Þarf borgarstjórann á gatnamótin?

Nú rétt fyrir hádegi biluðu umferðarljósin á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Að þessum gatnamótum liggja alls 28 akreinar. Hringt var í lögregluna en þau svör fengust að vegna manneklu gætu þeir ekki sent mann til að stjórna umferðinni. Fljótlega varð þarna árekstur vegna þessa ástands enda eru þetta með fjölförnustu gatnamótum landsins og útilokað að ökumenn á 28 akreinum geti leyst úr þeim vandamálum sem skapast.

Sú var tíð að borgarstjórinn í Reykjavík var með skrifstofu við gatnamót Austurstrætis og Pósthússtrætis og hljóp eitt sinn út til að stjórna umferð, sem var margfalt minni og hægari en nú er á gatnamótum Miklubrautar og annarra gatna. Tekin var af því fræg ljósmynd.

Nú, næstum öld síðar, þegar margfalt verra ástand skapast, getur hvorki borgarstjórinn né má skipta sér af svona löguðu, enda er skrifstofa hans í öðrum borgarhluta og hann fær því ekki hvort eð er vitneskju um vandann.

Er ekki dálítið hart að búa við svona ástand á 21. öld? Þarf að hringja í borgarstjórann til að fara næstum öld aftur í tímann þegar á þarf að halda við löggæslu í borginni?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Síminn hjá honum er 411 4500

Birgir Þór Bragason, 7.7.2008 kl. 15:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt Umferðarlögum má einungis lögreglan stjórna umferð og þeir sem hafa fengið til þess sérstakt leyfi frá ráðherra:

Umferðarlög nr. 50/1987:


5. grein.

Vegfarandi skal fara eftir leiðbeiningum um umferð, sem lögreglumaður eða sá annar, sem ráðherra hefur heimilað að stjórna umferð, gefur. Þær leiðbeiningar gilda framar leiðbeiningum, sem gefnar eru á annan hátt.

Þorsteinn Briem, 7.7.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt hjá þér, Steini, enda segi ég um borgarstjórann "...getur hvorki borgarstjórinn né má."

Þess má geta að mér hefur verið greint frá því að stjórnleysið og hættuástandið á þessum gatnamótum hafi varað í minnst klukkustund.

Ómar Ragnarsson, 7.7.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hver er ábyrgur fyrir því að ekki eru til aurar í umferðarstýringu? Varla borgarstjórinn. Ekki lögreglan, ekki Vegagerðin. Hver þá? Er þetta spurning um umferðaröryggi? Þá er það samgönguráðherra. Er þetta spurning um löggæslu, þá er það dómsmálaráðherra. En kannski liggur þetta bara hjá löggjafarvaldinu sem naumt skammtar í þennan málaflokk. Væri það betra ef þú værir á þingi Ómar? Áleitin spurning, ég veit :)

Birgir Þór Bragason, 7.7.2008 kl. 20:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar. Að sjálfsögðu ætti borgarstjórinn að vera með sérstakt leyfi frá ráðherranum til að stjórna umferð í borginni. Ég veit hins vegar ekki hvort miðborgarþjónarnir nýju hafa fengið slíkt leyfi.

Þegar sýslumaðurinn á Selfossi stjórnaði eitt sinn umferðinni uppi á Hellisheiði hringdi vegfarandi í lögregluna á Selfossi og tilkynnti að maður í lúðrasveitarbúningi væri að þvælast þar á veginum og trufla umferðina.

Annars hefur borgarstjórinn og minn fyrrverandi heimilislæknir sameinast í einum og sama manninum og hafa sterka tilhneigingu til að búa í þeim sveitarfélögum, hérlendum og erlendum, sem undirritaður hefur búið í, og nægir þar að nefna Dalvíkurbyggð, Skövde í Svíaríki og Reykjavíkurborg.

Þorsteinn Briem, 7.7.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað með nýja töfrasprotann þeirra, hann Jakob Frímann. Er fann ekki fjölvandaleysir? Bara hengja á hann merki og málið leyst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2008 kl. 09:27

7 identicon

Auðvita snýst þetta ekki um borgarstjórann þótt Ómar hafi komið með þessa skemmtilegu dæmisögu. Þetta er háalvarlegt mál og það má ekki gerast að ekki séu til krónur í kassanum til að bregðast við hættuástandi í umferðinni, eins og þarna skapaðist!

Þorsteinn G. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:12

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fróðlegt verður að sjá hvernig tryggingarfélögin afgreiða áreksturinn sem varð á gatnamótunum. Það vill svo til að ég komst að því hver annar ökumaðurinn var og ætla að fylgjast með því máli og greina frá því í bloggi mínu þegar þar að kemur.

Ómar Ragnarsson, 8.7.2008 kl. 22:30

9 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Í nýlegri skýrslu rannsóknarnefndar umferðarslysa segir:

Við skoðun á Opel bifreiðinni komu nokkur athyglisverð atriði í ljós. Bifreiðin hafði verið búin öryggispúðum, en þeir höfðu sprungið út í árekstri sem átti sér stað í október 2003. Eftir slysið var bifreiðin keypt af tryggingarfélagi hennar og hún svo endurseld 12 dögum síðar. Ekki hafði verið gert við öryggisbúnaðinn eftir slysið og voru sprungnir púðarnir enn í bílnum. Nutu ökumaður og farþegi í framsæti þeirra ekki í þessum árekstri. Búnaður sem strekkir á öryggisbeltunum við árekstur hafði sprungið út í þeim árekstri einnig. Báðir beltastrekkjararnir voru sprungnir og nýttust því ekki ökumanni og farþega í slysinu.

Tryggingafélögin gera bara það sem þau telja að skili mestum arði, hvað sem tautar og raular.

Birgir Þór Bragason, 9.7.2008 kl. 07:35

10 identicon

Langaði að koma með eina mynd hérna sem þið hefðuð eflaust gaman að sjá.

http://c.imagehost.org/0607/umferd.jpg

<img src="http://c.imagehost.org/0607/umferd.jpg" border="0" width="1000" height="423" alt="ImageHost.org" />

<a target="_blank" href="http://c.imagehost.org/view/0607/umferd.jpg"><img src="http://c.imagehost.org/t/0607/umferd.jpg" border="0" width="150" height="63" alt="umferd.jpg (453 KB)" /></a>

Ómarg (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband