Vistakstur í sem víðustum skilningi.

Keppnismót í sparakstri hafa sýnt hve miklum árangri má ná í sparnaðarátt og minnkun loftmengunar með vistakstri. Hins vegar er raunhæfur vistakstur í daglega lífinu flóknari en sparaksturskeppni vegna þess að í sumum tilfellum tapast verðmæti ef alger vistakstur hvers og eins er látinn ráða.

Dæmi um þetta má sjá á umferðarljósum. Ef hver og einn hugsar aðeins um að hann sjálfur spari sem mest eldsneyti, fer hann löturhægt af stað á grænu ljósi og hefur hröðun bílsins í lágmarki. Ef allir gera þetta dregur það stórlega úr afköstum umferðarinnar og mun færri komast yfir á grænu ljósi en ella.

Þegar umferð er mikil verður meiri hætta á umferðarteppum og seinagangi ef allir fara að aka svona undir þessum kringumstæðum.

Sem dæmi get ég nefnt þá, sem fara af stað á grænu ljósi á Miklubraut í vesturátt frá gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Ef þeir ætla að taka vinstri beygju suður Háaleitisbraut verða þeir að taka strax af stað og hraða sér upp að beygjuljósinu á Háaleitisbrautinni vegna þess hvað það logar í skamma stund.

Oft hef ég bölvað ökumönnum á undan mér á þessari leið fyrir það að vera hálfsofandi, hugsa ekkert um hag umferðarinnar í kringum þá og valda því að kannski aðeins þeir einir hafa komist yfir á beygjuljósinu.

Bílar sem stöðvast, bíða og aka aftur af stað að óþörfu valda óþarfa eldsneytiseyðslu og mengun og hægja á umferð.

Bestu dæmin er umferðarljósin á fjölförnum gatnamótum á háannatíma. Þá skiptir gríðarlega miklu máli að sem flestir komist yfir á grænu ljósi í hvert sinn, - annars lengist bara biðröðin og biðin með bílana í lausagangi.

En vistakstur er hið besta mál, því að hann er hluti af því sem mest þarf að bæta hjá okkur; - að við séum að pæla í umferðinni í kringum okkur og vakandi fyrir því að leggja okkar af mörkum til þess að hún gangi sem best, mengi sem minnst og sé sem hagfelldust.  

Kjörorðið ætti að vera: Vistakstur í sem víðustum skilningi.  


mbl.is Átak í vistakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

þegar ekið er vistvænt á að reina eins og hægt er að þurfa ekki að stoppa við gatnamót, ljós.  Ef þarf að stoppa á að fara hratt upp í þann hraða sem við ætlum svo að halda ekkikeyra bílinn hægt upp eins og margir gera. 

Þórður Ingi Bjarnason, 17.9.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta með vistvænt og ekki vistvænt er ágætt, en það sem þarf til á Íslandi er umferðamenning og 2 tíma kennsla í sjónvarpinu vikulega allt árið og spes þættir fyrir allar stórhelgar bæði í sjónvarpi og útvarpi og allra best, í útvarpinu á milli 14 og 22 á föstudögum,laugardögum og sunnudögum allan ársins hring með músík,viðtölum,spurningakeppnum og umferð hér og þarna og svoleiðis. Svo er kannski hægt að ná athygli þeirra sem við meinum eru þurfandi í þeim efnum.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 17.9.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband