Eitt brýnasta viðfangsefnið núna.

Djúpboranir eru eitthvert brýnasta stórverkefni okkar tíma, sem verður að setja eins mikinn kraft í og mögulegt er. Í hefðbundnum borunum er nú sótt allt of fast og hratt í þann jarðvarma sem ofar liggur. Þegar stór jarðvarmasvæði eru blóðmjólkuð svo mjög að þau taka að kólna eftir nokkrar áratugi er í raun ekki um endurnýjanlega orku að ræða.

Kynslóðir framtíðar verða þá að finna orkuna annars staðar og stefna í jafnvel enn meiri eyðileggingu ómetanlegra náttúrverðmæta en nú er stefnt að. En sú vegferð er svo hröð að hugsanlega yrði búið að umturna allt of stórum svæðum þegar í ljós gæti komið að þess hefði ekki þurft, heldur hægt að láta nægja að ná margfaldri orku úr þeim svæðum sem þegar hafa verið tekin til virkjunar.  


mbl.is 3,5 milljarðar í djúpborun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Fyrsti áfanginn í djúpboruninni er hafinn og er verður borað með 36 tommu krónu niður á um það bil 100 metra og síðan fóðrað með 32 tommu (81 cm) röri.
Alls er óvíst um árangur af djúpborunum, en tilraunin er þess virði að gera hana.

Stefán Stefánsson, 21.6.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband