön þeirra.  Umræðan í þjóðfélaginu er hins vegar orðin þannig, að það nálgst landráð að flytja inn á þetta svæði til fólksins sem er að "drekkja öllu hálendinu". 

Því miður hefur Ómar Ragnarsson ekki hjálpað til að gera svæðið áhugvert til búsetu.  Gífuryrði um eyðilegginguna á hálendinu og "álversfíklana" dregur heldur úr, - eða hvað?? 

Ábyrgð Ómars og skoðanabræðra og systra hans eru mikil. 

Það neikvæða, sem ekki var fyrirséð við byggingu álversins, er hrun fiskistofnanna.  Þeir sem vilja fjalla um þessi mála öfgalaust og af sanngirni, sjá þetta. 

"Átti álverið ekki að bjarga bágu atvinnuástandi sem við nánari skoðun var kannski ekkert svo slæmt?" 

Þetta er áróðurinn sem við íbúar Austurlands meigum þola frá ýmsum, sem ekki átta sig á innri byggingu samfélagsins.  Það er gott að slá fram slíkum fullyrðingum en átta sig ekki á blóðtöku fjórðungsins, þegar árlega fluttu í burtu milli 100 og 200 manns. 

Ástandið verður að lokum þannig, að atvinnuleyst verður ekki til staðar, það vantar í mörg störf og innviðið samfélagsins standa ekki undir þeirri þjónustu, sem krafa er um að veita í nútíma samfélagi.

Við Austfirðingar biðjum ekki um annað, en sanngjarna umfjöllun, en fram að þessu hefur lítið bólað á henni.

Benedikt V. Warén, 6.6.2008 kl. 13:33

9 identicon

Já Benedikt þetta er ekkert einfalt en ég hugsa þó að við getum verið sammála um það að menntun skili kannski mestu þegar upp er staðið. Ef fólk fer burtu til þess að mennta sig þá vill það gjarnan fá störf við það sem það hefur menntað sig til. Ef slík störf eru ekki til staðar í fjórðungnum þá er ósköp eðlilegt að það komi ekki aftur. Þessvegna er svo mikilvægt að byggja upp fjölbreyttan atvinnurekstur. Það geta ekki allir unnið í fiski og hafa kannski ekki áhuga á því.

Eftir ferðalög um fjórðunginn er ég sannfærður um að Austfirðingar eru best til þess fallnir að koma á koppinn því sem þeir vilja en þá verða þeir sennilega að gefa stjórnvöldum langt nef að einhverju leyti. Þú veist, sem Austfirðingur, betur hvað lifir í garðinum þínum en einhverjir kontóristar í henni Reykjavík sem eiga það flestir sammerkt að vera að passa sitjandan á sér.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 14:30

10 identicon

Grétar og Benedikt hafa hárrétt fyrir sér.  Hins vegar er hér fullt af fólki sem er að básúna ýmsu um landsbyggðina sem það hefur ekki vit á og hefur reyndar engan áhuga á.

Það að enn sé verið að auglýsa eftir fólkií ALCOA er ekki merki þess að erfitt gangi að ráða fólk þangað til vinnu, þvert á móti.  Álverið er rétt að fara af stað.  Þar að auki er verið að koma þar á virðisaukandi starfsemi sem felst í því að búa til álvíra sem notaðir eru í rafleiðslur.  Í þessa framleiðslu vantar 70-80 manns og þess vegna er verið að auglýsa eftir fólki til ALCOA. 

Þar að auki sér ráðningarstofa sem heitir Capacent og er með höfuðstöðvar í Reykjavík um allt ráðningarferli í störf hjá ALCOA.  Á Capacent hvílir sú skylda að auglýsa störf þar, því allir landsmenn eiga að hafa möguleika á að sækja um þessi störf.  Þess vegna eru auglýsingar frá ALCOA svona áberandi.

Það er annað upp á teningnum þegar fyrirtæki eins og Actavis, Marel, Össur eða Norðurál auglýsa eftir fólki.  Þá er ekki verið að tala um það enginn vilji vinna hjá þessum fyrirtækjum og að erfiðlega gangi að ráða þangað fólk, heldur er það merki um það hversu framsækin þessi fyrirtæki eru og að þau séu í svo örum vexti.

Ég sammála einum hérna áðan um að nær hefði verið að halda þessa tónleika úti á landsbyggðinni ef þetta ágæta tónlistarfólk vill kynna sér aðstæður þar og koma boðskap sínum á framfæri.

Og að Björk skuli láta svona vitleysu út úr sér.  "Þeir sletta skyrinu sem eiga það".  Hún sem er orðin heimsfræg og mia.mæringur umbreytt frá því að vera stofukommi í að vera yfirstéttarmær.  Hún getur trútt um talað og þykist vera þess umkomin.  Flýgur heimshorna á milli í þotum sem spúa út mengandi útblæstri.  Umhverfisvæn eru hún ekki.

Þegar talað er um "eitthvað annað" en stóriðju hjá andstæðingum stóriðju (sem flestir lifa í vellystingum á henni Reykjavík) þá koma þeir með engar vitrænar hugmyndir.  Vilja þeir kannski að landið verði borgríki með öllum þeim ókostum sem það hefur í för með sér?  Á að gera landsbyggðina að einum allsherjar þjóðgarði og útivistarsvæði og byggðasafni sem einungis er opið þrjá mánuði á ári?

Málið er að það er bara ekki til neitt þolimótt fjármagn til að fara með út á land.  Ekki sýnist mér t.d. að fyrirtæki eins og Marel, Össur, Actavis og önnur framsækin útrásarfyrirtæki hafi áhuga á að setja þar á fót einhverja starfsemi.  T.d. lokaði Marel starfsemi sinni á Ísafirði og 30-40 misstu þar vinnuna.  Og Síminn hefur verið duglegur við að loka hverri starfstöð sinni á fætur annarri úti á landi þannig að fjölmargir hafa misst þar vinnuna.  

Ólafur Sigurður Valmundsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 15:59

11 identicon

Það heyrist oft í þessari umræðu að til að fá ungt fólk sem fer suður að mennta sig, aftur til heimabyggða þurfi störf sem krefjast menntunnar þeirra en ekki einhver verkamannastörf eins og í fiski eða álveri. Málið er nú einmitt það að til að fá slík störf á landsbyggðirnar þarf að vera fólk sem sækist í fjölbreytta þjónustu og með 500 - 600 manns þarf auðvitað aukna þjónustu. Þannig að það eru ekki bara þessi störf í álverinu sem eru ný á nálinni á Austurlandi heldur má ætla að aukin þjónustustörf bætist t.d. líka við.

Grétar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:43

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um Reykjavíkurflugvöll.

Ómar Ragnarsson, 7.6.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband