Rio Tinto stenst siðferðiskröfur Íslendinga.

Ein eftirminnilegasta uppljóstrunin í Framtíðarlandinu eftir Andra Snæ Magnason var um bæklinginn, sem íslensk stjórnvöld sendu helstu stóriðjufyrirtækjum heims með tilboði um sölu á "lægsta orkuverði og sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af."

Meðal fyrirtækjanna var Rio Tinto, sem sagt hafði verið um í umræðum í bresks þinginu að væri sóðalegasta og ósvífnasta fyrirtæki í heimi. Og maður hugsaði með sér að mikið væri nú gott að þetta fyrirtæki hefði ekki aumkað sig yfir lítilþæga ráðamenn okkar. Auðvitað væri það fjarlægur möguleiki, sem betur færi, að við myndum eiga viðskipti við það.

Í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld kom fram að Norðmenn væru sama sinnis um Rio Tinto og kom fram í Framtíðarlandinu. Norski olíusjóðurinn væri nú að slíta öll tengsl við fyrirtækið vegna hinnar miklu mengunar sem það bæri ábyrgð á í Indónesíu. Fyrirsagnir fréttarinnar voru um að Norðmenn vildu ekkert með Rio Tinto hafa og fyrirtækið stæðist ekki siðferðiskröfur þeirra.

En möguleikinn, sem maður taldi sér trú um 2004 að væri fráleitur, er nú staðreynd: Rio Tinto er eigandi að álverinu í Straumsvík og gæti þess vegna eignast öll álver á Íslandi og orkuverin í ofanálag.

Íslendingar gera nefnilega engar siðferðiskröfur til Rio Tinto og heldur ekki kröfur um að vita hverjir þeir huldumenn rússneskir eru, sem sagðar eru 99,9% líkur á að standi að stærstu framkvæmd Íslandssögunnar í olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Íslendingar gera engar kröfur um að kanna, hvort aðrir möguleikar á nýtingu auðlinda lands og þjóðar geti gefið meiri arð, heiður og ímynd þegar til lengri tíma er litið. Eina krafa okkar felst í orðtakinu: Take the money and run! Skítt með framtíðina og afkomendurna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég klippti þessa frétt út og setti inn á myndbandalistann á blogginu mínu ef fólk hefur áhuga á að sjá hana. Bara smella á efsta myndbandið undir fyrirsögninni "nýjustu myndböndin" vinstra megin á síðunni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ómar og Lára Hanna í upphafi skal leita sannleikans og segja rétt frá, umrædd frétt er um eignaraðild Río Tinto uppá 11.6 % hlutabréfa. FTFI á hitt.

Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 10.9.2008 kl. 06:38

3 Smámynd: Sævar Helgason

Það er mikil áhætta fyrir okkur að setja öll okkar orkuegg í eina og sömu körfuna- álkörfuna. Við höfum engin áhrif á álmarkaðinn- verðum bara að taka því sem að höndum ber. Fljótt skipast veður í lofti. Árið 2001 hætti Alusussie , sem stofnsetti Ísal verksmiðjuna, rekstri og seldi Alcan í Kanada öll sín hlutabréf. Ísalverksmiðjan varð eign Alcan.  En það stóð ekki lengi Í fyrra kaupir síðan Rio Tinto allt Alcanfyrirtækið og Ísal verksmiðjan skiptir enn um eiganda. Við sjálf höfum ekkert með það að gera. Rio Tinto er að stofni til námafyrirtæki. Orðspor þess er afar slæmt- og eins og kemur fram í fréttum hafa Norðmenn selt allan sinn hlut í fyrirtækinu af umhvefisástæðum.  Það er ekki langt síðan Rio Tinto sýndi yfirtöku á Alcoa , áhuga.

Það sýnast meiri líkur en minni á að einn aðili eignist allan áliðnaðinn hér á landi. Kannski verður það Rio Tinto ?  Kannski Rússar ?  Og ef þessi 10.000 milljarða skuld íslensku bankanna í útlöndum lendir í vanskilum ? Þurfum við þá jafnvel að láta af yrirráðum okkar á orkuverunum sem ennþá eru í  stórskuldug  - hverjir eignast þau ?  

Sævar Helgason, 10.9.2008 kl. 09:34

4 identicon

„Íslendingar gera nefnilega engar siðferðiskröfur til Rio Tinto“ segir þú. Kannski væri rétt að bæta við að Íslendingar geri engar siðferðiskröfur til íslenskra stjórnmálamanna? Eða kannski væri réttara að orða það svo að Íslendingar geri siðferiskröfur til íslenskra stjórnmálamanna en ráðandi flokkar (lesist flokkur) dettur sjaldnast í hug að fara eftir þeim kröfum að manni virðist.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég býst við að umrædd hlutdeild Rio Tinto í norskum orkumálum sé mun minni í prósentum talið en hér á landi en samt setja Norðmenn siðferðilegan mælikvarða á tengsl sín við fyrirtækið.

Ómar Ragnarsson, 10.9.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Eins og ég sagði að framan á Río Tinto 11,6% í námuni í Indónesíu og ráða ekki för.

Íslendinga eig kröfu á  siðferðilegum skrifum um að gætt sé jafnræðis þegar skrifað er um þessi mál eins eiga starfsfólk er vinna hjá þessum fyrirtækjum, það sem þú vitnar í Andra Snæ er einfaldlega ekki farið með rétt mál.

Íslendingar eiga siðferðilegar kröfur á þegar þessi mál er rædd og starfsfólk sem vinna hjá þessum fyrirtækjum að ekki sé copy pasta án þess að kynna sér máli  og afla upplýsinga um málin, sannleikurinn er sagna bestur.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 10.9.2008 kl. 12:50

7 identicon

Hver er á bak við þessa ljónagrímu?

Á fréttavef BBC stendur eftirfarandi:

http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7608097.stm

Rio Tinto owns 40% of Papua's Grasberg gold and copper mine, which is operated by US-based Freeport McMoRan.

Rándýrið virðist halda að öll rándýrin í skóginum séu vinir. En því miður er rauða ljónið bara sauður eins og við öll á þessu skeri.

Þetta er einmitt hættan. Rio kaupir og menn þurfa að samlaga sjálfmynd sína kaupandanum og setja upp ljónagrímuna. Líklega hafa Norðmenn haft eitthvað fyrir sér, en eflaust las Halvorsen ensku útgáfuna af Draumalandinu og BBC sömuleiðis.

ASM (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Nafnlaus Rio Tinto eiga tvær námur í Indónesíu, aðra með 11.6% eignarhaldi hina með 40.0% eignarhaldi, það sem á bakvið Ljóna grímuna að leiðrétta rangfærslur og ósannindi , í frétini var ekk getið um hvaða námu væri uma að ræða.

Íslendingar eiga siðferðilegar kröfur á þegar þessi mál er rædd og starfsfólk sem vinna hjá þessum fyrirtækjum að ekki sé copy pasta án þess að kynna sér máli  og afla upplýsinga um málin, sannleikurinn er sagna bestur.

Ég bið ykkur að kynna ykkur umhverfisþætti almenna hjá Río Tinto og skoða í samhengi þá sjáið þið rangfærslur sem byrts hafa á blogg.

Rauða Ljónið, 10.9.2008 kl. 16:15

9 identicon

Ég þakka fyrir þennan pistil. Orð í tíma töluð. Ef svamlað er á Netinu má finna upplýsingar um að náman í Grasberg í Indónesíu sem málið snýst um sé einhver sú arðvænlegasta í heimi. Umhverfisspjöllin eru gríðarleg og algjörlega óafsakanleg. Náman er í eigu Freeports og Rio Tinto. Freeport er þegar á bannlista norska sjóðsins. Ég skil ekki hvað fer fram í kollinum á þeim sem ber í bætifláka fyrir þessa svívirðu. Hvers konar sannleiksást er það? Heldur einhver að norski sjóðurinn sem hvað vera stærsti fjárfestir Evrópu hafi ruglast á námum? Eða á fyrirtækjum?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband