23.8.2008 | 18:01
Engin frétt er betri en aðrar fréttir leyfa.
Það er haft að orðtaki að í keppni sé enginn betri en mótherjinn leyfi. Þetta á við um fréttir. Dæmi um það er þegar einn virtasti erlendi fjömiðill heims var búinn að ákveða að hafa gosið í Heimaey sem aðalfrétt en hætti við það á síðustu stundu af því að Lyndon B. Johnson fyrrverandi Bandaríkjaforseti dó einmitt þá.
Eitt sinn á ágústdegi 1980 þegar ekkert var í fréttum var ég að taka viðtal fyrir fyrstu frétt dagsins um stóran danskan sirkus sem var kominn í Laugardalinn. Þá kom Maríanna Friðjónsdóttir hlaupandi og sagði að byrjað væri að gjósa í Heklu. Fréttin um sirkusinn var aldrei birt.
Loksins virðist vera hefnt fyrir gengisfall fréttarinnar um Heimaeyjargosið og frábær frammistaða íslenska landsliðsins skilar sér verðskuldað á forsíðu stórblaðs. Nú er gaman að vera Íslendingur!
Íslenskur handbolti á forsíðu New York Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.