10.9.2008 | 12:41
Minnir á fyrstu keðjuverkunina.
Rökræðan um tilraunina í Genf minnir á svipaða rökræðu þegar vísindamennirnir, sem hönnuðu fyrstu kjarnorkusprengjurnar, hleyptu af stað fyrstu keðjuverkuninni. Til eru þeir sem telja, að sú tilraun hafi verið, miðað við þá vitneskju sem lá fyrir eða öllu heldur lá ekki fyrir, - hættulegasta athæfið í styrjöldinni, verra en sú ákvörðun að nota sprengjurnar.
Tilraunin var rökstudd með því að hvort eð er myndi þetta verða gert og þá af óábyrgari og hættulegri aðilum. Mig skortir þekkingu til að dæma um þetta en það kemur óneitanlega upp í hugann nú.
Hátíðarstemmning við hraðalinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mundi nú varla segja það.
Held að hættan hafi verið alvarlega ýkt með sprengjurnar.. En hún er allavega með öllu fáránlegt núna. Mér vitanlega er bara einn eðlisfræði menntaður maður í öllum heiminum sem var með einhver læti.
Common sense segir bara að svona smákraftar eins og eru í gangi þarna muni ekki eyða heiminum. Vegna þess að miðað við náttúruna þá eru þetta smákraftar. Við fáum hingað eindir úr geiminum sem eru mun öflugari en nokkuð sem við munum nokkurtímar geta framleitt sjálf og þær hafa ekki tortímt jörðini enn. Ef þú pissar við hliðiná Dettifoss þá fer enginn að segja að kraftarnir í bununi þinni muni eyða landinu.
Jon Gretar (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:41
Jón, það er ekki svo víst. Athugaðu hvern þú ert að tala við.
Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:47
Hvað áttu við Óskar?
Allir sem vita eitthvað um þetta mál segja að það er ekki séns á neinni hættu. Hvort á ég að trúa þeim eða einhverjum nötterum. Þeir sem halda heimsendi fram virðast aðallega vera þeir sömu og halda fram að geimverur séu að ræna fólki og að tungllendingarnar séu falsaðar. So. Nutters. Og ég hlusta ekki á nöttera.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:55
Umfjöllun BBC um þessa tilraun, sem á eftir að standa um nokkurt skeið, var mjög athyglisverð. Skilja mátti að ýmsar kenningar um tilurð alheimsins og ýmislegt fleira yrðu nú sannreyndar. Síðar var fullyrt að aukin þekking á tilurð alheimsins gæti leitt ýmislegt gagnlegt af sér öllu mannkyni til heilla. Mér gekk aldrei sérstaklega vel í eðlisfræði í MR og ætla því ekki að gerast dómari í þessu máli.
Arnþór Helgason, 10.9.2008 kl. 14:11
Ef það myndi skapast svarthol af þessu eins og múgæsingurinn vill halda fram að gerist mun það svarthol ekki verða stærra en svo að það nái í mesta lagi að gleypa rafalinn sjálfan. Ég man nú ekki nafnið á honum en eðlisfræðingur sagði í viðtali á RÚV í gær að svartholið myndi ekki lifa lengur en 10^-27 sekúntur... Fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það 0,000000000000000000000000001 sekúnta. En annars virðast þessir 5000 þúsund vísindamenn sem standa að þessari tilraun ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. En við eigum greinilega ekki að taka mark á þeim... allavega samkvæmt múgæsinginum sem auðvitað veit allt best.
Bjarki (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 18:19
Sko, þetta er tilraun. Tilraun er gerð til þess að sanna tilgátu. Þessi tilgáta heitir tilgáta af góðri ástæðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem að við vitum/höldum þá er heimsendir ekki í nánd en þegar við hugsum um að einmitt þessi vitneskja er undir smásjánni þá getur hvað sem er gerst.
Enginn veit líkurnar á stórslysi, hvort sem þær eru 0 eða 100% þá er ávinningurinn mjög mikill og meiri heldur en fæstir gera sér grein fyrir. En eitt er þó víst, persónulegar skoðanir skipta litlu máli hér.
Lalli-Oni (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:50
Lalli-Oni: Well... Við vitum þó nú ýmislegt. Það er auðvitað ýmislegt hægt í heiminum ef við gerum ráð fyrir því að allt sem við vitum er rangt. En fyrir mér þá hættir tilgáta að vera tilgáta þegar hún er sönnuð. Og það er margt í eðlisfræðinni sem hefur verið sannað.
En skoðum nú worst case scenario. Worst case er að ef vísindamenn hafa rangt fyrir sér og til verður svarthol. Og ef að vísindamenn hafa rangt fyrir sér og þetta svarthol eyðist ekki strax. Og mikið meira af samtengdum ef-um sem þarf að koma til svo að það myndist stabílt svarthol sem byrjar að éta jörðina. Svarthol geta samt bara stækkað á ákveðnum hraða og þetta var reiknað út að það tæki þetta svarthol 3 billjón ár að éta það sem samsvarar 1 gramm af jörðinni. Þetta er lýsing á gjörsamlega worst case scenarinu og til þess að það rætist þarf rosalega mikið af sönnuðum vísindum að vera rangt. Og veistu... Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.