Enn eitt dæmið um úrelt mörk.

Ég er nýbúinn að blogga um þá skaðsemi skiptingar höfuðborgarsvæðisins í bæjarfélög sem stafar af því að þau horfa sem mest á eigin hag í skipulagsmálum án tillits til nágrannanna. En nýjar uppákomur í þessum efnum birtast nú með nokkurra daga millibili.

Fimm sveitarfélög liggja að Skerjafirði og því er umræðan um flugvöll á Lönguskerjum og hvers kyns landfyllingar við fjörðinn á miklum villigötum. Ef Kópavogur fyllir fjörðinn upp að landamerkjum sínum getur Reykjavík komið með krók á móti bragði og fyllt upp á sama hátt og þannig lokað firðinum. 

Þá verðum við komin með mörk á milli þessara bæjarfélaga í stíl við mörkin á milli Salahverfis í Kópavogi og Seljahverfis í Breiðholti þar sem hvor aðilinn um sig skipulagði sitt land án tillits til eðlilegrar og hagkvæmrar tengingar á milli hverfanna, sem eru í raun eitt og sama íbúðahverfið.

Það vantar nánast ekkert nema múr á milli til þess að fullkomna þetta verk, sem í ofanálag er unnið nálægt nýrri og óhjákvæmilegri þungamiðju verslunar, þjónustu og samgangna við stærstu krossgötur landsins.  


mbl.is Reykjavík gagnrýnir áform um landfyllingu á Kársnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er ekki hægt annað en vera sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 02:24

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já Ómar þetta er fáranlegt og það sem þú bloggaðir um Sala og Seljahverfið um daginn er líka gott dæmi um hvernig skipulagsmál á höfuðborgarhverfinu  eru á villigötum. Auðvitað verður að sameina þessi sveitarfélög ekkert annað kemur til greina ef á að ná árangri í þessum málum.

Þetta með flugvöllinn þá hef ég lengi viljað sjá hann fara út á Löngusker  ef hann fer  eitthvað á annað borð allavega ekki uppá Hólmsheiði held það sé lakasti kosturinn í umræðunni

Gylfi Björgvinsson, 24.9.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Höfuðborgarsvæðið allt getur verið eitt sveitarfélag, allt frá Borgarnesi að Selfossi, sem er allt sama atvinnusvæðið. Margir fara nú þegar daglega í strætisvagni frá Akranesi og Vallarheiði, gamla Varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, til að sækja vinnu og skóla í Reykjavík.

Og á Vallarheiði er Flugakademían, þar sem hægt er að læra flug.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/09/19/keilir_kaupir_fimm_kennsluflugvelar/

http://issuu.com/fvfi/docs/flugvirkinn_2007/18

Margir búa einnig í Hveragerði en vinna í Reykjavík, fara þar daglega á milli og bráðum verður einnig hægt að fara þessa leið í strætisvagni.

Á höfuðborgarsvæðinu er Keflavíkurflugvöllur, sem hægt er að nýta fyrir bæði millilanda- og innanlandsflugið, og því engin ástæða til að vera með flugvöll í Reykjavík.

Og bráðum verður samfelld byggð á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Langt frá því allir sem fljúga nú til Reykjavíkur eiga erindi í gamla miðbæinn þar og engin ástæða til að leggja margra milljarða króna flugvöll í Skerjafirði eða uppi á Hólmsheiði.

Á höfuðborgarsvæðinu búa um 70% landsmanna og slasist fólk alvarlega á því svæði er það nú þegar flutt með sjúkrabílum eða þyrlum á Landspítalann í Reykjavík. Og við nýja Landspítalann verður þyrlupallur en ekki flugvöllur.

Þar að auki verður landið eitt kjördæmi
í Alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 24.9.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband