Það gengur enn betur næst!

Einu sinni varð mér það á í beinni útsendingu að segja setninguna "það gengur betur næst" og var merking þess misskiin af þeim sem á hlýddu. En síðan hefur þetta verið mottó mitt í lífinu því að setningin þýðir þrennt mikilvægt: 1. Viðurkenning á því að öllu eru takmörk sett. 2. Að þrátt fyrir allt hefði mátt gera betur. 3. Að læra af reynslunni og stefna hærra á grundvelli fenginnar reynslu.

Strákarnir komust að vísu miklu lengra en hægt var að krefjast af þeim og eiga skilið þjóðhátíð á Íslandi. Árangur þeirra getur verið okkur öllum lýsandi fyrirmynd. Og eitt atriði er mikulvægt í þessu sambandi. Þegar staðið er á tindinum getur leiðin ekki legið annað en niður á við.

Það góða við silfrið er að enn hefur hæsta mögulega tindi ekki verið náð og enn er því möguleiki á að ná hærra.

Auðvitað má alls ekki taka þessum orðum mínum á þann veg að við eigum rétt á að heimta meira. Strákarnir gerðu hið ómögulega og við segjum öll: Takk, takk, takk!, - Vilhjálmur Einarsson og allir nýju silfurmennirnir!


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta eru orð að sönnu...

Frábær árangur hjá strákunum.

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 24.8.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband