Lærum af Norðmönnum.

Hulda Gunnlaugsdóttir kemur frá hárréttum stað til að fást við skipulagsvandamál Landspítalans. Á sínum tíma fór ég og skoðaði nýja sjúkrahúsið í Oslo og síðan til samanburðar sjúkrahúsið í Þrándheimi. Og hvílíkur munur!

Oslóbúar fóru þá leið að finna nógu góða, auða og stóra lóð sem næst miðju samgöngukerfis Oslóborgar og byrja með autt blað, reisa þar sjúkrahús frá grunni sem hrein upplifun var að skoða.

Í Þrándheimi var íslenska leiðin farin, að reyna með bútasaumi viðbygginga, jarðganga og tengibygginga að búa til spítala. Flestum, sem ég ræddi við, bæði þar og í Osló, kom saman um að þetta væru mikil mistök og víti til að varast.

Hins vegar gat ég ekki betur heyrt en að spítalinn í Osló fengi einróma lof.


mbl.is Hulda forstjóri Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú sért að fara húsavillt, ef svo má segja. Hulda Gunnlaugsdóttir er forstjóri Aker sykehus, sem sinnir Osló-búum ásamt íbúum nokkurra sveitarfélaga innan "Helse Øst"-svæðisins. Er reyndar háskólasjúkrahús, en alls ekki nýtt. 

Þú hefur væntanlega heimsótt Rikshospitalet. Byggingu þess lauk árið 2000.

Burtséð frá því líst mér vel á val ráðherra á forstjóra. Vona bara að nýr spítali verði hannaður með það í huga að viðskiptavinir (sjúklingar) og starfsfólk þurfi ekki að ganga eins mikið og raunin er í Rikshospitalet.

Guðbjörg (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Auðvita á að reisa nýja sjúkrahúsið í miðri borginni.Heilbrigðisráðherra, samgönguráðherra og borgarstjóri gætu lest umferðarvandann í borginni og fjárlagavanda ríkissjóð. Með Sundabraut inn við Elliðaárósa sparast 9 miljarðar, sjúkrahús og samgöngumiðstöð inn við Elliðaárósa leystu umferðarvandann að mestu og munu spara ríki og borg miljarða í samgöngumannvirkjum.

Sjúkrahús í miðri borg með umferðartengingu í allar áttir er sanngjörn krafa borgarbúa. Það tæki aðeins 3-4 mínútur að aka frá flugvellinum þessa 5 km með sjúklinga. En fyrir flesta borgarbúa mun akstur styttast að sama skapi.

Það eru margir stórir lóðarhafar við Elliðaárósa, sem gætu reist spítalann.

Húsasmiðjan er í byggingargeiranum og á stóra lóð við Súðarvog þar sem timbursalan er í dag. 

BM Vallá er einnig byggingarfyrirtæki og á stóra lóð á Höfðanum, þar sem hellusteypan er.

N1 eða ESSO á Gelgjutanga kæmi einnig til greina.

Vörubílastöðin Þróttur og Malbikunarstöðin eru á stórum lóðum við Sævarhöfða. 

Síðan er það Lóðin á Þórðarhöfða þar sem braggarnir eru, en Vilhjálmur Þ og Óskar Bergsson seldu hana fyrir um ári síðan, hana má eflaust fá til baka á tvöföldu verði. 

Sturla Snorrason, 29.8.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fór ekkert húsavillt heldur gaf mér það að Hulda vissi betur en flestir ef ekki allir Íslendingar hvernig stór sjúkrahús virka best. Úr því að ég skoðaði rikshospitalet hlýtur hún að hafa gert það sem fagmanneskja og áhugamaður um sjúkrahús. Og hafi hún ekki skoðað sjúkrahúsið í Þrándheimi hlýtur hún að hafa fylgst með málum þar.

Þrándheimur og Þrændalög er það svæði veraldar sem líkist mest höfuðborgarsvæðinu hér, - álíka margt fólk, sama hnattstaða, svipað veðurfar og álíka lífskjör og menning. Af mistökum, sem gerð eru í byggingar- og skipulagsmálum í Þrándheimi má vafalaust læra.   

Ómar Ragnarsson, 30.8.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband