Stál og hnífur.

Seint verður fólk á eitt sátt hvar eigi að draga mörkin fyrir eign tækja og tóla. Allir mega eiga stóra búrhnífa og syngja "stál og hnífur er merki mitt..." en eign byssunnar, hins skæða stáls, er hins vegar takmörkuð með lögum. "Byssurnar drepa engan heldur mennirnir sem beita þeim" er algeng röksemd þeirra sem vilja sem minnstar takmarkanir á byssueign.

Á bannárunum var saknæmt að eiga bruggtæki (öðru nafni "búsáhöld") og frá einum bruggaranum er komin röksemdin að alveg eins væri hægt að kæra hann fyrir nauðgun eins og brugg því hann "ætti tólin."

Morðin í Finnlandi sýna hins vegar nauðsyn þess að draga einhvers staðar línu. Búrhnífurinn og byssa veiðimannsins eru nauðsynleg áhöld, að ekki sé nú talað um hin holdlegu "tól", en erfitt er að rökstyðja að bruggáhöld og áhöld til fíkniefnaneyslu séu nauðsynjavörur.  


mbl.is Brottrekstrarsök að eiga tólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lögin brjóta fíknifól

sem fá á græjum mætur

en aðrir hafa til þess tól

að táldrraga um nætur.

Sýnast margir sekir enn,

sérstaklega um jólin

og allir taldir afbrotamenn

ef þeir hafa tólin.  

Ómar Ragnarsson, 25.9.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband