Nafngiftir, sem orka tvímælis.

Nöfnin sem Bandaríkjamenn gefa fellibyljunum suður af landi sínu geta orkað tvímælis. Mér finnst nafngiftin Ike ekki góð. Dwight D. Eisenhower var rómaður sem frábær stjórnandi með góða samskiptahæfileika sem helsta kost. Hann var forseti Bandaríkjanna 1953-61 og náði yfirburðakjöri bæði 1952 og 1956 ekki hvað síst fyrir kjöroðið "I like Ike", sem stuðningsmenn hans notuðu.

Á tímabili stefndi Nígeríumaður einn, Ike Ibeabuchi, hraðbyri í að verða heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum, og hann hlaut þetta nafn vegna dálætis foreldra hans á hinum eina og sanna Ike, sem var svo "likable."

Ég hef því alltaf velt því fyrir mér hvort nafngiftir fellibylja kunni koma betur út með því að beita breyttri aðferð.

En um þetta ráðum við hér á Íslandi svo sem ekki neinu né heldur því að vegna þess hve gríðarlegur munur var á hlýja loftinu á sunnanverðu Grænlandshafi og kalda loftinu norður af Labrador, komst hinn deyjandi Ike í kjöraðstæður í einhverri bestu fóðurgeymslu fyrir krappar stormlægðir sem þekkist í heiminum, - fyrir suðvestan Ísland.

Á Bretlandseyjum er þetta fyrirbæri kallað Íslandslægðin og á veturna er lægsti meðalloftþrýstingur sem þekkist á jörðinni, einmitt fyrir suðvestan Ísland. Það ekkert er við því að segja. Þetta er staðreynd sem við verðum að sætta okkur við.


mbl.is Mörg útköll vegna óveðursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég ætla að nota athugasemdamöguleikann til skilaboða, sem eru óskyld bloggfærslunni. Það varðar bloggvini mína og notkun netfangs míns.

Ég er lélegur í tölvutækninni og mestallt þetta ár hafa verið vandræði með netfang mitt hugmyndaflu@hugmyndaflug.is.

Það er ekki fyrr en nú sem nettengingin og notkunarmöguleikar hennar hafa komist í lag, í vonandi endanlega, en áður hafði tekist í aðeins stuttan tíma í senn að koma henni í lag.

Þetta hefur valdið því að stór hópur fólks, sumt af því góðir vinir mínir, hafa ekki fengið afgreiðslu beiðnar um að gerast bloggvinir mínir.

Í dag tókst mér í samvinnu við umsjónarmann bloggsins hjá Mogganum að brjótast í gegnum þessi vandræði að mestu, og ég vona nú að sem flestir af þeim sem biðu hafi komist inn.

Hugmyndaflug@hugmyndaflug.is virkar nú vel, en til fróðleiks má geta þess að einnig er hægt að senda mér póst á netfangið omarr@ruv.is sem er enn opið vegna verkefna, sem ég vinn að hjá RUV.

Ég biðst velvirðingar á þessu og afsökunar á því að hafa ekki fyrr komið þessu öllu í lag.

Ómar Ragnarsson, 17.9.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Allt er gott sem endar vel. Vonum þá að þetta séu lok netvandamála. Takk fyrir að gerast bloggvinur!

En um fellibyl. Það væri gaman að vita hvort Katrina hafi haft áhrif, hvort fleiri eða færri börn séu skírð þessu nafni eftir að hún drekkti New Orleans.

Villi Asgeirsson, 17.9.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Takk fyrir samþykktina Ómar. Fer nú ekki að koma að því að við gefum þessum djúpulægðum sem koma hér yfir landið, nöfn líka? Við ættum nú ekki að vera í vandræðum með það.

Steinunn Þórisdóttir, 17.9.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband