15.7.2008 | 22:31
Enn í gangi, 40 árum síðar.
Fyrir rúmum 40 árum gafst mér færi á að flytja á skemmtunum uppfærða gerð af "Ísland, farsælda frón" um ástandið í þjóðlífinu. Þar inni í voru þessar línur: "En á eldhrauni upp / þar sem enn Öxará rennur/ yfir Almannagjá/ Alþingi feðranna úthlutaði lóðum fyrir sumarbústaði."
Þetta um sumarbústaðina setti ég inn vegna umræðna í þjóðfélaginu um það að þá var úthlutað á ábyrgð Alþingis lóðunum, sem nú ganga enn, 42 árum síðar, kaupum og sölum á tugi milljóna króna.
Ekki hafði maður hugmyndaflug til að ímynda sér að dýrustu flutningatæki okkar tíma yrðu notuð til að flytja efni í glæsibústaðina í þeim mæli að mörgum þætti raskað ró og friði mesta helgistaðar þjóðarinnar.
Þyrluflug bannað í þjóðgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég er ferðamenn þarna næstum daglega og þetta er að fara í taugarnar á öllum!
Svo eru líka þyrlur sveimandi yfir gullfoss og geysir reglulega.
Jónas Jónasson, 15.7.2008 kl. 23:21
Það vantar fjölmiðlaúttekt á úthlutun sumarbústaðanna. Hverjir fengu? Hvað borguðu þeir? Hvað geta þeir selt fyrir núna?
Rómverji (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:53
Bíbí lætur sér hins vegar nægja einn hest í Fljótshlíðinni og transportasjónir með lággjaldaflugfélögum.
Og fyrir nokkrum nóttum dreymdi Bíbí eina evru með mynd af Davíð Oddssyni seðlabankastjóra á bakhliðinni og allt um kring sem gullinn geislabaug áletrunina IN COD WE TRUST.
Þorsteinn Briem, 16.7.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.