24.7.2008 | 12:12
Láta Landsvirkjun redda þessu.
Í tæplega hálfa öld hefur því verið haldið að fólki að forsendan fyrir aðgengi að ferðamannasvæðum og uppbyggingu þjónustu fyrir ferðamenn sé að Landsvirkjun fái að virkja á svæðinu og redda þessum málum allt niður í klósettferðir.
Trú Íslendinga á þetta er orðin svo sterk að kona sem hitti mig við Hálslón nýlega og sá afleiðingar virkjunarinnar sagði við mig að auðvelt væri að vera vitur eftir á og aðalatriðið væri þó, að ef Landsvirkjun hefði ekki virkjað þetta allt sundur og saman, hefði hún og aðrir aldrei átt þess kost að fara um þetta afskekkta svæði.
Orðalag hennar "vitur eftir á" á raunar ekki við, - þetta var nánast allt vitað fyrirfram en annað hvort fór þetta fram hjá fólki eða að það vildi ekki kynna sé það.
Erlendis er hlegið að þeirri röksemd að forsendan fyrir samgöngum sé að valda fyrst stórfelldum umhverfisspjöllum. Ég hef farið ótal ferðamannasvæði í þjóðgörðum erlendis þar sem hæfilegt aðgengi hefu tryggt án virkjana. Sem dæmi má miðhálendi Noregs þar sem á sínum tíma var ráðgert að gera stórbrotna risavirkjun í stíl virkjana jökulfljótanna á norðausturhálendi Íslands.
Sú virkjun hefði valdi margfalt minni spjöllum en virkjanir jökulfljótanna gera hér, því norska vatnsorkan var hrein og miðlunarlónin hefðu því ekki fyllst upp af auri eins og til dæmis Sultartangalón er að gera nú.
Samt var hætt við norsku stórkarlavirkjanirnar og samt hefur verið gert það sem gera þurfti til að skapa aðgengi og aðstöðu fyrir fólk á norska hálendinu.
Norðmenn telja raunar þennan hluta landsins mun meira virði fyrir heiður og ímynd þjóðarinnar og jafnvel peningalegan ávinning meðan þessar virkjanaáætlanir eru niðri í skúffum.
Á sínum tíma eyddum við Friðþjófur Helgason heilum degi til að ganga niður með stórbrotinni fossaröð Jökulsár í Fljótsdal til að geta tekið myndir í báðar áttir yfir fossana með menn sem viðmiðun.
Hótelhaldari niðri á Héraði spurði okkur um ferðir okkar og þegar við greindum honum frá þeim, kom á hann gleðisvipur og hann stundi: "Haldið þið að það verði ekki munurfyrir okkur í ferðaþjónustunni þegar Landsvirkjun verður búin að virkja þarna og opna aðgengi að náttúrugersemum sem enginn getur annars notið."
"Til að skoða hvað?" spurðum við á móti. "Nú, fossana og alla þessa dýrð," sagði hann.
"En fossarnir verða þá ekki lengur til því að vatnið sem fer nú í þá verður leitt inn í göng" svöruðum við.
"Æ, ég áttaði mig ekki á því," sagði hótelhaldarinn sem komst eitt augnablik út úr 40 ára heilaþvotti um virkjanir sem forsendu ferðamennsku.
Skrásetja klósettferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er einkennilegt að ætla að efla ferðamennsku og hafa af henni tekjur en gera ekkert á móti til að auðvelda aðgengi að því sem gaman gæti verið fyrir ferðamenn að skoða. Þar má benda á Landmannalaugar, Fjallabaksleið niðri, Dyrhólaey o.fl o.fl. Nema það sé stefnan að auka viðhald ökutækja eða byrgja mönnum sýn með vegaryki. Það er líka svo gott á bragðið þar sem það smýgur als staðar.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 14:10
Eg er staddur i Kroatiu sem er helmingi minna en Island og tar bua um 5 miljon manns. Her er fullt af natturu sem gaman er ađ skođa. Hvernig serđu fyrir ter Island tegar ibuar verđa orđnir 5 miljon a Islandi?
Verđur allt onytt og munum viđ ekkert geta synt utlenskum ferđamonnum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2008 kl. 14:13
Mestu umhverfissbjöll í óbyggðum verður ef farið verður að drita niður kömrum um öll fjöll og holt,aura og velli.Þeir sem ekki kunna að meta náttúruna til að gera þarfir sinar verða að fara í tíma til Ómars Ragnarssonar. Hann hefur aldrei kvartað yfir klósettleysi á fjöllum.Þeir sem ekki geta nýtt náttúruna og lifað með henni eiga að sitja heima.
Sigurgeir Jónsson, 24.7.2008 kl. 21:49
Já þetta eru óneytanlega skondin viðhorf sumra að halda að náttúruspjöllin séu þess virði að draga fólk á svæðið.
Í svipuðu samhengi má nefna að Auswitch útrýminbgarbúðirnar eru einn vinsælasti ferðamannaviðkomustaður Póllands. Ekki er sá ferðamannafjöldi komin þar af jákvæðum orsökum.
Mínar ferðir á Kárahnúkasvæðið eftir að framkvæmdir hófust þar eru einmitt tilkomnar af svipuðum ástæðum og ferðamenn flykkjast í útrýmingarbúðirnar í Póllandi. Til að syrgja horfið land og vona að ekkert þessu líkt muni gerast aftur. Slíkt held ég að eigi við um stærstan hluta þeirra sem leggja leið sína á þetta eyðileggingarsvæði.
Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.