Breyttir tímar.

Ég bloggaði um það um daginn að Valdi koppasali gæti blómstrað ef hann flytti austur í Skriðdal. Þar er annar af tveimur malarvegaköflunum á leiðinni kringum landið og þar tapaði ég tveimur hjólkoppum um daginn. En ef ég hefði verið á nýjum bíl hefði ég engum koppum tapað því að bæði stálfelgur og álfelgur á nýjustu bílum eru ýmist þannig að hjólkoppa er ekki þörf eða að kopparnir eru skrúfaðir fastir.

Ég vil þakka Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur fyrir skemmtilega frétt um Valda. Hugsanlega er þar tilefni til stuðnings við einstakt safn hans og viðfangsefni, sem er tákn um þá gömlu tíma þegar vegirnir og hjólabúnaður bíla sáu til þess að ævinlega var nóg af koppum við vegarbrúnir landsins.  


mbl.is Koppabransinn riðar til falls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Valdi er snillingur.

Gulli litli, 25.9.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála Gulla, Valdi er snillingur. Tek undir með þér Ómar að viðtal Þóru Kristínar við Valda var gott. Hún talaði við hann af sanngirni og tillitssemi. Enginn hroki eða fyrirlitning. Valdi er einn af þessum snillingum samtímans sem maður man virkilega eftir. Gleymi aldrei þegar ég fór til hans af því mig tapaði koppi af Fólksvagninum mínum 67 módeli og keypti einn af Valda.

Haraldur Bjarnason, 25.9.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband