Hversu lengi á þetta að ganga svona?

Sagan endurtekur sig, aftur og aftur. Ef eitthvert sveitarfélag er svo óheppið að byggja upp góða hátíð sem dregur að sér fólk, leitar fyllerís-, slagsmála-, og óeirðaliðið þangað og endar með því að eyðileggja viðkomandi mót, mótshöldurum, heimamönnum og þeim sem vilja skemmta sér vandræðalaust, til mikils ama. Ekki skiptir máli hvort hátíðin heitir Halló Akureyri, Ein með öllu, Írskir dagar eða Bíladagar, - villimannaherinn fer sínu fram.

Athygli vakti í Moskvu á úrslitaleiknum í fótboltanum hér um daginn, að innan tveggja kílómetra radíuss frá leikvanginum voru allir þeir, sem áfengisneysla sást á, fjarlægðir, og Rússum tókst þannig að halda þennan mikla viðburð þannig að öllum var til ánægju og sóma.

Það þýðir ekki að láta þetta halda svona áfram hér heima öllu lengur. Því miður virðast sektir og hörð löggæsla vera eina ráðið. Það á ekki láta lítinn minnihluta vandræðaseggja og óeirðafólks komast upp með það að eyðilegga fyrir öllum hinum.   


mbl.is Erfið nótt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Ég er þér hjartanlega sammála Ómar,þessa vitleysinga á að taka hörðum tökum,enga miskunn.Burt með þennan óþjóðalýð sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum,sem eru komnir til að skemmta sér.Ekki skemma og meiða.Þessi villimannaher er óalandi og óferjandi,og ætti að lokast inni.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 15.6.2008 kl. 17:46

2 identicon

Áfengisdrykkja hefur aukist svo að hver 4- manna fjöldskylda lepur 1.lítra  af vínanda að meðaltali á hverjum einasta degi alla daga ársins. Þetta þýðir að inn á slíkt heimili eru keyptar 365 flöskur á ári. Hvaðan hef ég þessar heimildir? Þær má lesa með einföldum reikningi frá Hagstofu Íslands. Í Fréttablaðinu hér áður (24.júni 2004) sá ég örlitla frétt bls.8 undir fyrirsögninni ,,Svona erum við''. Fréttin lét lítið yfir sér einföld upptalning með heimild sína frá Hagstofu Íslands og var eftirfarandi: ,,Neysla áfengis á Íslandi, seldir lítrar á hvern íbúa á ári 1983 13 lítrar, 1993 31,24 lítrar,2003 66.50 lítrar''. Getur það virkilega verið að umræðan um þennan vágest fái jafnlitla umfjöllun hjá fjölmiðlum eins og raun ber vitni að því málefnið snertir of marga.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:03

3 identicon

Sammála þér Ómar. Ég hefði viljað sjá hertari reglur varðandi þetta sukk partý sem skapast í kringum svona daga. Við viljum ekki sjá þetta fólk sem hérna kemur einungis til að vera sj+alfum sér til ósóma!

Steingrímur Valgarðsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:28

4 identicon

Moskvuaðferðin verður tekin upp næsta ár, Ómar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:41

5 identicon

Þú ert fífl

Axel Már Arnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 19:24

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.  Svo sannalega ömurleg uppá koma fyrir norðan,  Axel Már það er best fyrir þig að leit læknis hjálpar.

Rauða Ljónið, 15.6.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þarna hefði þurft að vera tilstaðar háþrýstisprautur brunaliðsins og jafnvel Víkingasveitin til að skakka leikinn.

Því miður þurfa alltaf einhverjir að vera sér til háborinnar skammar. Að skjóta flugeldum gegn lögreglumönnum meðan þeir eru að gegna störfum er grafalvarlegt mál og hlýtur að draga dilk á eftir sér. Þar hefði vissulega getað farið illa.

Svona drullusokkar eiga ekkert gott skilið.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.6.2008 kl. 21:20

8 identicon

Mikið er ég þér sammála, Ómar. Þetta er einkar dapurlegt, líklega væri aðferð Moskvumanna nothæf til að kveða niður þennan ósóma.
Þá finnst mér athugasemdin sem Baldvin Nielsen leggur hér inn afar athyglisverð. Gerði mér ekki grein fyrir því hve drykkjan er orðin mikil. Sendi kveðjur.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:40

9 Smámynd: Himmalingur

Var að blogga um sama mál og það vekur furðu mína hvað fólk virðist dofið yfir því að þetta sé virkilega svona slæmt ástand. Nú verða menn að hysja upp um sig buxurnar og gera eitthvað róttækt því þetta á ekki að lýðast. Nú fæ ég mér stundum í glas en mér finnst að notkun áfengis eigi alfarið að banna á öllum tjaldsvæðum. Hafðu þökk fyrir Ómar!

Himmalingur, 15.6.2008 kl. 22:03

10 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála Ómar.  Bindindismótið í Galtalækjarskógi er nú ágætt dæmi um það að þetta er vel hægt og gekk svo vel í möööörg ár.

Þetta ástand virðist svo alltaf koma mönnum jafn mikið á óvart á þessum hátíðum öllum.  Eru menn í sífelldum Pollýönnuleik og hugsa með sér að þetta geti nú ekki orðið jafn slæmt og árið áður?  Eða hvað er málið!  Það þarf að taka á þessu"

Kv.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:58

11 identicon

Svona skrílslæti eru náttúrulega með öllu óþolandi og þessa verstu á að setja í straff. Hér á árum áður voru slagsmálahundar settir í samkomubann og frægt var þegar margir voru settir í ullarballa í Hveragerði. Núna eru menn oft að stæra sig af  vitleysunni á netinu. Það þarf eitthvað að gera við þessa vitleysinga sem að þeir virkilega muna eftir. Ég held að tvö bæjarfélög hafi ákveðið að fella niður svona bæjarhátíðir í sumar vegna fyrri reynslu . Einu sinni var maður sem alltaf var snarvitlaus við vín   svo að aðstandendur tóku vídeómyndir af honum í ham og sýndu honum. Honum varð svo um að hann steinhætti að drekka þegar hann sá sjálfan sig .Kv. Olgeir

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 00:24

12 identicon

það þarf ekki mót til þetta virðist lögreglan í Reykjavík standa í um hverja helgi en það er ekki æðrast yfir því

sólveig (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 06:23

13 identicon

Ja hérna hér..... ef maður myndi nú td tala svona um útlendingana stimpla þá alla sem nauðgara, slagsmálahunda og dópista  og þar með banna öllum útlendingum að koma hingað til landsins, þá yrði nú eitthvað sagt!!!!

Banna bara öllum að koma til Akureyrar/LAZYTOWN, því við nennum ekki að takast á við nokkra kálvita!!

Eða Setja bara aldurstakmark 70+, þá getur Akureyrarbær verið ánægður!!

Ekki myndi ég vilja vera unglingur í dag og hafa svona ömurlegt fullorðið fólk í kringum mig.......

Ps: Ástandið um helgina hér á Akureyri var ábyggilega ekkert verra en í Reykjavík.....

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 10:16

14 identicon

Hvers konar vitleysa er þetta sem hann Baldvin heldur fram. Nú þekki ég manninn ekkert en dettur í hug að þarna fari maður sem aldrei hefur drukkið áfengi slíkt er skilningsleysi hanns á því sem hann belgir sig svo út um. Til þess að fjölskylda drekki einn lítra af vínanda á dag þarf sú fjölskylda að drekkar þrjár flöskur(70 cl.) af sterku áfengi (>40%) á hverjum degi. Eigum við þá að gera ráð fyrir því að pabbi drekki tvær svoleiðis á dag og mamma eina á meðan börnin láti glundrið vera. Þetta sér hver einasti maður að stenst enga skoðun. Ég ætla að leyfa mér að birta hér töflu sem er fenginn af heimasíðu hagstofunnar. Á henni sést skilningsleysi Baldvins glögglega. Hann sér ekki muninn á lítratölu áfengra drykkja annars vegar og lítratölu hreins áfengis hins vegar. Þetta er eins og að leggja að jöfnu bjórdós og spírapela. Svona hefur bindindishreyfingin talað á Íslandin alveg frá upp hafi. Ekkert að marka það sem þeir segja um áfengi. Ég set hérna fyrir neðan vefslóð ef einhver vill sannreyna tölur mínar. En að lokum vil ég segja að ég er sammála því að það verður að auka löggæslu í kringum svona hátíðir til að stöðva þessa hópa. Því er ég algerlega sammála.

Áfengisneysla 1980-2007
 Alls
Seldir lítrarAlkóhóllítrar
Lítrar á íbúa  
198312,813,22
199331,243,34
200366,505,04
Lítrar á íbúa 15 ára og eldri  
198317,464,39
199341,574,45
200386,076,52


http://www.hagstofa.is/?PageID=716&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=VIS05120%26ti=%C1fengisneysla+1980%2D2007+%26path=../Database/visitolur/neysla/%26lang=3%26units=L%EDtrar

http://www.hagstofa.is/Hagtolur/Verdlag-og-neysla/Neysla-og-verd-ymissa-vorutegund 

Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:19

15 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Ég er sammál þér Ómar. Við megum ekki láta vandræðaliðið eyðileggja góðar hátíðir. Það þarf strangari gæslu og betri aðbúnað. Það er ekki rétta aðferðin að setja aldurstakmark á tjaldstæðin. Við megum ekki hlutgera vandamálið á fólk frá 18-20 ára. Sá aldurshópur er að langstærstum hluta hið efnilegasta fólk. Þessi vandræðaskríll er ekki bundinn við ákveðin aldur.

Oddur Helgi Halldórsson, 16.6.2008 kl. 14:24

16 identicon

hvad eruði að væla öll somum þessar skemmtanir eda utihátiðar eru bara skemmtilegar eins og þær eru nuna bara fávitar ad hafa 20 ára aldurstakmark á tjaldsvæðum allveg ótrulegt folk

knútzi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:53

17 identicon

Gas, gas, gas á liðið og ekkert múður.

Magga (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:56

18 identicon

Byrjun á frétt: 
Innlent | mbl.is | 13.11.2007 | 14:57

,,Áfengisneysla jókst um 65% á Íslandi á aldarfjórðung

Áfengisneysla á Íslandi var 7,1 alkóhóllítri á íbúa 15 ára og eldri árið 2005 sem var heldur meira en t.d. í Noregi (6,4) og Svíþjóð (6,6). Meðaltalið fyrir ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, var 9,5.

Fram kemur í nýrri skýrslu OECD, að í um tveimur af hverjum þremur aðildarríkjum stofnunarinnar dró úr áfengisneyslu á tímabilinu 1980-2005. Ísland var hins vegar í hópi þeirra ríkja þar sem áfengisneysla jókst og var aukningin mest á Íslandi eða 65%.''

Heil og sæll Jón Skafti Gestsson

Ég er þess fullviss að þú ert mikil fótbolta áhugamaður og líka þess fullviss að handboltaleikur okkar Íslendinga hefur farið illa í þig. Kannski ætti að breytta reglum þannig að menn þyrftu ekki að berjast um boltan heldur væru boltarnir jafn margir og leikmennirnir þá gæti  hver haft einn bolta út af fyrir sig. Það ruglar allar mælingar að tala um hreinan vínanda og er mjög bætandi fyrir bjórdrykkjuna. Fyrir hverja meðalstóra vokaflösku má kaupa tvær kyppur af bjór til að ná ca. sama vínanda. Eins og sérst í fréttinni hér fyrir ofan er auknin á drykkju landans mæld 65% í hreinum vínanda á síðustu 25 árum. Þó talan væri lægri þá ætti að klingja öllum bjöllum þó að maður hefði leppa á báðum augum. Að öðru leiti þakka ég fyrir áhuga verðar ábendingu og segi og leiðrétti að ég hef rétt til þess að hafa rétt fyrir mér og er þeim mannlegu eigileikum búinn að geta líka misstigið mig- þó ég hafi engan áhuga á fótbolta. Fréttin stendur í  Fréttablaðinu og það vita það allir að þar birtist aldrei eitt einasta vafa sannleikskorn hvað þá þegar vísað er á þeim göfuga miðli með beina tilvísun til Hagstofunnar eins og ég gerði hér í umræddri bloggfærslu áður. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:50

19 identicon

Þar sem ungt fólk kemur saman og skemmtir sér, mun alltaf þurfa eftirlit og því miður afskipti.  Og þessa helgi komu ungir og aldnir saman á Akureyri í þúsundavís.  Menn hafa reynt að spyrða þennan mannfjölda við Bíladaga Bílaklúbbs Akureyrar en það er ósanngjarnt svo ekki sé meira sagt.  Staðreyndirnar eru aðrar:

Í fyrsta lagi fóru allir viðburðir Bíladaga fram án þess að nokkur vandræði, ólæti eða drykkjuskapur ætti sér stað.

Í öðru sagði voru Bíladagar ekki eina uppákoman þessa helgi.  Má t.d. nefna Háskólahátið, en hana sóttu um 1.000 manns, Júbílantahátíð afmælisárganga stúdenta frá MA en þar koma einhver hundruð manns saman í þeim eina tilgangi að drekka og djamma í nokkra daga samfleytt.   Svo eru það blessaðir nýstudentarnir sem hegða sér vel á 17. júní en eiga ansi skrautlegar rispur dagana á undan (ef ég man rétt).  AIM tónlistarhátíðin dregur að sér fjölda manns og þar er væntanlega misjafn sauður líkt og í öðrum hópum.  Að maður tali nú ekki um "Dag villiblómsins" sem var rétt fyrir helgi.  Ég hef reyndar trú á því að flestir villingarnir sem voru á Akureyri um helgina hafi einmitt verið hér vegna Dags villta blómsins

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband