Skinhelgi kana.

Enn einu sinni verða fjölskyldu- og einkamál ofarlega á baugi varðandi bandaríska stjórnmálamenn. Merkileg er gagnrýni kvennahreyfinga þar á það að Palin geti ekki stundað krefjandi starf vegna þess að hún eigi fimm börn, barn með Downs-heilkenni og ófríska unglingsdóttur. Maður hélt að kvennahreyfingar berðust fyrir jafnrétti kynjanna og spyrja má, hvort þessi gagnrýni hefði verið svona áköf ef viðkomandi hefði verið fimm barna faðir með barn með Downs-heilkenni og ófríska dóttur.

Öðru máli gegnir um það hvort treysta megi henni til að berjast gegn sérgæsku og spillingu í stjórnmálum og hvort gerðir hennar og stefna á hinum pólitíska vettvangi gefi henni góðan og traustvekjandi vitnisburð, - hún er jú í kjöri sem stjórnmálamaður.  


mbl.is Uppljóstranir um Söruh Palin valda óróa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frú Palin er nú þegar í krefjandi starfi. Hún er ríkisstjóri Alaska.

Þorsteinn Briem, 3.9.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, og líklega er krefst það starf meira af þeim sem gegnir því heldur en að vera varaforseti Bandaríkjanna.

Ómar Ragnarsson, 3.9.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ja, það verður náttúrlega erfitt að feta í fótspor Dick Cheney:

"On February 11, 2006, Cheney accidentally shot Harry Whittington, a 78-year-old Texas attorney, in the face, neck, and upper torso with birdshot pellets when he turned to shoot a quail while hunting on a southern Texas ranch."

http://en.wikipedia.org/wiki/Dick_Cheney#Hunting_incident

Þorsteinn Briem, 3.9.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband