Hvað er svona voðalegt?

"Alvarlegt áhlaup á landsbyggðina." "Sjálfstæðismenn ósáttir." "Ónauðsynlegur úrskurður." Þetta er nú hrópað upp vegna eðlilegs og skynsamlegs úrskurðar umhverfisráðherra um heldstætt mat á umhverfisáhrifum risaframkvæmda sem fyrirhugaðar eru á Norðausturlandi. Síðasta tilvitnunin, "ónauðsynlegur úrskurður", er höfð eftir forsætisráðherranum.

Hvers vegna láta menn svona? Gæti það verið vegna þess að þeir vilja hafa þetta í stíl við veginn sem var ruddur á sínum tíma þvert í gegnum nýrunnið hraun í Gjástykki án þess að spyrja nokkurra spurninga um stórfelld óafturkræf áhrif á svæði sem á engan sinn líka í heiminum? Það þótti ónauðsynlegt að skoða þann möguleika að leggja veginn og girðinguna nokkrum kílómetrum norðar.

Gæti það verið vegna þess að aðferðin við að virkja allt á endanum hefur meðal annars leitt til þess nú er farið að skilgreina Leirhnjúkssvæðið sem "Kröfluvirkjun tvö" en ekki "Leirhnjúk" eins og Jónína Bjartmarz og Jón Sigurðsson gerðu í loforðsplaggi fyrir síðustu kosningar sem reyndist ekki einu sinni pappírsins virði fram að kosningum?

Gæti það verið vegna þess að Helguvíkur-Reyðarfjarðar-Straumfjarðaráraðferðin hefur svínvirkað á þann hátt að fá allar kröfur virkjanfíklanna fram í áföngum sem tryggja að ekki verði aftur snúið þótt komið  sé að lokum langt fram yfir það sem lagt var af stað með?

Gæti það verið vegna þess að hið raunverulega takmark er minnst 346 þúsund tonna, ef ekki 500 þúsund risaálver í lok ferlis sem stillir mönnum sífellt upp við vegg uns öll orka hverasvæða og vatnsfalla á Norðurlandi verður nauðsynleg fyrir hinn óseðjandi "orkufreka iðnað"?

Það má frekar gagnrýna umhverfisráðherra að hafa ekki tekið Helguvíkurmálið sömu tökum og Bakka þótt Þórunn hafi afsakað sig bæði þá og nú með því að Helguvíkurmálið hafi verið komið of langt.

Þórunn segir að úrskurður hennar eigi ekki að þurfa að tefja málið  en samt ætlar allt vitlaust að verða. Það sýnir bara að hún hefur tekið sig á og stefnir í rétta átt hvað snertir þennan úrskurð. 

 


mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Öll svona hliðarstökk geta tafið málið allverulega, maður talar nú ekki um það ef fleiri fara að láta sig málið varða.

365, 1.8.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er sammála þér Ómar, ég er ekki að skilja þennan asa og hamagang

Óskar Þorkelsson, 1.8.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Sævar Helgason

Einn af þeim sem hefur skoðun á þessu heildar umhverfismati er fulltúi Alcoa.  Sú skoðun er ekki jákvæð- en hann ætlar að una gjörðinni. 

Hvað verður þegar búið er að reisa 350 þús. tonna álver og Alcoa segið " Við verðum að stækka í 500 þús.tonn ef málið á að ganga upp...  Ef við möldum í móinn og höfnum því að virkja Jökulsá á Fjöllum fyrir þá stækkun...   Verðum við ekki fastir á önglinum ?

Líklegt er að innan ekki langs tíma verði aðeins eitt fyrirtæki sem á öll álver á Íslandi- það er spurning um hvort það verði Alcoa- Río Tinto -Alcan eða Rússarnir. Við þær aðstæður verðum við að segja já og amen og gera sem þeir vilja...   En þetta vilja menn -- bara álver...

Sævar Helgason, 1.8.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Sævar, hann ætlar bara að una gjörðinni! Mikið afskaplega er maðurinn prúður og hógvær að lýsa því yfir að hann muni una úrskurði íslenskra stjórnvalda.

En hvar erum við eiginlega staddir þegar svo er komið að fulltrúi erlends fyrirtækis sér ástæðu til að gefa svona dæmalausa yfirlýsingu?

Getur verið að það sé búið að semja um þessa framkvæmd?

Árni Gunnarsson, 1.8.2008 kl. 16:57

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Af hverju ekki 100 þús. tonna álver eða 200 þús. tonna álver? Skil ekkert í stúlkurnar á heimilinu. Þær segjast ekki ætla að vinna í þessu álveri. Reyndar enginn sem þær þekkja. Svo er mér sagt að þetta sé ætlað fyrir unga flólkið okkar.

Af hverju er atvinnuástandið fyrir austan ekki betra en raun ber vitni? Var vitlaust gefið?  Ómar varst þú að spilla eitthvað fyrir þarna fyrir austan? Hverning gegnur myndin um Kárahnjúka? Bíð spenntur.

Sigurður Þorsteinsson, 1.8.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Alveg sammála - hvaða æsingur.

Á hverjum degi missa þetta 200-300 manns vinnuna.

Á skrifstofunni sem ég stýri er laus  ein staða og Inboxið mitt fyllist með umsóknum á hverjum degi.

Ég vil einmitt að Samfylkingin sýni fulla hörku og VG líka - stjórnmálaflokkar eiga að vera "konsekvent".

Það stefnir allt í 10-15% atvinnuleysi næsta vetur (15-20.000 manns).

Hræðsluáróður?

Nei, staðreyndir.

Það verður gaman að sjá hvort 60% þjóðarinnar verður á móti stóriðju og virkjunum þegar allt verður komið í þrot næsta vetur?

Elsku drengirnir mínir, Þið eruð hreinir og klárir draumóramenn og sem betur fer hafa slíkir menn ekki leitt íslensku þjóðina undanfarin 17 ár. - hvar værum við þá stödd?

Ég er hræddur um að Andri Snær og Ómar verði þá axla að ábyrgð á því að hafa teymt þjóðina á asnaeyrunum undanfarin 2-3 ár með "umhverfisöfgastefnu" sinni.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.8.2008 kl. 21:02

7 Smámynd: Sævar Helgason

 Guðbjörn !

"Elsku drengirnir mínir, Þið eruð hreinir og klárir draumóramenn og sem betur fer hafa slíkir menn ekki leitt íslensku þjóðina undanfarin 17 ár. - hvar værum við þá stödd?"

Eftir þessa leiðsögn þessara stjórnmálamanna sem setið hafa við völdin sl 17 ári, þá erum nú við einmitt stödd í þeim pitti sem þú ert að lýsa -- það er nú verkurinn.  

Sævar Helgason, 1.8.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

guðbjörn bara með heimsendaspá.. 10-15 % atvinnuleysi hefur ekki sést á íslandi síðan fyrir stríð og það er ekki að fara að gerast núna.. hámark að það fari í norskt ástand eða um 3-4 %..

Óskar Þorkelsson, 1.8.2008 kl. 21:16

9 identicon

Hér er úrdrættir úr grein eftir undirritaðan ,,Þetta er síðasta álverið''sem birtist í Morgunblaðinu maí 2006.  

,, Það er komin viljayfirlýsing um að setja álver niður í Helguvík. Hæstvirtur iðnaðaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir þingmaður Eyfirðinga og Húsvíkinga, vill tryggja að álver verði á öðrum hvorum staðnum. Staðir þessir eiga það sameiginlegt að vera mjög sérstakir: Eyjafjörðurinn er einn af fallegustu og skjólbestu landbúnaðarsvæðum landsins með höfuðstað norðurlands, Akureyri, á einu glæsilegasta bæjarstæði sem fyrir finnst hér á landi; Húsavík er einn af aðal ferðamannastöðum á þessu stóra svæði sem Norðausturkjördæmið er og hefur að geyma stórkostlega náttúrufegurð eins langt og augað eygir. Erlendir ferðamenn fyllast lotningu þegar þeir líta fjöllin, lækina, vötnin, árnar, fossana, jöklana og alla okkar íslensku flóru sem er ómetanleg fyrir ferðamanna- og frístundaiðnaðinn. Eitt er víst að álver á ekki heima á þessum svæðum fyrir norðan enda sjá það flestir sem vilja horfa á þetta hlutlaust. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra hefur átt það til að verja sig í þessari álversumræðu um væntanlega staðsetningu þess að fjárfestar muni eiga um það síðasta orðið. Það er ekki rökrétt hjá henni að hugsa þetta svona því við erum að tala um síðasta álverið sem reist verður hér á landi eins og hún hefur stundum komið inn á í umræðunni. Því ætti lögmálið að hafa snúist við, iðnjöfrarnir nú í keppni um að ná til sín síðasta bitanum þegar stjórnvöld í samráði við viðkomandi bæjarfélag hafa ákveðið staðsetningu þess. Helguvík er án efa besta staðsetningin fyrir álver því hún hefur ekki að veði það samspil hagsmuna og náttúru eins og lýst var hér að ofan. Helguvík er með dýpstu höfnum landsins með stórskipahöfn. Þar þarf ekki að óttast hinn forna fjanda Norðlendinga, hafísinn, né stillur í veðri, vikum saman. Sjónmengun er lítil vegna sjálfrar byggingarinnar því hún fellur vel að umhverfinu t.d. þegar horft er eftir sjóndeildarhringnum í áttina að Keflavíkurflugvelli. Háspennulínur mætti hafa í jörðu meðfram þjóðvegum eins og t.d. meðfram Reykjanesbrautinni og vel út fyrir byggð.''

,,Þetta er síðasta álverið sem reist verður á Íslandi eins og sjá má þegar litið er á Kyoto-bókunina. Samkvæmt útdrætti úr Kyoto-bókuninni og útfærslu hennar gagnvart Íslandi eru útstreymisheimildir Íslands tvíþættar: Í fyrsta lagi skal almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, það er innan við 3.100 þúsund tonn koltvíoxíðígilda árlega að meðaltali 2008 til 2012. Í öðru lagi skal koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 ekki vera meiri en 1.600 þúsund tonn árlega að meðaltali árin 2008-2012. Ísland fullgilti Kyoto-bókunina 23. maí 2002.''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

Með þekkingu á ferðaþjónustu.

B.N. (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:40

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Á Íslandi búa tvær þjóðir, önnur þjóðin vill vinnu fyrir sína þjóðin og sitt fólk, hin þjóðin sem hangir að mestu á ríki og bæ og er í öruggum höndum með áskrift á sínum launum, sú þjóð vill ekki að hin þjóðin fái vinnu eða hafi vinnu eða eigi tilverurétt til mannréttinda. Það er glæpur.

Rauða Ljónið, 2.8.2008 kl. 10:53

11 identicon

Maður hefði nú haldið að allir þessu grænu kapítalistar sem predika stóriðju "í sátt við náttúruna" ættu að hoppa hæð sína í loft upp af gleði yfir því að framkvæmdir séu settar í umhverfismat.

Eða vilja menn kannski ekkert virkja í sátt við náttúruna og reisa álver í sátt við náttúruna? Vilja þeir kannski bara stóriðju sama hvort náttúran þolir hana eður ei?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 13:13

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ljónið er að dunda við að peista sömu athugasemd alls staðar. Það talar eins og aldamótakommi í Rússlandi. Verksmiðjur fyrir almúgann svo hægt sé að koma lýðnum fyrir og fá hann til að þegja. Held ég. Textinn er ekki skýr.

.

Annars er það ofsalega hvimleitt og hallærislegt að sjá hvað umhverfisráðherra þarf að taka við miklu persónulegu skítkasti vegna ákvörðunar sem er fullkomlega lögleg, skynsamleg og í fullkomnu samræmi við kosningaloforð flokks hennar. Það er merkilegt að forsærisráðherra hafi tíma til að röfla um þetta mál en lætur alvöru vandamál eiga sig.

.

Að lokum skil ég ekki hvernig hægt er að tala um uppsagnir í Reykjavík í dag og álver sem á að rísa á norð-austurlandi eftir 4-5 ár í sömu setningu. Á að flytja fólk sem missir störf í verslun og þjónustu út á land og láta þau bíða í hálfan áratug meðan ríkið reddar þeim verksmiðjuvinnu?

Villi Asgeirsson, 2.8.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband