Fyrst REI-klúðrið og svo þetta.

Klúðrið vegna fyrirhugaðra kaupa OR á hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesjar lyktar af því sama og gerst hefur áður í rekstri orkufyrirtækja. Tekin er áhætta með fjármuni og eignir almennings þar sem mál geta endað með vandræðum. Orkuveita Reykjavíkur er ekki fyrsta fyrirtækið sem sett hefur verið í þessa stöðu.

Þegar ákveðið var að rannsaka ekki fyrirfram með borunum það sjáanlega misgengissvæði, sem bora þurfti jarðgöng í gegn milli Kárahnjúka og Fljótsdals, var það að sögn fjölmiðlafulltrúa virkjunarinnar látið ógert vegna þess "að við ætluðum þarna í gegn hvort eð var."

Þetta reyndist langdýrasti, erfiðasti og tafsamasti hluti gangagerðarinnar og munaði litlu að það tækist ekki. En í undirmeðvitund þeirra sem réðu ferð blundaði áreiðanlega vissan um það að þjóðin myndi borga hvert það tjón sem af þessu hlytist. 

Ég hafði um það heimildir á sínum tíma um að á tíunda tímanum einn morgun á árinu 2005 hefði þurft að koma með hraði á neyðarsímafundi milli fjármálaráðuneytisins og Landsvirkjunar til að ganga frá því fyrir klukkan tíu að redda sjö milljörðum króna með bankaláni sem bauðst á ofurvöxtum.

Í kosningabaráttunni 2007 gafst mér tækifæri til að sitja fund Viðskiptaráðs þar sem einn ræðumanna rakti með óhrekjandi tölum hvernig Landsvirkjun hefði sannalega verið rekin á gersamlega óviðunandi hátt árin á undan. Fjölmiðlafulltrúi Landsvirkjunar sat líka fundinn en gat ekki svarað þessari ádeilu.  


mbl.is Um milljarður í dráttarvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður vildi hafa þessa hluti uppi á borðum. Hvernig stendur á því að þar er meiri þörf fyrir að halda raforkuverði leyndu hér á landi en t.d. í Brasilíu, Kanada og Noregi svo dæmi séu tekin. Af hverju er ekki jafn brýn þörf fyrir að halda orkuverðinu leyndu þar?  Engum dettur í hug að halda leyndu verði á sykri, kaffi, olíu eða öðrum vörum sem eru á markaði.  Eru eitthvað önnur lögmál sem gilda hér?

Maður getur skilið að menn vilji leyna verði á fyrirtækjum í samkeppnisrekstri en ekki vöru sem lítur markaðslögmálum.  Eða er það ekki svo með orkuna?

Sigurður Þórðarson, 26.8.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband