Úreltar forsendur.

Það er nú að koma fram sem ég benti á í bókinni Kárahnjúkar- með og á móti, að komast hefði mátt af með lægri stíflur og minna miðlunarlón ef menn hefðu miðað við hlýnandi veðurfar og meira rennsli en samkvæmt forsendum um rennsli, sem byggjast á gömlum mælingum.

Það hefði þýtt minni leirfoksvandamál vegna þess að með því að hækka lónið til þess að vinna það upp sem tapaðist í miðlun við það að sleppa gerð Eyjabakalóns, var viðbótin við Hálslón að mestu á landi með mun minni halla en er neðar í lónstæðinu.

Stíflurnar þurftu ekki að vera svona háar og hefðu orðið ódýrari.


mbl.is Mikið innrennsli í Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tja, slæmt er fyrir sérfræðingateimi Landsvirkjunnar, innlendra og erlendra verk og vísindamanna, að hafa ekki mann eins og þig Ómar til þess að segja sér hvernig á að framkvæma svona risaverkefni. Eitt mesta verkfræðiafrek Íslandssögunnar hefði orðið enn merkilegra fyrir vikið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 13:48

2 identicon

Best (og ódýrast) hefði auðvitað verið að hafa engar stíflur ... og enga virkjun. Allt annað glapræði einfeldninnar. En því má ekki gleyma að það er erfitt er að spá fyrir um veður fram í tímann. Veðurfræðingar eiga jafnan í miklum vandræðum með morgundaginn .. hvað þá þegar verið er að tala í árum eða áratugum. Það gæti auðveldlega kólnað hressilega á ný og minnkað í jökulánum. Það gengur ekki í svona framkvæmdum að gera ráð fyrir bráðnun jökla. Það er alltaf miðað við úrkomuna sem skilar sér af vatnasvæðinu bak við virkjununa. Það er eðlilega ekki hægt að miða við neitt annað. Svo árar illa í vatnabúskap þegar jöklar stækka en vel þegar þeir minnka. Ef áratugurinn 2010 til 2020 verður álíka hvað veður snertir og áratugurinn 1910  til 1920 (með alvöru frostavetrum 2017, 2018 og 2019) er líklega eins gott að hægt sé að safna vel af vatni yfir sumarið.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þarf ekki háa stíflu þegar lónið er orðið fullt af drullu, eins og Ómar er ítrekað búinn að spá??

Þegar ítrekað er slegið fram misvísandi fullyrðingum, eins og Ómar er svo góður í, gæti komið að því að eitthvað væri rétt sem hann setur fram og þá er flott að geta sagt: "Hvað sagði ég......!?!?!"

Tek undir hvert orð hjá Birni.

Benedikt V. Warén, 7.8.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef ég hefði ekki sagt frá því að ég hefði sagt frá þessu í bókinni á sínum tíma hefðu menn sagt að það væri auðvelt að vera vitur eftir á.

Ómar Ragnarsson, 9.8.2008 kl. 01:45

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil ekki draga neitt úr því að mannvirkið er verkfræðilegt afrek, hugsanlega það mesta til þessa á Íslandi, og afrek Kínverjanna og annarra starfsmanna í göngunum við Þrælaháls (skemmtilegt rétthefni) var mikið. Sagt er að þeir hafi sleikt raka gangaveggina til að hníga ekki niður af hita og rakatapi.

Það er hins vegar ekki sjálfgefið að stærstu verkfræðilegu afrekin geti af sér þörfustu mannvirkin.  

Ómar Ragnarsson, 9.8.2008 kl. 01:52

6 identicon

Þarft mannvirki er það auðvitað ekki ... heldur eitthvert óþarfasta og tilgangslausasta mannvirki jarðar. Níðingslegt mannvirki í heild sinnni. En það breytir ekki því að það er eða verður aldrei hægt að byggja á neinu nema úrkomu á vatnsvæðinu bak við virkjunina. Það veit enginn hvernið veðrið verður næstu áratugina og árhundruðin. Það veit enginn hvort jöklarnir munu stækka eða minnka á líftíma virkjunarinnar. Og því glórulaust að hanna virkjunina á einhverjum staðlausum getgátum um hlýnun jarðar. Við getum því ekkert sagt fyrir um það í dag hvort þú varst vitur eftir á í bók þinni. Því verður hægt að svara eftir 200 ár ... en ógjörningur þangað til. Þú þarft að bíða lengur en þú heldur eftir þessu forspárpriki.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:06

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sínum augum lítur hver silfrið.

Ég t.d. fyllist lotningu þegar ég sé mannvirkin; Kárahnjúkastíflu, Kárahnjúkafoss úr affallinu og Fljótsdalsstöð. Og ég fyllist stolti af að vera Íslendingur, að vera fyrirmynd annarra þjóða í grænni orkunýtingu. Ég gef lítið fyrir að lífttími Hálslóns sé takmarkaður. Gagnið sem virkjunin gerir Mið-Austurlandi og þjóðarbúinu í heild, vegur upp þá fórn sem við færum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2008 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband