16.9.2008 | 23:58
Afmælisdagurinn, - dagur móðurinnar.
Í seinni tíð hefur afmælisdagurinn öðlast nýja merkingu hjá mér. Ekkert okkar man eftir fæðingunni en hún var þess eftirminnilegri fyrir foreldrana, einkum móðurina. Nú orðið óska ég móður hvers afmælisbarns fyrst til hamingju með daginn.
Afmælisdagur barna minna er í mínum huga fyrst og fremst hátíðisdagur konu minnar og þar á eftir að sjálfsögðu dagur þeirra.
Móðir mín er látin en er mér hugstæð á afmælisdegi mínum, ekki aðein af fyrrgreindum ástæðum, heldur einnig vegna þess að afmælisdagur okkar var sameiginlegur, - hún var fædd 16. september eins og ég.
Og það þýðir aftur á móti að móðir hennar, amma mín sáluga, Ólöf Runólfsdóttir, er mér hugstæð á þessum degi. Lifi dagur móðurinnar!
Athugasemdir
Hjartanlegar hamingjuóskir kæri vinur. Þú ert frábær og verður vonandi allra karla elstur.
Óttar Felix Hauksson, 17.9.2008 kl. 00:23
Tek undir með Óttari. Til hamingju elsku karlinn. þakka skemmtilegt samstarf í gegnum tíðina.
Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 00:48
Til hamingju með daginn
Þórður Ingi Bjarnason, 17.9.2008 kl. 09:15
Þarna gerðirðu okkur grikk. Lætur okkur vita af afmælisdeginum tveimur mínútum fyrir miðnætti. Hvað um það, TIL HAMINGJU! Tek svo undir orð Óttars. Megir þú verða því sem næst eilífur.
Villi Asgeirsson, 17.9.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.