30.9.2008 | 00:53
Fyrirsjáanleg framabraut.
Þegar í upphafi ferils Jóns Magnússonar í Frjálslynda flokknum var það morgunljóst í mínum huga að leið hans innan flokksins myndi aðeins liggja í eina átt, upp á við. Aukinn frami hans nú og framvegis mun ekki koma mér á óvart. Í hádegisviðtali nýlega á Stöð tvö ásakaði hann formanninn fyrir einkavinavæðingu í stjórn flokksins og nefndi Kristin H. Gunnarsson þingflokksformann og Magnús Reyni Guðmundsson, framkvæmdastjóra flokksins.
Ég sagði þá í bloggpistli að Jón myndi ekki tala svona nema hann teldi stöðu sína orðna það sterka að óhætt væri að láta til skarar skríða og að næsta skref í þessu máli yrði sú "málamiðlun" að Kristinn yrði látinn fara en Magnús fengi að vera, að minnsta kosti í bili.
Þetta hefur nú komið á daginn og Guðjón Arnar, sem áður kvaðst ekki myndu taka ákvarðanir í þessu máli, hefur nú tekið af skarið.
Jón Magnússon þingflokksformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki þetta sem hun Magga þín er búin að segja allan tímann?
Landfari, 30.9.2008 kl. 01:38
Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við þurfum ekkert lengur á Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum að halda til þess að geta rekið þetta þjóðfélag.
Ég tel afar skrýtið af hverju fólk hafi ekki áttað sig á því fyrr. Fólkið hefur misst trúna á Alþingi af því að Alþingi missti trúna á sjálfu sér og sú trú kemur aldrei aftur,
Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 2.10.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.