Löglegt en siðlaust?

Vilmundur heitinn Gylfason var naskur á að finna einfaldar lýsingar á hlutunum, svo sem ofangreinda setningu og orðið "möppudýr." Athyglisvert er í máli Ramsesar (ég vil beygja nafn hans) hvernig stanslaust er staðið löglega að máli hans en samt gengur það svo hægt að þjóðin horfir upp á dapurlega atburðarás sem fer miklu hraðar en lagalegir tilburðir til að ná á því siðlegum og mannúðlegum tökum. 

 


mbl.is Kæra vegna Paul Ramses hefur ekki borist ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vil ég nú meina að hér hafi verið löglega að verki staðið af hálfu Útlendingastofnunar.

Samkvæmt Lögum um útlendinga er beinlínis bannað að senda flóttamann héðan til annars ríkis, hafi hann sérstök tengsl við Ísland, þrátt fyrir að viðkomandi hafi komið hingað frá öðru Schengen-landi.

Í því tilfelli þarf einungis að skilgreina hvaða merkingu "sérstök tengsl" hefur og það gefur auga leið að þau merkja hér fleira en eingöngu það að viðkomandi flóttamaður eigi hér ættingja eða maka, því þá myndi slíkt vera beinlínis tekið fram í lögunum, í staðinn fyrir "sérstök tengsl".

Mestu tengsl við landið eru að eiga hér ættingja eða maka og þau næstmestu eru að hafa búið hér, líkt og Paul Ramses hefur gert. Og ekki er hægt að ætlast til að pólitískir flóttamenn hafi búið hér lengi til að þeir teljist hafa sérstök tengsl við landið.

Hér er hins vegar um undanþáguákvæði að ræða og því ber að túlka það þröngt, þannig að ekki getur verið um margt annað að ræða í þessum efnum. Þeir sem hafa einungis komið til Íslands sem ferðamenn hafa til dæmis ekki sérstök tengsl við landið í þessum skilningi.

Bobby Fischer fékk hér hæli sem pólitískur flóttamaðurá grundvelli sérstakra tengsla sinna við landið, sem hann taldist hafa, þar sem hann hafði teflt hér í heimsmeistaraeinvíginu í skák í sex vikur sumarið 1972. En Fischer átti hér "eingöngu" vini, en ekki ættingja eða maka, og hann hafði aldrei búið hér eða dvalið í rúma þrjá áratugi þegar hann fékk hér pólitískt hæli.

Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir að fá Bobby Fischer framseldan frá Japan til Bandaríkjanna, þar sem hann átti yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi fyrir að brjóta viðskiptabann gegn Júgóslavíu með því að tefla við Boris Spassky í Belgrad árið 1992.

Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, beitti sér þá fyrir því að Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt, sú umsókn fór fyrir Allsherjarnefnd Alþingis og Alþingi veitti honum ríkisborgararéttinn í mars 2005. Fischer hafði fengið hér dvalarleyfi og þar með pólitískt hæli í desember 2004 en Japanir slepptu honum ekki úr varðhaldi fyrr en hann hafði fengið hér ríkisborgararétt.

Paul Ramses sótti hér um pólitískt hæli 31. janúar síðastliðinn og þá voru bæði Paul og eiginkona hans, Rosemary, hér löglega. Hann kom hingað frá Ítalíu um miðjan janúar í ár og dvalarleyfi hans á Ítalíu rann út 20. febrúar síðastliðinn, samkvæmt Útlendingastofnun. Og eiginkona hans kom hingað frá Svíþjóð, þar sem hún hefur dvalarleyfi til ársins 2012, þannig að þau komu hingað bæði af Schengen-svæðinu.

En hvorugt þeirra hefur sérstök tengsl við Ítalíu Og Paul dvaldist þar einungis í örfáa daga á leiðinni hingað til lands um miðjan janúar í ár, en hann var með dvalarleyfi á Ítalíu frá 12. janúar í ár, samkvæmt Útlendingastofnun. Hins vegar er ekki flogið daglega á milli Íslands og Ítalíu á veturna.

Lög um útlendinga nr. 96/2002:


46. gr. Réttur til hælis.

Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd.

Maki flóttamanns, sambúðarmaki eða samvistarmaki og börn undir 18 ára aldri án maka, sambúðarmaka eða samvistarmaka eiga rétt á hæli nema sérstakar ástæður mæli því í mót."

Þorsteinn Briem, 8.7.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: gudni.is

Sæll Ómar.

Takk fyrir mjög skemmtilegt spjall á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi um léttar, þungar og misskemmtilegar flugvélar. Þér er velkomið að koma með mér við tækifæri og prófa að fljúga Jodelnum mínum ef þig langar.

Flugkveðja - Guðni Þorbjörnsson

gudni.is, 9.7.2008 kl. 13:40

3 identicon

Þakka þessi skrif í mikilvægu máli, Ómar. Ýmsir málsmetandi menn, svo sem lögfræðingur Ramsesar (sammála þér um beyginguna sbr. samnefndur faraó Egypta forðum daga) og ýmsir þingmenn hafa þó sýnt fram á að málsmeðferðin sé nú hreint ekkert eins lögleg og forsætisráðherra og fleira segja. - Og heldur vandræðalegt er - svo ekki sé kveðið fastar að orði - þegar utanríkisráðherra okkar biður Ítali að sýna mannúð í þessu máli, mannúð sem við vorum ekki fær um að sýna sjálf. - Þetta mál mun reynast mikil prófsteinn á stjórnvöld okkar. Ýmsir þingmenn, svo sem Ágúst ólafur, Atli Gíslason, Bjarni Harðarson og Höskuldur Þórhallsson hafa þó talað þannig að lofar góðu. Og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lofað að skoða málið rækilega þegar kæran berst honum. Þjóðin þarf að veita áframhaldandi aðhald í málinu.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Laissez-Faire.

Hvorki Paul Ramses né eiginkona hans, Rosemary, dvöldust hér ólöglega þegar Paul Ramses sótti hér um pólitískt hæli 31. janúar síðastliðinn, eftir að hafa dvalið hér í hálfan mánuð. Paul kom hingað frá Ítalíu, þar sem hann hafði dvalarleyfi til 20. febrúar í ár og Rosemary kom hingað frá Svíþjóð, þar sem hún hafði dvalarleyfi til ársins 2012. Bæði komu því hingað til lands af Schengen-svæðinu.

Paul Ramses hefði því allteins getað farið frá Ítalíu til Svíþjóðar, þar sem eiginkona hans dvaldist, og sótt þar um pólitískt hæli á grundvelli fjölskyldusameiningar, en hann kaus að sækja um pólitískt hérlendis á grundvelli tengsla sinna við Ísland. Paul og eiginkonu hans var hleypt hér löglega inn í landið. Og að sjálfsögðu hafa vegabréf þeirra beggja verið könnuð af landamæraeftirlitinu þegar þau komu hingað, bæði þeldökk.

Frá og með 31. janúar síðastliðnum voru Paul og eiginkona hans því pólitískir hælisleitendur hér, sem um gilda Lög um útlendinga nr. 96/2002, Reglugerð um útlendinga nr. 53/2003 og Dyflinnarreglugerðin nr. 353/2003, sem byggð er á Dyflinnarsamningnum og hefur verið beitt hér af Útlendingastofnun frá 1. september 2003. Dyflinnarreglugerðin er aftur á móti ekki lög hérlendis, þar sem Dyflinnarsamningurinn var eingöngu staðfestur af Alþingi og einungis birtur í C-deild Stjórnartíðinda.

Lög eru hins vegar birt í A-deild Stjórnartíðinda og íslensk lög ganga hér framar en reglugerðir, íslenskar sem erlendar, þegar túlka þarf ákveðið atriði. Og Útlendingastofnun bar engin skylda til að senda Paul Ramses til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar:

http://eur-lex.europa.eu/smartapi/cgi/sga_doc?smartapi!celexapi!prod!CELEXnumdoc&lg=en&numdoc=32003R0343&model=guichett

Útlendingastofnun bar því að taka umsókn Pauls um pólitískt hæli hér til efnislegrar meðferðar á grundvelli ofangreindra Laga um útlendinga sem segja í 46. grein:

Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd."

Samkvæmt ofangreindu undanþáguákvæði er því bannað að senda flóttamann úr landi, einnig til annars Schengen-ríkis, sem viðkomandi hefur komið frá, hafi viðkomandi sérstök tengsl við Ísland. Og þau hafði Paul, þar sem hann hafði búið hér fyrir nokkrum árum og átt árum saman í miklum samskiptum við Íslendinga.

Eiginkona Pauls kom hingað til að dvelja hér með honum og ala hér barn þeirra. Og þau eiga öll rétt á að dveljast hér, samkvæmt ofangreindum Lögum um útlendinga:

Maki flóttamanns, sambúðarmaki eða samvistarmaki og börn undir 18 ára aldri án maka, sambúðarmaka eða samvistarmaka eiga rétt á hæli nema sérstakar ástæður mæli því í mót."

Bobby Fischer
dvaldist ekki hérlendis þegar hann fékk hér dvalarleyfi í desember 2004 og þar með pólitískt hæli. Paul Ramses og eiginkona hans dvöldust hins vegar bæði löglega hérlendis þegar Paul sótti hér um pólitískt hæli 31. janúar síðastliðinn. Og þar sem þau dvöldust hérlendis bar Útlendingastofnun skylda til að taka umsókn Pauls til efnislegrar umfjöllunar hér á grundvelli ofangreindra íslenskra laga.

Bobby Fischer hafði hins vegar einungis dvalið hérlendis í sex vikur sumarið 1972 vegna heimsmeistaraeinvígis í skák og ekki dvalist hér í 32 ár þegar hann fékk hér pólitískt hæli í desember 2004. Fischer átti þá hér "einungis" vini, hvorki ættingja né maka, og hann hafði ekki meiri tengsl við Ísland en Paul Ramses hafði 31. janúar síðastliðinn.

Þá hafði eiginkona hans gengið með barn þeirra í fimm mánuði og það fæddist hérlendis 26. maí. Íslensk lög, Barnalög nr. 76/2003, gilda um börn sem fæðast og dveljast hérlendis. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var einungis birtur í C-deild Stjórnartíðinda og öðlaðist gildi gagnvart Íslandi árið 1992 en hann er ekki lög hérlendis, frekar en Dyflinnarreglugerðin, og ofangreind íslensk lög um útlendinga eru rétthærri en hún.

Barnalög nr. 76/2003:

7. grein. Barn skal skráð í þjóðskrá þegar eftir fæðingu þess."

Barn Pauls og Rosemary er hins vegar ekki íslenskur ríkisborgari, þrátt fyrir að vera fætt hérlendis.

Lög um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952:

1. grein. Barn öðlast íslenskt ríkisfang við fæðingu:
   1. ef móðir þess er íslenskur ríkisborgari,
   2. ef faðir þess er íslenskur ríkisborgari og kvæntur móðurinni. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins."

2. grein. Eignist ógift kona, sem er erlendur ríkisborgari, barn hér á landi öðlast það íslenskan ríkisborgararétt ef karlmaður, sem er íslenskur ríkisborgari, er faðir þess samkvæmt barnalögum."

Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 15:22

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Laissez-Fairez.

Íslenskum stjórnvöldum ber að fara að íslenskum lögum, til að mynda Lögum um útlendinga nr. 96/2002, sem banna að senda héðan flóttamenn til annarra landa, hvort sem þeir hafa komið hingað frá öðrum Schengen-ríkjum eða ekki, ef þeir hafa sérstök tengsl við Ísland.

Þar sem hér er um undanþáguákvæði að ræða ber hins vegar að túlka það þröngt, þannig að hér kemur ekki margt annað til greina en að viðkomandi flóttamaður eigi hér ættingja eða maka, eða hann hafi búið hérlendis. Og ekki er hægt að ætlast til að pólitískur flóttamaður hafi búið lengi hérlendis til að hann teljist hafa sérstök tengsl við landið. Paul Ramses bjó hér fyrir nokkrum árum og hann hefur haft mikil samskipti við Íslendinga undanfarin ár.

Hins vegar hafa nú ekki margir flóttamenn búið hérlendis, hvað þá að margir þeirra eigi hér ættingja eða maka.

Því er engin ástæða til að ætla að margir flóttamenn geti fengið hæli hérlendis vegna þessa ákvæðis í íslenskum lögum, þrátt fyrir að Bobby Fischer hafi reyndar fengið hér dvalarleyfi, og þar með pólitískt hæli, í desember 2004 vegna sérstakra tengsla sinna við Ísland. En þá hafði hann einungis dvalið hér í sex vikur sumarið 1972 vegna heimsmeistaraeinvígis í skák, hvorki átt hér ættingja eða maka og ekki dvalið hérlendis í rúma þrjá áratugi.

Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Laissez-Faire Ég setti óvart auka zetu í þig hér að ofan. Trúlega áhrif frá því að ég var blaðamaður á Mogganum og núverandi dómsmálaráðherra var þar ritstjóri.

Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hann soldið er nú sætur,
og sárt hann Bíbí grætur,
hann sé grár,
og hann ei klár,
hann Kunta vilji ei Kinte Rætur.

http://en.wikipedia.org/wiki/Kunta_Kinte

Þorsteinn Briem, 9.7.2008 kl. 20:21

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Frekar dapurlega staðið að þessu öllu.

Utan efnis:

þar sem þú ert mikill áhugamaður um náttúruvernd og mengun ásamt flugvélum þætti mér fróðlegt að heyra álit þitt á mengunarslikju yfir höfuðborginni eftir flugumferð...sjá vangaveltur mínar um málið HÉR.

Er þetta eitthvað til að skoða betur að þínu viti, bæði vegna svakalegrar sjónmengunar og hugsanlega varasamari mengun en það?

georgpetur@visir.is

Georg P Sveinbjörnsson, 9.7.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband